Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 11

Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 11
FIMMTUDAGUR 28. mars 2013 | FRÉTTIR | 11 1 AF HVERJUM 20 HEFUR SAFNAÐ FYRIR REIÐHJÓLI Rekstrarvörur - vinna með þér ÞÝSKALAND, AP „Ég trúi því ekki að þeir hafi komið hingað í skjóli myrkurs með svo laumulegum hætti,“ segir Kani Alavi, tals- maður listamannahópsins East Side Gallery, sem hefur haldið við hluta af gamla Berlínarmúrnum og skreytt listaverkum. „Það eina sem þeir sjá eru peningar. Þeir bera ekkert skynbragð á sögulegt og listrænt gildi staðarins.“ Íbúar í nágrenninu lýstu einn- ig yfir furðu og hneykslan þegar verkamenn mættu til að flytja burt hluta af Berlínarmúrnum. Samtals tóku þeir niður nærri fimm metra langan kafla af þeim bút múrs- ins sem látinn var standa eftir að Austur-Þýskaland gafst upp á að halda ríkisborgurum landsins innan landamæranna fyrir nærri aldarfjórðungi. Framkvæmdirnar núna eru gerðar til að rýma fyrir nýjum veg inn að byggð nýrra háhýsa með lúxusíbúðum við fljótið Spree. Á þriðja hundrað lögreglumanna voru viðstaddir til að koma í veg fyrir að mótmælendur færu að atast í verkamönnunum. - gb Íbúar hneykslaðir vegna niðurrifs í skjóli nætur: Meira af Berlínar- múrnum rifið niður MÚRINN KVADDUR Ferðamenn stilla sér upp til myndatöku meðan lögregla fylgist með. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.