Fréttablaðið - 23.03.2013, Blaðsíða 68
| ATVINNA |
Knattspyrnufélagið Valur
leitar eftir húsverði
Starfslýsing
Húsvörður starfar í verslun og veitingasölu ásamt því
að sinna þrifum, almennum verkefnum og frágangi
húss á kvöld-og helgarvöktum.
Vinnutími er frá 16:00-23:00 virka daga og 9:30 til 17:00
um helgar en getur breyst lítillega.
Gert er ráð fyrir vinnu 15 daga í mánuði
Hæfniskröfur
Frumkvæði, sjálfsstæði og heiðarleiki
Hreint sakavottorð
Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá sendist á
gudmundur@valur.is
Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2013.
Yfirþjónn
Kaffi Krús óskar eftir að ráða yfirþjón. Viðkomandi þarf að
hafa reynslu, vinna vel í hóp og vera skipulagður. Kaffi Krús er
veitingastaður og kaffihús á Selfossi, en samhliða daglegum
rekstri veitingastaðarins er veisluþjónusta í örum vexti.
Áhugasamir sendi upplýsingar um nafn, aldur, fyrri störf á
kaffikrus@kaffikrus.is.
Nánari upplýsingar gefur Tómas Þóroddsson í síma 699-0660
■
■
■
■
■
■
■
ION hótel er nýtt glæsilegt fjögurra stjarna
hótel á Nesjavöllum við Þingvallavatn.
Nafn hótelsins og hönnun vísar í orkuna
í umhverfinu og náttúrunni. Á hótelinu
eru 46 herbergi, veitingastaðurinn Silfra,
Norðurljósabarinn og spa með 10 metra
langri útisetlaug, nuddaðstöðu, gufubaði
og hvíldarherbergi.
Við leitum að metnaðarfullum
einstaklingum til að vinna með okkur.
Umsjón með morgunmat
Leitum að jákvæðum og morgunhressum
einstaklingum til að hafa umsjón með
morgunverðarhlaðborði.
Matreiðslumaður
Veitingastaðurinn Silfra óskar eftir
matreiðslumanni í fullt starf, aðili með
reynslu úr eldhúsi kemur einnig til greina.
Almenn þrif og uppvask í eldhúsi
Við leitum að drífandi og duglegu fólki í
almenn þrif á herbergjum og uppvask í
eldhúsi. Unnið er eftir vaktaplani.
Snyrtifræðingur og nuddari
Lava spa leitar að drífandi og áhugasömum
einstaklingum til þess að taka að sér nudd
og snyrtingu í aukavinnu um kvöld og helgar.
Nýtt hótelNý störf
Áhugasamir vinsamlegast
sendið inn umsókn á:
job@ioniceland.is
fyrir 9. apríl.
sími: 511 1144
kopavogur.is
Kópavogsbær
Staða skólastjóra við Lindaskóla er laus til
umsóknar.
Lindaskóli er staðsettur við Núpalind í
austurbæ Kópavogs. Skólinn hóf starfsemi
sína árið 1997. Á skólaárinu 2012-2013 eru
tæplega 530 nemendur í skólanum. Skólinn
hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu
starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi.
Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu
í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt
áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í
Grænfánaverkefninu. Virk heilsuefling er eitt
einkenna skólans og hefur hann til margra ára
verið í forystusveit skóla sem tekið hafa þátt í
Skólahreysti. Mikil og góð samvinna hefur verið
milli skólans og heimila í nærumhverfinu.
Leitað er að stjórnanda sem veitir faglega
forystu og býr yfir hæfni til að skipuleggja
krefjandi skólastarf í samvinnu við kennara,
foreldra og skólayfirvöld. Framtakssemi,
samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
eru því nauðsynlegir.
Menntunar og hæfniskröfur:
Kennsluréttindi og kennslureynsla á
grunnskólastigi
Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði
kennslu og þróunar í skólastarfi
Æskileg framhaldsmenntun á sviði uppeldis-
og menntunarfræða, stjórnunar eða öðrum
greinum sem nýtast í skólastjórnun
Færni í áætlanagerð og fjármálstjórnun
Forystuhæfileikar og samskiptahæfni
Frekari upplýsingar:
Laun eru samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2013.
Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2013.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður
Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar,
ragnheidur@kopavogur.is og Anna Birna
Snæbjörnsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs,
annabs@kopavogur.is eða í síma 570 1500.
Hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um
starfið.
Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt
á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is.
Lindaskóli
óskar eftir
skólastjóra
23. mars 2013 LAUGARDAGUR10