Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 121
LAUGARDAGUR 23. mars 2013 | MENNING | 85
Fermingartímabilið er nú hafið og
unglingar í óða önn að setja saman
óskalistana sína. Á undanförnum
árum hefur það færst í aukana
að þar sé að finna sannar gjafir
UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, sem stuðla að betra lífi
fyrir börn sem minna mega sín.
Þeim Þorsteini Guðmundssyni,
Halldóru Geirharðs og Lóu Hlín
þykir miður að ekki hafi verið
hægt að kaupa Sannar gjafir þegar
þau fermdust, því þau hefðu klár-
lega valið sér nokkrar á sinn óska-
lista.
Myndu vilja Sannar
gjafi r í fermingargjöf
Færst hefur í aukana að fermingarbörn setji Sannar gjafi r UNICEF á óskalistann.
ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON „Ég
hefði sjálfsagt valið að fá reiðhjólið. Ég
hjólaði um allt á þessum tíma svo ég
hefði getað myndað svona tengsl þarna
á milli. Ég hef alltaf verið voða mikið
fyrir svona hugrenningartengsl. Reiðhjól
hér og reiðhjól þar, reiðhjól alls staðar,“
segir leikarinn síkáti.
LÓA HLÍN HJÁLMTÝSDÓTTIR „Ég
myndi velja mér vatnsdælu því hún
kostar næstum því nákvæmlega það
sama og allur fermingarpeningurinn
sem ég fékk,“ segir söngkona hljóm-
sveitarinnar FM Belfast.
HALLDÓRA GEIRHARÐSDÓTTIR „Ég
fermdist ekki því ég trúði ekki á Guð
þegar ég var þrettán ára. Ég fór frekar í
heimsókn til bróður míns í Kanada og
er ánægð með mig að pósa fyrir framan
Niagara-fossana á myndinni. Ef ég væri
að fermast í dag myndi ég pottþétt
biðja gestina um að slá saman í Sannar
gjafir og gefa mér marga fótbolta og
margar vatnsdælur,“ segir leikkonan.
af mér. Ég er sorgarmegin núna.
Ég vildi óska þess að ég hefði haft
valkostinn um Sannar gjafir þegar ég
fermdist. Allar Sönnu gjafirnar geta gert
kraftaverk og breyta óendanlega miklu í
lífi barna út um allan heim. Að minnsta
kosti breyta þær mun meiru en Disc-
myndavélin sem ég fékk í fermingargjöf,
sem tók afleitar myndir og var ónýt
eftir nokkra mánuði,“ segir maðurinn á
bak við Frímann í Sigtinu.
Opið frá kl. 11–20 alla daga
Engihjalla og Granda
PÁSKAEGGJUM
Í ICELAND
PÁSK
AEGG
SEM F
ÁST B
ARA
Í ICEL
AND
CADB
URY
EGGH
EADS
TAKM
ARKA
[
MAGN
!
ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF