Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 22
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 22 Þarna var ófrísk kona sem kastaði sér á bílinn og kallaði: „Takið mig með! Takið mig með!“ Og þarna var fólk sem hafði lagt sjálft sig í hættu við að hjálpa okkur, færa og okkur mat og annað slíkt. Helga Þórólfsdóttir, félags-ráðgjafi með framhalds-menntun í friðar- og átakafræðum, hefur í störfum sínum fyrir Rauða krossinn unnið í mörgum af stríðshrjáðustu löndum heims, auk þess að hafa starfað á vegum íslensku friðar gæslunnar í Afganistan. Hún hefur upplifað aðstæður sem flestir þekkja aðeins úr kvikmyndum. Eftir áralanga vinnu á stríðssvæðum er friður henni hugleikinn. Hún vinnur nú að doktorsritgerð sinni í mannfræði ásamt því að kenna og starfa sjálfstætt sem sérfræðingur fyrir utanríkisráðu- neytið í verkefni sem miðar að því að auka þátttöku kvenna í að koma á friði. Langaði að komast út Helga er félagsráðgjafi að mennt og starfaði hér á landi sem slíkur áður en hún hóf störf fyrir Rauða krossinn erlendis. „Þá vann ég meðal annars við að finna lausnir í forsjárdeilumálum og umgengnismálum. Sinnti átökum innan fjölskyldna. En ég hafði alltaf mikinn áhuga á að fara út og skoða heiminn. Ég átti barn mjög ung og það var ekki fyrr en hann fór sem skiptinemi til Japan að ég sá að það var möguleiki fyrir mig að fara. Ég byrjaði að vinna í innanlandsstarfinu hjá Rauða kross- inum til að hafa þennan möguleika á að komast út.“ Fyrsta verkefni Helgu á vegum Rauða krossins var í Sómalíu. Það var árið 1993 og mikil hungursneyð hafði ríkt vegna vopnaðra átaka. Þar sá hún um að loka eldhúsum sem höfðu verið sett upp tímabundið ásamt því að hafa yfirumsjón með uppskipun og semja við samfélög svo vöruflutningabílar kæmust með matarbirgðir án þess að verða rændir áður en þeir kæmust á áfangastað. Ástandið var erfitt í land- inu, borgarastyrjöld geisaði, þannig að á endanum þurftu Helga og samstarfs- fólk hennar að flýja til Naíróbí. Hún endaði því þessa vinnuferð á því að vinna í flóttamannabúðum fyrir utan Kenía. Stríðið lá í loftinu Eftir að Helga kom heim starfaði hún áfram fyrir Rauða krossinn en hug- urinn stefndi alltaf í áframhaldandi hjálparstarf erlendis. „Það vantaði fólk í Líberíu og ég fór því þangað,“ segir Helga sem hélt til vesturstrandar Afríku, þar sem átök höfðu geisað um árabil. Helga var á svæði sem var stjórnað af Charles Taylor en á þessum tíma var Taylor lítt þekktur byltingaleiðtogi í Líberíu. Síðar átti hann eftir að verða dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir stríðs- glæpi sem áttu sér stað í Síerra Leóne. Helga segist hafa verið í samskipt- um við Taylor, en aðallega þó við „her- foringja“ hans á því svæði sem þau voru. Það var meðal annars til þess að kanna hvernig ástandið væri, það er hvort átök kæmu í veg fyrir að hægt væri að dreifa hjálpargögnum. Við það að átök færðust nær varð spennan að lokum svo mikil að hjálparsveitir gátu ekki lengur unnið vinnuna sína. „Þá var ástandið orðið þannig að menn Taylors vildu ekki hleypa nein- um út af svæðinu þar sem það leit ekki vel út fyrir Taylor ef allir hjálpar- starfsmenn þyrftu að yfirgefa svæðið af því hann gæti ekki tryggt öryggi fólks.