Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 89

Fréttablaðið - 23.03.2013, Qupperneq 89
Margt smátt ... – 9 „Fólk í fjárhagsvanda þarf að öðlast líf, það er leiðar- ljósið í ráðgjöfinni.“ Þetta segir Sigurður Erlingsson ráðgjafi hjá Velgengni.is en hann tekur á móti fólki í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar einu sinni í viku. Við gefum honum orðið: Til þess að það sé hægt þarf fólk að horfast í augu við stöðuna eins og hún er. Hjá þeim sem koma til mín er staðan oft mjög slæm, raun verulega það slæm að það langar engan að skoða hana. Enda er fólk oft hreinlega óttaslegið til að byrja með. Eftir að við erum búin að horfast í augu við stöðuna, byrjum við á að búa til verkefnalista og markmið. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að hefja nýtt tímabil í lífinu þar sem við myndum ekki ný vanskil. Þá skipuleggjum við skuldbindingar þannig, að þær séu viðráðanlegar. Fólk fær það verkefni hjá mér, stundum í 2–3 mánuði, að æfa sig í því að standa við skuld - bindingar og lifa síðan á restinni. Þegar fólk nær tökum á því, er það tilbúið til að halda áfram. Óttinn − ráðandi afl í bókhaldi heimilisins Þegar fjármálin eru í ólestri er fólk á stöðugum flótta og lifir í ótta við allt sem getur gerst: að eiga ekki fyrir mat, hver sé að hringja símanum eða dyrabjöllunni, óttast höfnun eða að fá stöðugt neikvæð svör ef það reynir að leita samninga. Það sér heldur ekki tilganginn í að leita samninga, segir „semja um hvað, það eru ekki til neinir peningar til að borga“. Þegar okkur líður illa, þá leitum við leiða til að hugga okkur, deyfa sársaukann. Við huggum okkur og til að létta á samviskunni segjum við: „Ég leyfi mér aldrei neitt, ég kaupi mér þetta bara núna!“ Það þarf oft ekki að vera eitthvað stórt, það getur bara verið nammipoki sem fólk gúffar í sig á leiðinni heim því það átti ekki nóg til að kaupa handa öllum heima. Eftir situr sam- viskubit, sem síðan elur á meiri vanlíðan. Svo er innkaupamynstrið oft vitlaust. Fólk verslar eftir útborgunardag í lágvöruverslun, en eftir það kaupir fólk bara lítið inn til hvers dags, í dýrari búðinni á horninu. Þarna er óttinn við völd, það er til lítill pen- ingur og til þess að lenda ekki í þeirri neyðarlegu stöðu að vera á kassanum í lágvöruversluninni og fá höfnun á kortið, þá upplifum við að það sé betra að kaupa bara inn fyrir hvern dag í einu og þá tekur því ekki að fara í lágvöruverslunina. Fólk upplifir að það sé að spara af því það keypti svo lítið. Ég fæ fólk til að setja upp einfalt skipulag sem er liður í því að yfirvinna óttann, óttann við að eiga ekki fyrir mat, óttann við að vera hafnað. Uppgjöf stundum eina lausnin Vissulega er það stundum þannig að skuldir eru svo miklar að viðkomandi mun ekki ná að borga þær. Hann mun ekki öðlast líf. Þá þarf að gefast upp fyrir skuldunum, ekki á lífinu heldur fyrir óyfirstíganlegri hindrun sem er skuldabyrði. Í raun erum við að velja að byrja nýtt líf, líf sem er byggt á nýrri von um betri tíð. En við gerum það ekki fyrr en allt hefur verið skoðað og metið blákalt. Síðan setjum við upp ný markmið, byggð á nýrri hegðun um að mynda ekki ný vanskil, öðlast færni í að skipuleggja og semja um skuldbindingar. Fólk spyr mig hvort það sé ekki óheiðarlegt gagnvart þeim sem viðkomandi skuldar. Ég segi nei. Því ég horfi á manneskjur sem eru að koðna niður, manneskjur sem munu aldrei, við óbreytt ástand, geta staðið undir þeirri skuldabyrði sem á þeim hvílir. Langvarandi áhyggjur og erfiðleikar og engin von um betri tíð, leysir upp hjónabönd, skapar örorku og fólk gefst upp. Að byrja upp á nýtt setur fólk í alveg nýja stöðu, stöðu sem þar sem allt stefnir upp á við. Ég hef unnið með fólki sem hefur byrjað upp á nýtt og er komið svo vel á veg að það hefur eftir nokkurn tíma getað endurgreitt gamlar skuldir, skuldir sem áður voru óyfirstíganlegar. Og þá er fólk líka að gera það frá allt öðrum stað en áður. Ef við horfum þannig á