Fréttablaðið - 28.03.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 28.03.2013, Síða 26
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 26 12,8% 2013 ➜ Fylgi Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum 30% 25% 20% 15% 10% Ko sni ng ar 25 .4. 20 09 15 .10 .20 09 7.1 .20 10 18 .3. 20 10 23 .9. 20 10 19 .1. 20 11 5-6 .4. 20 11 8.9 .20 11 7-8 .12 .20 11 8-9 .2. 20 12 11 -12 .4. 20 12 23 -24 .5. 20 12 16 -17 .1. 20 13 30 -31 .1. 20 13 27 -28 .2. 20 13 13 -14 .3. 20 13 28 .7. 20 09 24 .2. 20 11 treysta Árna Páli best til að leiða ríkisstjórn sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem tekin var 27. og 28. febrúar 2013. 29.8% 29.0% 30.8% 28.7% 24.8% 13.6% 23.1% 22.6% 19.2%23.2% 17.1% 25.8% 12.3% 12.8% 26.0% 14.8% 13.8% „Nú sjáum við að þeir flokkar sem eru í loforðasúpunni svamla bara áfram í henni eins og drulludíki því efnahagsstefna þeirra hefur engan trúverðugleika og engan raunverulegan grunn. Við munum ekki taka þátt í ábyrgðarlausu bögglauppboði og lofa hlutum sem setja í hættu velferð lífeyrisþega eða leggja byrðar á þjóðina um áratugi. Við erum flokkur félagslegrar samstöðu og skyn- samlegra efnahagslegra lausna. Þegar birtist á annan tug stjórnmálaflokka hef ég fullan trú á að menn sjái muninn á okkur og hinum.“ ➜ Enginn loforðaflaumur Fylgi Samfylkingar-innar hefur í skoðana-könnunum verið langt undir kjörfylgi. Það er ekki góð byrjun fyrir nýjan formann, en Árni Páll Árnason tók við formennsku í flokknum á landsfundi í byrjun febrúar. Árni Páll hefur staðið í ströngu við að semja um þinglok. Hann kynnti, ásamt formönnum Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar, sáttatillögu til að leysa úr stjórnarskrár málinu. Sáttin um hana reyndist hins vegar minni en vonast hafði verið eftir. Því liggur beint við að spyrja; hvað veldur fylgistapinu og hvern- ig hyggst flokkurinn snúa því við? „Fylgisfallið hófst í desember og skellurinn varð í janúar – á svipuð- um tíma hjá báðum ríkisstjórnar- flokkunum. Við höfum kannski fengið á okkur ásýnd fjarlægari ríkisstjórnarflokks, frekar en þess félaga í daglegri lífsbaráttu launa- fólks sem við höfum verið hingað til. Jafnaðarmannaflokkur verður að vera tengdur við áhyggjur fólks af vinnu og velferð. Áherslur okkar taka mið af þessu. Við þurfum efnahags legan stöðugleika til að geta byggt raun- verulega velferð og velsæld. Fólk er að flýja efnahagslegt óöryggi til annarra landa, fyrirtækin að flýja efnahagslega einangrun og við finnum það svo átakan- lega að raunverulega haldbærar kjara bætur verða ekki reistar á verðbólgu krónu. Sverðaglamur yfirgnæfir En er fylgistapið ekki að einhverju leyti óánægja með störf ykkar í þinginu? „Fyrri reynsla sýnir okkur að óhjákvæmilegt er að forystu- flokkur i ríkisstjórn geldur fyrir málþóf og afgreiðsluvanda á Alþingi. Við vissum öll að þessi þinglok yrðu sérlega erfið vegna þess hversu þung mál biðu afgreiðslu og vegna þess að við höfum ekki tryggan meirihluta og því auðveldara að beita meiri- hlutann ofríki. Það er líka þannig að þegar sverða glamrið ríkir heyrist ekki í flokki hinna skynsömu lausna. Þegar öskrin eru yfir gnæfandi og menn frussa út úr sér haturs- yrðunum á flokkur samræðu og skynsemi erfitt upp dráttar.“ Má ekki segja að stjórnarskrár- málið hafi verið ykkur erfitt? Hefði ekki átt að reyna að ná mála- miðlun fyrr? „Það er alveg ljóst að ef menn hefðu forgangsraðað á fyrri stigum hefðum við séð raunveru- legan árangur. Það er ekki hægt að forgangs raða málum eftir að í óefni er komið. Ef menn ætluðu að kaflaskipta verkefninu hefði verið farsælla að gera það fyrr og það hefði skilað meiru. Það var rætt opinskátt í stjórnar flokkunum að kaflaskipta verkefninu eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna í haust, en það varð sameiginleg niðurstaða að halda frekar áfram með allt undir.