Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 126

Fréttablaðið - 23.03.2013, Page 126
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 90 VALDIR LEIKIR ÚR UNDANK. HM SAN MARÍNÓ - ENGLAND 0-8 0-1 Sjálfsmark (12.), 0-2 Alex Oxlade- Chamberlain (28.), 0-3 Jermain Defoe (35.), 0-4 Ashley Young (39.), 0-5 Frank Lampard (42.), 0-6 Wayne Rooney (54.), 0-7 Daniel Sturridge (70.), 0-8 Defoe (77.). TÉKKLAND - DANMÖRK 0-3 0-1 Andreas Cornelius (57.), 0-2 Simon Kjær (67.), 0-3 Niki Zimling (82.) ÍSRAEL - PORTÚGAL 3-3 0-1 Bruno Alves (2.), 1-1 Tomer Hemad (24.), 2-1 Eden Ben Basat (40.), 3-1 Rami Gershon (70.), 3-2 Hélder Postiga (72.), 3-3 Fábio Coentrão (90.+3) KASAKSTAN - ÞÝSKALAND 0-3 0-1 Bastian Schweinsteiger (20.), 0-2 Mario Götze (22.), 0-3 Thomas Müller (74.) AUSTURRÍKI - FÆREYJAR 3-0 1-0 Philipp Hosiner (8.), 2-0 Philipp Hosiner (20.), 3-0 Andreas Ivanschitz (28.). SVÍÞJÓÐ - ÍRLAND 0-0 SPÁNN - FINNLAND 1-1 1-0 Sergio Ramos (49.), 1-1 Teemu Pukki (79.) KRÓATÍA - SERBÍA 2-0 1-0 Mario Mandžukić (23.), 2-0 Ivica Olić (37.). BOSNÍA - GRIKKLAND 3-0 Edin Džeko 2 (29., 52.), Vedad Ibisevic (36.). HOLLAND - EISTLAND 3-0 1-0 Rafael van der Vaart (47.), 2-0 Robin van Persie (72.), 3-0 Ruben Schaken (84.) ÚRSLIT Vinningar: Fermingarleikur Fermingarleikur TVÖ STÓRKOSTLEG MÖRK Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað sigurmarkið í síðustu tveimur útileikjum íslenska liðsins en hér fagnar hann öðru marka sinna í gær ásamt landsliðsfyirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson töfraði fram tvö glæsileg mörk sem dugðu til að tryggja Íslandi 2-1 sigur á Slóveníu í Ljubljana í gær. Það var reyndar fátt sem benti til sigurs eftir slakan fyrri hálfleik en Íslandi spilaði vel úr sínu í þeim síðari. Milivoje Novakovic færði sér hik í íslensku vörninni í nyt þegar hann kom heimamönnum yfir í gær en Gylfi jafnaði metin með stórglæsilegri aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik og inn- siglaði svo sigurinn á 78. mínútu eftir góðan undirbúnings vara- mannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. „Þetta var góð tilfinning, sér- staklega eftir slappan leik af okkar hálfu. Við náðum aldrei boltanum niður og að komast í þann venjulega gír sem við viljum vera í. En þetta var erfiður leikur og sérstaklega gott að hafa unnið hann á útivelli,“ sagði Gylfi, sem neitar því ekki að aukaspyrnumarkið hafi verið eitt hans besta á ferlinum til þessa. „Þetta var frekar langt frá og gaman að sjá hann í skeytunum. Kolli var eitthvað að gera sig lík- legan til að taka spyrnuna en það kom ekki til greina,“ sagði hann brosandi. „Það var svo jafnvel enn sætara að skora síðara markið og halda forystunni til loka. Við vörðumst allir vel síðustu 15-20 mínúturn- ar og Hannes tók 5-6 erfiða bolta. Hann á mikið hrós skilið, eins og allir í liðinu.“ Lars Lagerbäck var ekki ánægð- ur með frammistöðu Íslands í fyrri hálfleik. Hann ákvað að breyta til með því að setja Jóhann Berg Guð- mundsson inn á fyrir Alfreð Finn- bogason og setja Gylfa Þór fremst- an með Kolbeini. Enda hafði lítið komið út úr Gylfa á kantinum, eins og fleirum í íslenska liðinu. „Gylfi er sífellt á hreyfingu og ég vildi fá hann framar á völl- inn og betur inn í leikinn,“ sagði Lager bäck. „Jóhann hafði líka staðið sig vel gegn Rússlandi enda með mikinn hraða og er öflugur í návígjum. Þetta tvær breytingar gengu eftir.“ Hann hrósaði svo öllu liðinu fyrir viðsnúninginn í seinni hálf- leik. „Allt liðið sýndi annað og betra viðhorf í seinni hálfleik og það skipti mestu. Svo erum við með leikmann eins og Gylfa sem skoraði tvö frábær mörk. Það er alltaf hægt að vinna leiki með slíka leikmenn.“ Ísland komst mjög vel frá leikn- um í gær, sérstaklega miðað við slakan fyrri hálfleik. Það gerir sigurinn enn sætari fyrir vikið. Ísland er nú í lykilstöðu í riðlin- um og með þessu áframhaldi eru spennandi tímar í vændum fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn. Galdramaðurinn Gylfi Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 útisigri í Slóveníu í gær. Með sigrinum komst Ísland upp í annað sæti riðilsins. