Fréttablaðið - 28.03.2013, Page 24
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 24
ÁRATUGUR Á ÁTAKASVÆÐUM
Mósambík
Malaví
Kongó
SómalíaLíbería
Síerra Leóne
Indland
Afganistan
Úganda
Tadsjikistan
Georgía
Bosnía-
Hersegóvína
Gambía
Suður-Afríka
vörpu að höfðinu á mér og sagði
mér hvað hann ætlaði að gera við
mig.“ Spurð hvað hann hafi sagt
svarar Helga með semingi: „Ég
vil ekki að það komi í viðtalinu af
því að það skiptir ekki máli,“ Hún
bætir við: „Þeir voru auðvitað
alveg kolruglaðir.“ Undir þessu sat
Helga þar til yfirmaður Tansaníu-
manna komst að samkomulagi við
uppreisnarmennina og þau héldu
áfram að næsta vegatálma.
Þegar bílalestin nálgaðist höfuð-
borg landsins, Monróvíu, vonaðist
Helga til þess að mestu erfiðleik-
arnir væru að baki. Annað kom þó
á daginn. Þau komu í smábæ sem
átti að vera verndaður af nígerísk-
um friðargæsluliðum.
Bærinn var algjörlega mann-
laus. Þögnin var fyrirboði átaka.
Hermennirnir sem voru með
henni höfðu sofnað á leiðinni eftir
alla spennuna. Fyrsta byssukúlan
vakti þá. Þeir þutu upp að sögn
Helgu og átökin hófust. Sjálf sat
hún stjörf við stýrið og fylgdist
með hvað félagi hennar í bílnum
fyrir aftan ætlaði að gera. Þegar
skot lenti á bílnum hennar ákvað
hún að fara úr bílnum án þess að
hugsa. „Skothríðin var allt um
kring og maður bara leitaði skjóls
þar sem það var að finna. Í skurð-
um, á bak við hús. Að lokum komst
ég inn í hús þar sem ég faldi mig
í einu herbergjanna.“ Árásin stóð
yfir í um einn og hálfan tíma og
eftir að átökunum lauk kom í ljós
að tveir tansanískir hermenn
höfðu látið lífið í átökunum, fjög-
urra var saknað og einhverjir
höfðu særst.
Venjulegt fólk á stríðssvæðum
Helga og föruneyti hennar gátu
ekki haldið leið sinni áfram og
urðu að snúa aftur á óvinasvæð-
ið.Eftir sólarhring komust þau að
lokum til höfuðborgarinnar. Hún
segir ástandið sem ríkti á þessum
tíma í Líberíu ólíkt því sem hún
kynntist annars staðar. Helga
hefur starfað í Sómalíu, Kenía,
Líberíu, Georgíu, Bosníu, Tadsjik-
istan, Úganda, Indlandi og Afgan-
istan, auk þess að hafa komið að
verkefnum í Kongó, Síerra Leóne,
Gambíu og Mósambík.
„Að eiga í samskiptum við fólk
sem stendur í vopnuðum átök-
um er ekkert öðruvísi en önnur
samskipti. Þetta er bara venju-
legt fólk og það er oftast hægt að
ræða bara málin. En á þessu tíma-
bili ríkti algjör ringulreið og þeir
sem voru að berjast voru yfirleitt
í annarlegu ástandi. Það að taka
þátt í bardögum gerði ástandið
á þeim ekki betra. Þá er engin
lógík. Þegar ég kom heim var
fólk að spyrja mig hvernig hafði
verið að lenda í þessari skotárás
og láta miða á sig byssu, en mér
fannst það aldrei vera aðalmálið.
