Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 134

Fréttablaðið - 23.03.2013, Síða 134
23. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 98 „Ég hef verið að gera þetta svo mikið undan- farið að ég hef eigin- lega misst sjónar á til- ganginum. Meira að segja ég þarf að taka pásu á sjálfum mér og get ímyndað mér að áhorfendur þurfi þess líka.“ LEIKARINN RYAN GOSLING SEGIST ÆTLA Í SMÁ FRÍ FRÁ LEIKNUM Í NÝJU VIÐTALI VIÐ HUFFINGTON POST. Tónskáld í Ástralíu Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir, sem hlaut tveggja milljóna styrk frá Kraumi tónlistarsjóði á fimmtudag, gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd í Melbourne í Ástralíu. og leggur drög að samstarfi með tónlistarfólki þaðan. Fjölmörg önnur verkefni eru í farvatninu hjá Önnu. Hún er að semja verk fyrir bandaríska tónlistarhópinn ICE Ensemble sem verður frumflutt í New York í desember. Einnig er hún að ljúka við tvö önnur tónverk. Styrkurinn frá Kraumi verður svo notaður til að hljóðrita tónverk fyrir útgáfu næstu plötu Önnu og til að kynna hana erlendis. - fb Vilja sjá Ladda á æfingu Mikill spenningur er fyrir einleiknum Laddi lengir lífið sem þeir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson standa að í samvinnu við Ladda. Miðar á allar þær sýningar sem voru áætlaðar í apríl seldust upp á hálftíma. Á fésbókarsíðu Ladda var fólk beðið um að gefa sig fram ef það hefði áhuga á að sitja rennsli á sýningunni svo grínistinn gæti æft sig með fólki í salnum. Viðbrögðin hafa verið framar vonum því vel á annað þúsund manns hafa óskað eftir því að komast á æfinguna. - fb „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig,“ segir rit- höfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáld- sögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðun- um um efnistökin en vorum nokk- urn veginn á sömu blaðsíðunni.“ Leikritið nefnist The Sea Between Us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins tak- ast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmti- legt flæði í þeim,“ segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands.“ Sólveig hefur í nógu að snú- ast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desem- ber og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal ann- ars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurun- um sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014.“ Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig.“ alfrun@frettabladid.is Fyrsta leikritið frumsýnt í Skotlandi Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur. Hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The Sea Between Us, fyrir skoskan leikhóp, en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. FYRSTA LEIKRITIÐ Sólveig Jónsdóttir skrifaði sitt fyrsta leikrit fyrir skoskan leikhóp, en verkið verður sett á fjalirnar í Skotlandi í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 Opið laugardag 10–15 - Karríkókós sósa - Sinneps og Graslaukssósa - Humarsósa - Toscanasósa - Hunangs og Sinnepssósa Stór Humar ÞorskgúllasRauðsprettuflök m/roði Þorskflök m/roði Fiskfars . . . . . . . . . . . . . 590 kr.kg Þorskbitar roðlausir beinlausir . . .1190 kr.kg Rauðsprettuflök roðlaus beinlaus . . . . . .1190 kr.kg Þorskhnakkar . . . .1190 kr.kg Skata . . . . . . . . . . . . . . . . 790 kr.kg Í þessari fallegu og rómantísku vorferð sem hefst um hvítasunnuna er dvalið á undurfögrum stöðum í Austurríki og Þýskalandi og ferðast, fræðst og rölt um í mestu makindum. Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir. Um ferðina: LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | URVALUTSYN.IS Vorferð til Mið-Evrópu á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli. Gist er í Tírol frá 18.-21.maí, við Bodenvatn 21.-24.maí og í München 24.-26.maí. 228.300 KR.- Mjög mikið innifalið „Ég er bara í skýjunum með þetta, frábært að fá svona tækifæri á silfurfati,“ segir leikarinn Ívar Örn Sverrisson en hann skrifaði undir samning við norska Þjóðleikhúsið í gær. Ívar mun taka þátt í uppsetningu leikhússins á barnaleikritinu Ronju ræningjadóttur sem verður frumsýnt í haust. Leikstjórinn er Cecilie Mosli en Ívar hefur áður unnið með henni. „Þetta kom nokk- uð fljótt upp en það var haft samband við mig í síð- ustu viku og ég spurður hvort ég væri laus næsta haust. Svo var mér bara boðið hlutverk án þess að fara í prufur eða neitt sem var góð tilbreyting,“ segir Ívar, sem hefur farið í ófáar prufurnar síðan hann flutti út til Noregs fyrir tæpum þremur árum. „Mér datt ekki einu sinni í hug að sækja um hjá Þjóðleikhúsinu þegar ég flutti hingað fyrst svo það að fá samning fyrirhafnarlaust er alger draumur.“ Uppsetningin á að vera stór og mikil með bæði söng og sjónrænum fimleikaatriðum. Ívar grunar að vegna bakgrunns síns í fýsísku leikhúsi og dansi hafi hann fengið hlutverkið en hann veit ekki enn nákvæmlega hvaða hlutverk hann fær. Spurður hvort hann sé búinn að ná góðum tökum á syngjandi norskunni svarar Ívar hlæjandi. „Ég vona að ég sé farinn að hljóma allt í lagi, ég er allavega farinn að fá hlutverk á norsku svo það boðar gott.“ - áp Á samning hjá norska þjóðleikhúsinu Ívar Örn leikur í uppsetningu norska Þjóðleikhússins á Ronju ræningjadóttur. Í SKÝJUNUM Ívar Örn Sverrisson skrifaði undir samning við norska þjóðleikhúsið í gær og tekur þátt í uppsetningu þess á Ronju Ræningjadóttur næsta haust. KR-ingar þvo bíla Knattspyrnulið KR í karlaknatt- spyrnunni er í apríl á leið til Spánar í æfingaferð. Til að létta undir með fé- laginu hafa liðsmenn að undanförnu staðið fyrir fjáröflun vegna ferðar- innar sem segja má að nái hámarki í dag. Þá mun KR-liðið nefnilega sölsa undir sig bílaþvottastöðina Löður við Fiskislóð og þvo bíla áhugasamra gegn greiðslu. Ekki fer miklum sögum af þvottahæfileikum Bjarna Guðjónssonar, Kjartans Henry Finn- bogasonar og félaga í KR en séu þér í líkingu við knattspyrnuhæfi- leikana geta bíleig- endur í Vesturbænum átt von á góðu. BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM BYLGJUNNAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.