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í hlutverki varamanns gegn Slóveníu í gær en hann hafði mikil áhrif á leikinn. Stuttu eftir að hann kom inn á lagði hann upp sigurmarkið fyrir Gylfa Þór Sigurðsson. Til stóð að Eiður kæmi fyrr inn á en hann gerði, en jöfnunarmark Gylfa breytti því. „Ég sagði nú við Lars að við hefðum unnið stærra hefði ég byrjað,“ sagði Eiður í léttum dúr. „En það er oft í svona leikjum að ef maður hitar ekki vel upp getur maður staðið á öndinni eftir tvær mínútur. Það var gaman að koma inn og taka þátt í sigurmarkinu.“ Eiður hefur spilað lengi með landsliðinu og með mörgum leikmönnum í gegnum tíðina. „Ég vil kannski ekki vanmeta aðra leikmenn sem við höfum átt en ég tel að þessi hópur leikmanna sem við eigum nú sé jafnasti hópur sem við höfum átt. Við eigum nánast heila kynslóð af hágæða knattspyrnumönnum og erum með nokkra menn sem geta gert gæfumuninn,“ sagði Eiður. „Ég vil ekki segja að þetta sé besta lið sem Ísland hefur átt en þetta getur klárlega orðið það,“ sagði Eiður Smári, sem lék sinn sjötugasta landsleik í Ljubljana í gærkvöldi. - esá Getur orðið besta landslið Íslands Það tók Eið Smára Guðjohnsen aðeins tvær mínútur að leggja upp mark. Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is skrifar frá Ljubljana. HM 2014 Í BRASILÍU SPORT 8 - Hannes Þór Halldórsson markvörður: Steig vart feilspor og var bestur þegar mest á reyndi. 6 - Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður: Lenti í alls kyns vandræðum í leiknum en slapp fyrir horn. 7 - Ragnar Sigurðsson miðvörður: Góður. Er að festa sig betur í sessi með hverjum landsleiknum. 5 - Sölvi Geir Ottesen miðvörður: Það sást greinilega að Sölvi Geir er ekki í góðri leikæfingu. 6 - Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður: Tók stundum óþarfa sénsa miðað við mann í hans stöðu en komst vel frá þessu. 6 - Birkir Bjarnason, hægri kantur: Gerði minna en oft áður en margt mikilvægt, eins og að fiska aukaspyrnuna í fyrra markinu. 7 - Aron Einar Gunnarsson tengiliður: Gerði margt gott í leiknum og stóð sig mjög vel. 7 - Emil Hallfreðsson tengiliður: Kaflaskipt. Margt gott en tók stundum nokkrar slæmar ákvarðanir. 9 - Gylfi Þór Sigurðsson, vinstri kantur: Tvö frábær mörk, sérstaklega aukaspyrnumarkið. Það var í heimsklassa. 6 - Kolbeinn Sigþórsson framherji: Týndur í fyrri hálfleik og klikkaði á dauðafæri í síðari. 5 - Alfreð Finnbogason framherji: Var ekkert verri en aðrir í fyrri hálfleik. Það þurfti breytingu og honum var fórnað. 7 - Jóhann Berg Guðmundsson, varamaður fyrir Alfreð á 46. mín.: Kom inn með ógnun af kantinum. Varðist líka vel. - Eiður Smári Guðjohnsen varamaður fyrir Emil á 76. mín.: Spilaði ekki nóg til að fá einkunn en var frábær. Lagði upp sigurmarkið. - Helgi Valur Daníelsson varamaður fyrir Kolbein á 90. +3 mín.: Spilaði ekki nóg. Frammistaða íslensku strákanna í gær ÚRSLIT UNDANKEPPNI HM 2014 SLLÓVENA - ÍSLAND 1-2 Mörk: 1-0 Milivoje Novakovic (34.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Gylfi Þór (78.) Tölfræðin í leiknum: Skot (á mark): 15-6 (6-3), Varin skot: Handanovic 1 - Hannes 5, Horn: 11-2, Aukaspyrnur fengnar: 14-13, Rangstöður: 1-0 Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Birkir Már Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Sölvi Geir Ottesen, Ari Freyr Skúlason - Birkir Bjarnason, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson (76., Eiður Smári Guðjohnson), Gylfi Þór Sigurðsson - Kolbeinn Sigþórsson (90., Helgi Valur Daníelsson ), Alfreð Finnbogason (46., Jóhann Berg Guðmundsson). NOREGUR ALBANÍA 0-1 STAÐAN Í E-RIÐLINUM Sviss 4 3 1 0 7-1 10 Ísland 5 3 0 2 6-5 9 Albanía 5 3 0 2 6-5 9 Noregur 5 2 1 2 6-6 7 Kýpur 4 1 0 3 4-8 3 Slóvenía 5 1 0 4 4-8 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.