Það var mun sársaukafyllra að
skilja eftir óttaslegið samstarfs-
fólk og fólk sem leitaði til okkar
um vernd, vitandi hvað gat beðið
þeirra, en að koma ósærð út úr
árás. Þessi lífsreynsla gerði það
að verkum að ég þurfti að takast
á við að að vera ekki lengur „góði
hjálparstarfsmaðurinn“ heldur sú
sem var fyrst og fremst upptekin
við að bjarga eigin skinni þegar ég
sjálf var í lífsháska.“
Þó að Helga hafi komið að verk-
efnum og starfað í löndum þar
sem brotið hefur verið gróflega
gegn íbúum og viðurstyggilegustu
stríðsglæpir framdir segist Helga
ekki aðeins hafa upplifað hörm-
ungar í starfi sínu. Það sem standi
upp úr sé samstaðan sem myndast
á meðal fólks. Styrkur kvenna sem
hafi í sameiningu stöðvað átök og
hugrekki almennra borgara sem
hika ekki við að leggja líf sitt í
hættu til að hjálpa öðrum, einn-
ig hjálparstarfsmönnum. „Maður
kemur ekki heim bugaður af illsku
mannsins og hörmungum fólks
heldur er maður upptendraður
yfir að fá að kynnast því fólki
sem ég hef unnið með og býr á
átakasvæðum. Það sem ég lenti í
er undan tekning og ekki það sem
endilega einkennir stríð – nema
þegar allt fer úr böndum sem er
sem betur fer ekki oft – en það
er það sem yfirleitt lendir í frétt-
um og það er það sem flestir hafa
áhuga á að heyra.“
Ást okkar á stríði
Helga segir að áhugi hennar í
dag snúi helst að því hvaða til-
gang stríð hafi í lífi fólks. „Ég tala
stundum um ást okkar á stríði
því þessi stríðshugmyndafræði
er svo ríkjandi. Hvað er það sem
gerir stríð svona spennandi og
hvað gerir það eftirsóknarvert að
vera hermaður og vinna á átaka-
svæðum? þá skiptir engu máli
hvort þú ert frá Íslandi, Noregi,
Bretlandi, Líberíu eða Afganistan.
Hvað gerir það svona eftirsóknar-
vert að grípa til vopna og hvaða
lausn sér fólk í því?“ spyr Helga og
heldur áfram: „Það hræðilegasta
við stríð er hvað þau eru venjuleg.
Stríð er atvinna, pólitík, bisness og
lífsmáti venjulegs fólk sem býr í
flestum löndum heims. Stríð bygg-
ir á almennt viðteknum hugmynd-
um svo sem óvinahugmyndinni, að
sumir séu góðir og aðrir vondir,
því að tilgangurinn helgi meðalið
og eins því að vopnað ofbeldi leysi
vanda. Ef maður ætlar að stuðla að
friði verður maður fyrst að skoða
hver er ávinningur af stríði. Ef við
ætlum að fá frið þarf að vera meiri
ávinningur af friði en stríði. Svo
verðum við að vita hvernig friður
lítur út.“
STRÍÐSHUGMYNDAFRÆÐIN „Ég tala stundum um ást okkar á stríði því þessi stríðshugmyndafræði er svo ríkjandi. Hvað
er það sem gerir stríð svona spennandi og hvað gerir það eftirsóknarvert að vera hermaður og vinna á átakasvæðum?“ segir
Helga, sem vinnur að doktorsritgerð í mannfræði.
Helga Þórólfsdóttir friðarfræðingur
hefur unnið víða um heim fyrir
Rauða krossinn eins og kortið sýnir.
Hún hóf störf á erlendri grundu árið
1993 þegar hún fór til Sómalíu.
Ári síðar var hún komin til Líberíu
en þar var hún á svæði sem var
stjórnað af Charles Taylor. Á
þessum tíma var Taylor lítt þekktur
byltingaleiðtogi í Líberíu. Síðar átti
hann eftir að verða dæmdur í 50 ára
fangelsi fyrir stríðsglæpi sem áttu
sér stað í Síerra Leóne.
1995 var hún komin í Georgíu
og á árunum 1997-1998 var hún
í Tadsjik istan. 1996 var hún í
Bosníu-Hersegóvínu, 1998-1999
í Úganda og 2000-2001 var hún í
Bhuj og Gujarat á Indlandi.
Til viðbótar við þessi lönd þar sem
hún starfaði fyrir Rauða krossinn
fór hún sem yfirmaður alþjóða-
starfs RKÍ til Kongó, Síerra Leóne,
Mósambík, Malaví, Suður-Afríku
og Gambíu vegna skammtíma-
verkefna. Eftir áralangt starf á stríðs-
svæðum er friður henni hugleikinn
en hún vinnur nú að doktorsritgerð
sinni í mannfræði ásamt því að
kenna og starfa sjálfstætt sem sér-
fræðingur fyrir utanríkisráðuneytið
í verkefni sem miðar að því að auka
þátttöku kvenna í að koma á friði.
Helga segir að áhugi hennar í dag
snúi helst að því hvaða tilgang stríð
hafi í lífi fólks. „Ég tala stundum um
ást okkar á stríði því þessi stríðs-
hugmyndafræði er svo ríkjandi.
Hvað er það sem gerir stríð svona
spennandi og hvað gerir það eftir-
sóknarvert að vera hermaður og
vinna á átakasvæðum?“