“ Fljótlega fór hjálparstofnunum að fækka, enda ástandið orðið mjög ótryggt. Það var ekki fyrr en skömmu eftir að Helga og félagar hennar höfðu komið matvælum til flóttafólks sem þau fengu skilaboð um að koma sér úr landi sem allra fyrst. „Við vorum með lest vörubíla og náðum að koma matn- um til fólksins og losa bílana. Þegar við vorum á leiðinni til baka fáum við upplýsingar í talstöð um að átök hafi brotist út þar sem skrifstofan okkar var, allir væru flúnir og við ættum að reyna að koma okkur úr landi, en það reyndist þrautin þyngri. Við vorum stöðvuð við fyrsta vegatálma og sagt að enginn mætti yfirgefa svæðið.“ Stöðugt verra ástand Helga og samstarfsfélagar hennar komust við illan leik á herstöð á vegum friðargæsluliða frá Tansaníu. Þar höfðu safnast fyrir um 10.000 manns sem höfðu flúið heimili sín frá svæð- inu allt um kring. „Átök voru sífellt að færast nær og margir vegatálmar voru á eina veginum sem var fær til höfuð- borgarinnar. Við reyndum að fá þyrlur til að koma og sækja okkur en það var enginn tilbúinn til að taka þá áhættu. Þannig að við vorum þarna bara í gíslingu í rauninni í nokkuð marga daga.“ Ástandið versnaði stöðugt og átök færðust nær svo að lokum sáu Tansaníumennirnir á herstöðinni sér ekki annað fært en að flýja. Að lokum var ákveðið að þau myndu taka merki Rauða krossins af bílunum sem þau óku, fara í bílalestina með Tansaníu- mönnunum og vona það besta. Friðargæsluliðunum frá Tansaníu var frjálst að fara af svæðinu en sá sem var yfir þeim ákvað að leggja Það hræðilegasta við stríð er hvað þau eru venjuleg Helga Þórólfsdóttir hefur í starfi sínu fyrir Rauða krossinn upplifað aðstæður sem flestir þekkja aðeins úr kvikmyndum. Henni hefur verið haldið í gíslingu af hermönnum stríðsglæpamannsins Charles Taylor í Líberíu og komst naumlega undan skotárás sem gerð var á bílalest hennar. Eftir áralanga vinnu á stríðshrjáðum svæðum er friður henni hugleikinn. Hanna Ólafsdóttir hanna@frettabladid.is líf sitt í hættu við að hjálpa Helgu og félögum burt. „Það var einn sem stakk upp á því að við myndum mála okkur svört og fara aftur á palla hjá strák- unum. Við gerðum það ekki. Við hefð- um verið skotin um leið og blekkingin kæmi í ljós, þannig að það var ekki að gera sig,“ segir Helga. „Það sem var erfiðast við þetta, það sem að sat lengst í mér – og ég hugsa ennþá um í dag – var þegar við keyrð- um í gegnum allan hópinn sem varð eftir. Við keyrðum meðfram börnum og konum og maður hafði ekki hug- mynd um hvað beið þeirra – en allir áttu von á því versta,“ segir Helga alvörugefin. Hún segir fólkið hafa horft á sig reitt og sært. „Þarna var ófrísk kona sem kastaði sér á bílinn og kallaði: „Takið mig með! Takið mig með.“ Og þarna var fólk sem hafði lagt sjálft sig í hættu við að hjálpa okkur, færa okkur mat og annað slíkt.“ Vegatálmar úr líkum Bílalestin var löng og stöðva þurfti við hvern vegatálma. Yfirmaður Tansaníu- mannanna sá um að semja við upp- reisnarmennina við vega tálmana svo þau gætu farið í gegn. „Við vorum búin að fara í gegnum vegatálma eftir vegatálma og allir voru mjög spenntir. Þegar við stöðvuðum við einn vega- tálmann var þar hópur af alveg kolrugluðum uppreisnar mönnum, drukknum og undir áhrifum eiturlyfja, en þá vorum við nýbúin að keyra fram hjá líkum á veginum sem notuð voru sem vegatálmar. Yfirmaðurinn fór fremst að semja um að við mættum fara í gegn en upp- reisnarmennirnir sem voru við vega- tálmann stilltu sér upp við bílalestina. Einn þeirra gekk að mér þar sem ég sat við stýrið. Hann beindi sprengju- FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOMIN HEM „Maður kemur ekki heim bugaður af illsku mannsins og hörmungum fólks heldur er maður upptendraður yfir því að fá að kynnast því fólki sem býr á átakasvæðum,“ segir Helga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.