heildarmyndina hagnast allir á endanum. Ég lít svo á að lífið eigi að vera gott þótt sumir haldi að það eigi að vera erfitt. Ég vil sjá fólkið sem kemur til mín verða virkt og lifandi og að því líði að jafnaði vel. Mótbárur og afsakanir eru eðlilegar Sigurður segist í starfi sínu rekast á margar mótbárur og afsakanir. Þær séu eðlilegar en vinni gegn breytingum. Fólk finnur sér alls kyns afsakanir og upplifir að það sé búið að reyna allt. En í raun hefur það oft ekki rétta mynd af sjálfu sér og stöðunni. „Ég reyni að gera þetta einfalt. Ég læt fólk ekki halda bókhald eða neitt sem ég held að geti vafist fyrir því. Ég reyni að gera fólki grein fyrir því að mest snúast fjármál um tilfinningar. Margir, sérstaklega karlar, upplifa þá tilfinningu að þeir standi sig ekki, séu ekki verðugir. Og flestir ætla sér þó að gera eitthvað í því − en bara seinna þegar betur árar. Ég spyr t.d. fólk sem er atvinnulaust hvort það sé að sækja um störf. Jú, alltaf að sækja um en það fær engin svör. Blekkingin felst síðan í því að það hafi engan tilgang að vera að sækja alltaf um, þeim sé ekki svarað, eða það séu svo margir að sækja um. Við höfum oft afsakanir á reiðum höndum. Samt er fólk alltaf klárt á því að það vill fjárhagslegt öryggi, starf, hamingju og gleði. Og því finnst það vera að taka ábyrgð. En er samt ekkert að gera. Til að sýna fólki einfalda leið til að læra að taka ábyrgð, þá set ég fólk í vinnu við að sækja um atvinnu. Það fer í hálft starf og vinnur eftir plani: Sækja um þrjú störf í dag, þrjú á morgun − og þriðja daginn bætist við nýtt verkefni sem er að hringja í þá þrjá sem sótt var um tveimur dögum áður. Þannig vinnum við áfram eftir skipulagi um að vera stöðugt að minna á okkur. Þá fæ ég að heyra að fólk vilji nú ekki vera að trufla sífellt með hringingum, sem er í raun afsökun eða ótti við að verða hafnað. Ég leiði fólki fyrir sjónir að það sé frekar að gera auglýsanda greiða með því að standa upp úr 15O umsóknum sem honum finnst kannski yfirþyrmandi að sortera. Svona þarf að vinna á mótbárum og varnarháttum fólks til þess að það taki stjórnina í eigin hendur. Það er alltaf til lausn Það er mikilvægt að átta sig á því að það er alltaf til lausn, alveg sama hve staðan virðist erfið og óyfir- stíganleg. ÞAÐ ER ALLTAF TIL LAUSN. Ef við til dæmis ætlum að byrja upp á nýtt og semja um skuldirnar, þá er mikilvægt að hafa eitthvað til að sýna lánardrottnum. Langflestir eru tilbúnir til að fresta innheimtu ef þeir sjá, svart á hvítu, hver staða viðkomandi er og sjá að hann er að vinna í málunum. Þá getur fólk líka samið um það sem er raunverulegt. Því þegar fólk er að semja án þess að þekkja stöðu sína út í æsar, þá semur það um eitthvað sem það heldur að hinn samþykki − ekki það sem það getur raunverulega staðið við. Þetta verður raunverulegur samn-ingur en ekki gálgafrestur. Þá kemur líka tilfinningin að hafa stjórn á hlutunum. Hún peppar sjálfsálit og líðan mjög mikið. En ég veit auðvitað að fólk getur farið mjög vonglatt frá mér en vaknað daginn eftir í svartnætti. Þetta tekur tíma, það þarf að brjóta upp hegðunarmynstur og vana, það þarf að yfirstíga ótta. Mér finnst mikilvægt að láta fólk finna innra með sér fyrir hverju það er að berjast. Er það fyrir börnin? Er það fyrir eigin sjálfsvirðingu? Fyrir ákveðnum lífsgæðum? Sá innri eldur á að knýja fólk til lengri tíma. Og flestir standa sig ótrúlega vel − nýta erfiða reynslu og snúa henni upp í kraft til að breyta. Við erum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, kveikja von og breyta síðan þeirri von í vissu. Fólk í fjárhagsvanda þarf að eignast líf Hjálparstarf kirkjunnar býður fjölbreytta ráðgjöf og námskeið eins og það sem hér er fjallað um. Námskeiðin eru öll ókeypis fyrir þá sem þurfa á þeim halda. Samhliða er hægt að veita efnislega aðstoð. Í ráðgjöf sinni tekur Sigurður Erlingsson á tilfinningunum sem hafa áhrif á fjármálin okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.