Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 56

Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 56
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 GRÆNLAND Áhugaverðir tónleikar verða í Hörpu í dag þar sem þekktir listamenn koma fram. ■ STJÖRNUR Stórtónleikar verða í Eldborg í dag kl. 14.00 þar sem margir þekktustu tónlistarmenn og hljómsveitir landsins stíga á svið í þágu íbúa Kulusuk á Græn- landi, en tónlistarhúsið í þorpinu brann til grunna í fárviðri á dögunum. Ókeypis aðgangur er að tónleikunum, en þar verður safnað fjárframlögum og hljóð- færum, svo aftur megi óma tónlist í Kulusuk. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem koma fram eru Agent Fresco, Bjartmar Guðlaugsson, Bubbi Morthens, Digraneskórinn, DJ Margeir, Erpur Eyvindarson, Fóst bræður, Haffi Haff, Jakob Frímann Magnússon, Jón Ólafsson, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnars- son, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnsteinn í Retro Stefson, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðurs- gestir á tónleikunum eru græn- lensku tónlistarmennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignaties sen sem koma hingað til lands frá Kulusuk. FYRIR ÍBÚA Í KULUSUK TIL HEIÐURS ALDREI FÓR ÉG SUÐUR ■ FRÍMERKI Hátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin um páskana en samkvæmt vef hennar aldrei.is mun Pósturinn gefa út nýtt frímerki henni til heiðurs þann 2. maí. Það var Linda Ólafsdóttir sem hannaði frímerkið. Linda hefur áður hannað frímerki tileinkað bæjar- hátíðum og má þar nefna Hinsegin daga í Reykjavík, Fiskidaginn mikla, tónlistar- veisluna Bræðsluna og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Að því er segir á aldrei.is urðu rokk og gleði Lindu innblástur við gerð frímerkisins. frá þeim. Inntökuferlið tekur tvö ár en eftir stúdentspróf var ég orðinn fullgildur björgunar- sveitarmaður,“ segir Hjörtur, sem hefur haft færri tækifæri til björgunarsveitar starfa eftir að leiklistin varð að lifibrauði hans. „Leiklist og björgunarsveitar- störf samræmast illa en ég á eftir að finna leið til að láta það virka og gæti vel hugsað mér að taka ferð og ferð sem leiðsögumaður. Mér finnst ég aldrei komast eins mikið á fjöll og jökla og ég vildi og óska þess að geta oftar stund- að skíði og fjalla- og ísklifur.“ Hjörtur er á útkallslista björgunar sveitanna. „Að vera í björgunarsveit er óskaplega lærdómsríkt, mikil skóli og frábær félagsskapur. Ég hef farið í fjölmörg útköll, sem tekur á bæði líkamlega og andlega, en undirbúningurinn er góður og með góðu fólki verður það auðveldara en ella. Það er einfaldlega frábært að geta sameinað áhugamál sitt við sjálfboðastarf og það að hjálpa fólki.“ KREFJANDI MÆÐGIN Eftir útskrift hefur Hjörtur haft mikið að gera í leiklistinni. Í kvöld stígur hann á svið Þjóðleik- húskjallarans þegar Grande, nýr einleikur eftir Tyrfing Tyrfings- son, verður frumsýndur. „Þetta er minn fyrsti einleikur og krefjandi á skemmtilegan hátt. Ég blaðra á sviðinu í klukkutíma og á sem betur fer auðvelt með að muna texta.” Hjörtur leikur mæðgin sem lifa í sjúklegum veruleika. „Móðirin er hommahækja sem hefur misst félagsskap hommans og sonurinn er fastur í snöru naflastrengs móður sinnar,“ upp- lýsir Hjörtur um innihald leik- verksins. „Ég tek framtíðinni fagnandi og alls þess sem bíður mín.“ ■ thordis@365.is Börn og umhverfi Námskeið fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Kennsla skiptist á 4 kvöld og fer fram í húsnæði Kópavogsdeildar Hamraborg 11, 2. hæð, kl. 17-20. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Næstu námskeið: Námskeið I 15. apríl-18 apríl Námskeið II 29. apríl-3 maí Námskeið III 13. maí-16 maí Námskeið IV 27. maí-30 maí Námskeiðsgjald er kr. 8500. Innifalið: Námsgögn og hressing Skráning á redcross.is/kopavogur Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur fá staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. kopavogur@redcross.is • sími 554 6626 Opið virka daga kl. 9-15 Mörkinni 6 - sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 www.topphusid.is NÆG BÍLASTÆÐI Útsala allt að 70% afsláttur FLOTTAR DÚNÚLPUR, LITLAR STÆRÐIR KR. 19.900
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.