Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 87

Fréttablaðið - 23.03.2013, Side 87
Margt smátt ... – 7 Á mánudögum mæta 8 manns í húsnæði Hjálpræðis- hersins í Mjódd til að læra að sauma. Þetta eru bæði konur og karlar, innfæddir og innfluttir. Námskeiðið er liður í því að byggja upp fólk sem leitað hefur til Hersins og Hjálparstarfs kirkjunnar, til þess að ráða betur við aðstæður sínar sem oft einkennast af fátækt og öðrum erfiðum aðstæðum. Hóparnir eru tveir og koma þeir annan hvern mánu- dag. Í hvorum þeirra eru fjórir sem komu í gegnum Hjálparstarfið og fjórir í gegnum Herinn. Þeir fyrstu sem sóttu um komust að, nokkrir bíða næstu nám- skeiða. Arney Huld Guðmundsdóttir herkona hefur umsjón með námskeiðinu. „Ég er mjög ánægð með þetta verkefni. Mér finnst sérlega gaman að eiga samstarf við Hjálparstarfið. Að tvær kristnar hreyfin- gar samnýti krafta sína. Við stöndum fyrir vikið fleiri að þessu, það eru fleiri hendur og fleiri hugmyndir.“ Það er Reykjavíkurflokkur Hersins sem stendur að sau- manámskeiði í húsnæði sínu í Mjódd, í samvinnu við Hjálparstarf kirkjunnar. Út fyrir þægindarammann, taka fullan þátt Tilgangur námskeiðsins er að takast á við að læra eitthvað nýtt − fara út fyrir þægindarammann, rífa sig af stað og ljúka því sem var hafið. Sumir þátttakend- urnir eiga sögu um mikla erfiðleika sem þeir glíma við sem best þeir geta en hafa oft og tíðum fengið heldur rýrt veganesti. „Við leggjum áherslu á félagsskapinn, spjöllum og fáum okkur hressingu. Tilgangurinn er líka að læra eitthvað nytsamt sem léttir á pyngjunni. Svolítill saumaskapur getur bjargað heilli flík og búið til nýja úr gamalli. Að sauma beint og í boga, falda, sikk-sakka og setja í rennilás er kúnst sem þarf þjálfun í. Einnig þarf að kunna á vélina. Hvenær er spennan rétt svo saumurinn verði eins og hann á að vera, hvenær og hvaða skrúfur þarf að losa eða herða. Hvenær þarf að skipta um nál. Þetta læra nemendur með verkefnum sem verða flóknari stig af stigi. Góð stemmning og notalegur félagsskapur „Stemmningin er góð og það er mikill áhugi,“ segir Mar- grét Erlingsdóttir saumakona. Sumir hafa grunn, aðrir ekki. En það skiptir engu máli því kennslan er einstak- lingsbundin þótt allir vinni sömu verkefni. Við erum tvær, Hrefna Gunnlaugsdóttir er mér til aðstoðar, og við reynum að sjá til þess að allir tileinki sér næga færni. Opinn aðgangur til að sauma eftir námskeiðið Allir sem ljúka námskeiðinu fá fyrir það nokkurskonar umbun því þeir geta, eftir námskeiðið, komið og unnið að eigin saumaverkefnum í húsnæði Hersins, á þær vélar sem það lærði á. Fólkið getur komið með börnin sín og það gera þeir sem eiga börn undir skólaaldri. Þau leika sér á meðan og starfsfólk hjálpar til við að hafa ofan af þeim svo að foreldrarnir fái næði. „Svo er það bara skemmtilegt að vinna úr tungumálaörðug- leikum því allir vilja hjálpa til svo hinir skilji. Einn talar bara eigið tungumál og hrafl í öðru, annar kann svolítið í því máli og verður milliliður milli kennara og nemanda. Úr þessu verður oft mikill hlátur,“ segir Margrét. Saumanámskeið sem byggir upp Þráinn Gunnarsson skellti sér á saumanámskeið þegar hann sá það auglýst. Hann er með slitinn sófa og hugsaði sér að sauma nýtt utan um pullurnar. Hann er eini karlinn á námskeiðinu. „Ég skýli ég mér á bak við það að bólstrarar eru flestir karlkyns!“ Þráinn hefur ekki aðra reynslu en handavinnuna í grunnskólanum. „Þar man ég að við vorum látin sauma bangsa og prjóna og sauma á hann peysu og buxur. Ætli ég hafi ekki verið 12 ára.“ Og hvað er svo gagnlegast? „Það er nú bara að rifja upp svo maður geti bjargað sér sjálfur.“ Dóttir Þráins, Thelma, er einnig á námskeiðinu. Þau búa í sitt hvorum enda bæjarins og hittast og sauma. Hún er eitthvað glúrnari en pabbi hennar, því hún hefur framleitt barnasmekki og er dugleg að breyta fötunum sínum eftir tískustraumum. „Ég sá í hendi mér að það yrði betra að hafa hana með mér í þessu,“ segir Þráinn og snýr sér að saumaskapnum. Hóparnir eru fjölbreyttir, f.v. Alexandra Guðmundsson frá Rúmeníu, Khadija Labyd frá Marokkó, Samira Said frá Túnis, Margrét kennari Þráinn Gunnarsson og Hrefna Gunnlaugsdóttir leið- beinandi við eina af saumvélunum sem voru keyptar fyrir framlag frá Sorpu. Arney Huld Guðmundsdóttir lítur eftir Ómari, 5 mánaða, meðan mamma hans saumar. F.v. Hrefna Gunnlaugsdóttir, samherji hjá Hernum, Arney Huld Guðmundsdóttir, herkona og umsjónarmaður verkefnisins og Margrét Erlingsdóttir saumakona. Margrét Erlingsdóttir með saumapoka sem nemendur lærðu að sníða og sauma saman. Allir hafa eitthvað fram a ð færa og rati fólk í fátækt hefur s amspilið við u mhverfið f allið niður af e inhverjum ástæðum. Þörfin fyrir t ilgang e r okkur eðli ls æg. Að eiga sér framtíðarmarkmið, sem viðkomandi t elur líklegt að h ann nái, eru l ífsgæði sem byggja upp sjálfsmynd. Þeir s em u pplifa sig magnvana og eiga erfitt með að sjá fyrir sér framtíðina þurfa sérstakan stuðning. Farsæld – baráttan gegn fátækt útg. Hk og RKÍ 2O12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.