Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 72
| ATVINNA |
Yfirþjónn
Kaffi Krús óskar eftir að ráða yfirþjón. Viðkomandi þarf að
hafa reynslu, vinna vel í hóp og vera skipulagður. Kaffi Krús er
veitingastaður og kaffihús á Selfossi, en samhliða daglegum
rekstri veitingastaðarins er veisluþjónusta í örum vexti.
Áhugasamir sendi upplýsingar um nafn, aldur, fyrri störf á
kaffikrus@kaffikrus.is.
Nánari upplýsingar gefur Tómas Þóroddsson í síma 699-0660 Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í maí
og júní ef næg þátttaka fæst:
Í matvælagreinum í maí. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í byggingagreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í prentgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í bílgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Í hönnunar- og handverksgreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er
til 1. apríl.
Í snyrtigreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Í málmiðngreinum í maí - júní. Umsóknarfrestur til 1. maí.
Í vélvirkjun í september. Umsóknarfrestur til 1. júní.
Í ljósmyndun í september – október. Umsóknarfrestur til 1. júlí.
Dagsetningar prófanna verða birtar á heimasíðu okkar um leið og
þær liggja fyrir.
Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðs-
yfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á
því að nemi muni útskrifast í maí 2013.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir
iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang:
www.idan.is og á skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
Auglýsing vegna úthlutunar atvinnuleyfa
til aksturs leigubifreiða.
Vegagerðin auglýsir laus til umsóknar 16 leyfi til leigu-
aksturs á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Þeir einir geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur
leigubifreiðar að aðalatvinnu. Til að öðlast leyfi þurfa
umsækjendur að uppfylla skilyrði leyfis skv. 5. gr. laga nr.
134/2001 og reglugerðar nr. 397/2003 um leigubifreiðar,
með síðari breytingum.
Úthlutun leyfa fer fram á grundvelli starfsreynslu við
akstur leigubifreiðar, sbr. ákvæði 6. gr. reglugerðar nr.
397/2003.
Umsóknareyðublöð má nálgast á vegagerdin.is>umsóknir
og leyfi>leigubílar, eða í afgreiðslu Vegagerðarinnar
Borgartúni 7 í Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2013.
Listskreytingasjóður ríkisins auglýsir
eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum árið 2013.
Rafrænt umsóknareyðublað og allar nánari
upplýsingar er að finna á heimasíðu
sjóðsins: www.listskreytingasjodur.is
Umsóknarfrestur er til 1. maí 2013.
Smiðir óskast
Óskum eftir að ráða vana smiði í fjölbreytt
verkefni, framtíðarstörf.
Óskum einnig eftir að komast i samband við smiði
og smíða hópa í tímabundin verkefni.
Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið
eggert@tharfathing.is
VEITINGAREKSTUR TIL LEIGU
Keahótel ehf. auglýsa til útleigu veitingarekstur á Reykjavík Lights Hotel,
Suðurlandsbraut 12. Á hótelinu verða 105 vel útbúin herbergi, bar,
fundarsalur og veitingastaður.
Hótelið opnar 1. júní 2013.
Helstu upplýsingar:
Veitingasalur tekur um 100 manns í sæti.
Veitingaaðstaðan er á gestamóttökuhæð hótelsins og er um 300 m2.
Veitingasalur og barsvæði eru útbúin húsgögnum.
Eldhús er búið helstu eldunartækjum, uppþvottaaðstöðu, frysti og kæli.
Leigutaki framreiðir morgunverð fyrir hótelgesti.
Umsóknir þar sem fram komi hugmyndir umsækjanda um reksturinn
og leigufjárhæð sendist til pls@keahotels.is
23. mars 2013 LAUGARDAGUR14