Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 8
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 TÆKNI Stórfelld netárás sem bein- ist gegn fyrirtæki sem berst gegn ruslpósti hefur hægt á allri net- umferð. Sérfræðingar segja þetta stærstu álagsárás sem gerð hefur verið á netinu frá upphafi. Markmið árásarinnar virðist vera að torvelda starfsemi fyrir- tækisins Spamhaus, að því er fram kemur í frétt BBC. Fyrirtækið not- ast við svartan lista yfir vefþjóna til að stöðva sendingar á ruslpósti. Árásin hófst fyrir viku og hefur staðið yfir óreglulega síðan. Kveikjan að árásinni virðist hafa verið sú ákvörðun stjórnenda Spamhaus að setja vefþjóna hol- lenska fyrirtækisins Cyber bunker á svartan lista. Cyberbunker hýsir hvaða efni sem er annað en efni sem sýnir ofbeldi gegn börnum og efni tengt hryðjuverkum. Í kjölfarið fékk Spamhaus skila- boð frá manni sem sagðist vera talsmaður Cyberbunker þar sem hann fordæmdi Spamhaus fyrir að reyna að stýra því hvað fær að fara á netið. Spamhaus segir árásina ekki hafa skilað tilætluðum árangri. „Við höfum staðið þetta af okkur, þeim hefur ekki tekist að taka okkur niður,“ segir Steve Linford, forstjóri Spamhaus, við BBC. „Svona öflug árás myndi taka niður nokkurn veginn alla aðra en okkur.“ Fyrirtækið rekur 80 vefþjóna víða um heim til að verjast árásum af þessu tagi. Þá hefur Google létt álagi af vefþjónum Spamhaus með því að hleypa umferðinni á eigin netþjóna. brjann@frettabladid.is Risavaxin álagsárás hægir á netumferð Stærstu netárás sem gerð hefur verið frá upphafi er nú beint gegn fyrirtæki sem berst gegn ruslpósti á netinu. Kveikjan virðist vera sú að hollensk vefsíða var sett á svartan lista. Álagið er svo mikið að það hefur hægt á almennri netumferð. ÁRÁS Tölvu- þrjótar geta notað net sýktra tölva til að auka álag á netþjóna fyrirtækja eða stofnana svo mikið að þeir hrynja. NORDICPHOTOS/AFP Álagsárásir lama umferð til og frá þeim netþjónum sem ráðist er á með því að teppa aðgengi að þeim. Til þess nota tölvuþrjótar gríðarlegan fjölda tölva sem hafa verið sýktar af óværu og láta þær fara inn á netþjóninn á sama tíma. Sérfræðingur sem BBC ræðir við líkir þessu við umferð á hraðbraut. Venjulegar álagsárásir hafa það að markmiði að stöðva umferð á aðrein- um og fráreinum hraðbrautarinnar. Þessar árásir eru svo harðar að þær stöðva umferðina um hraðbrautirnar sjálfar. Loka hraðbrautum á netinu Frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis ALÞINGISKOSNINGAR 27. APRÍL 2013 Auglýsing um viðtöku framboða og fleira Framboðsfrestur til alþingskosninga, sem fram eiga að fara þann 27. apríl 2013, rennur út kl. 12 á hádegi föstudaginn 12. apríl nk. Framboð í Suðvesturkjördæmi skal tilkynna skriflega til yfirkjörstjórnar Suðvestur- kjördæmis, sem veitir þeim viðtöku í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnar- firði, föstudaginn 12. apríl 2013, kl. 10 til 12 fyrir hádegi. Á framboðslista skulu vera nöfn 26 frambjóðenda, eða tvöfalt fleiri frambjóðenda en nemur þingsætum í kjördæminu, hvorki fleiri né færri. Tilgreina skal skýrlega nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu eða starfsheiti og heimili. Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listan- um eru um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann. Framboðslista skal og fylgja skrifleg yfirlýsing frá kjósendum í Suðvesturkjördæmi um stuðning við listann og fyrir hvaða stjórnmálasamtök listinn er boðinn fram. Tilgreina skal nafn meðmælanda, kennitölu hans og heimili. Fjöldi meðmælenda skal vera 390 hið fæsta og eigi fleiri en 520. Sami kjósandi má ekki mæla með fleiri en einum framboðslista. Komi það fyrir, verður kjósandinn ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Loks skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans. Yfirkjörstjórn fer þess á leit að framboðslistar og meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæku formi (excel-skjali á minnislykli). Fundur yfirkjörstjórnar til að úrskurða um framboð, þar sem umboðs- mönnum framboðslista gefst kostur á að vera viðstaddir, verður haldinn í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, laugardaginn 13. apríl 2013, kl. 12 á hádegi. Meðan kosning fer fram, laugardaginn 27. apríl 2013, verður aðsetur yfir- kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis í Íþróttahúsinu Kaplakrika í Hafnarfirði, þar sem talning atkvæða fer fram að loknum kjörfundi kl. 22. Fyrstu kjör- kassar verða opnaðir kl. 18:30 og hefst þá flokkun atkvæða. 25. mars 2013. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis, Jónas Þór Guðmundsson, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Sigríður Jósefsdóttir, Elín Jóhannsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.