“ Árni Páll minnir hins vegar á að ávinningurinn sé sá að náðst hafi að vinna heildar endurskoðun á stjórnarskránni til fulls af hálfu stjórnskipunar- og eftirlits nefndar og fá athugasemdir Feneyja- nefndar innar. „Við Katrín Jakobs- dóttir og Guðmundur Steingríms- son vorum raunsæ og algjörlega sammála um þörf fyrir umgjörð um áframhaldandi stjórnarskrár- umbætur, en það hefur reynst þrautin þyngri að fá aðra flokka til samstarfs um það.“ Nýr gjaldmiðill og þjóðarsátt Árni segir Samfylkinguna leggja allt kapp á að ná stöðugri gjald- miðli strax með nýrri þjóðarsátt um markmið í efnahagsmálum á næsta kjörtímabili. Ekki sé hægt að bjóða þjóðinni áfram upp á það sem efnahagslegt lögmál að hver kynslóð lendi í úlfakreppu við að koma sér upp húsnæði. „Baráttan um stöðugleikann stendur núna. Ef við náum ekki að snúa af þeirri braut sem hefur einkennt íslenska hagstjórn undan farna áratugi verða áfram verðbólgu gusur. Við stöndum frammi fyrir óvissuástandi á næstu árum og gætum farið í hefð- bundnar bólur og dýfur, sem munu valda nýrri hrinu eignamissis og efnahagslegra hörmunga. Ef við hefjum ekki vegferðina í átt að stöðugleika strax munum við aldrei ná honum.“ Trauðla tökum við þó upp nýjan gjaldmiðil strax í haust, hvað þarf að gera þangað til? „Við þurfum að byrja ferlið strax og ávinningur kemur fyrr og er tryggari en það sem boðið er upp á af öðrum flokkum. Framsókn er því miður að plata fólk og Sjálf- stæðisflokkurinn er svo lítið eins og sauður sem eltir útspil Fram- sóknar. Samfylkingin heldur ein uppi leið viðreisnar um opið hag- kerfi og ábyrga hagstjórn, vinnu og velferð. Íslensk þjóð verður að eiga von. Engin önnur Evrópu- þjóð býr við þessa fullkomnu óvissu um raungildi launa sinna frá mánuði til mánaðar. Ég held að for- senda þess að við komumst eitthvað áfram í afnámi hafta og því að ná alvöru skrefum í efnahags- legri uppbygg- ingu sé að það ríki trúverðug leiki um leiðina sem við erum að fara. Ef Framsókn og Sjálfstæðis- flokkur komast til þess að gera það sem þeir hafa verið að lofa verður nýr gjaldmiðill ekki tekinn upp næstu áratugi. Þá verður keyrt hér bóluhagkerfi áfram og okkur gert ómögulegt að komast út úr því um fyrirsjáanlega framtíð.“ Nýtt húsnæðiskerfi Samfylkingin leggur áherslu á ódýrara húsnæði fyrir alla. Þegar hafa verið kynntar breytingar á húsnæðisstuðningi sem felast í húsnæðisbótum í stað leigu- og vaxtabóta. Árni Páll segir flokk- inn leggja áherslu á fjölbreyttara húsnæðiskerfi og að hætt verði að gera upp á milli fólks eftir því hvort það kýs að leigja eða eiga. Á kjörtímabilinu hafi verið stutt vel við uppbyggingu námsmannaíbúða og farið í gríðarlegar umbætur á hjúkrunarheimilum. „Við viljum að fólk ráði meiru um búsetu sína og hvort það kaupir eða leigir. Fólk þarf að búa við öryggi þótt það leigi. Auka þarf stuðning við fólk sem býr í leigu- húsnæði og styrkja rekstrar- grundvöll leigufélaga til að skapa fjöl- breyttan leigu- markað. Síðan er brýnt að koma á alvöru umgjörð um lán- veitingar vegna húsnæðiskaupa sem tryggir öryggi fólks og heimilar upp- greiðslu hvenær sem er. Fólk verður að geta losnað út þegar það vill og flutt viðskipti á milli banka. Við viljum betra íbúðalánakerfi að norrænni fyrir- mynd.“ Krónan kallar á álver Árni Páll segir Samfylkinguna vera eina flokkinn sem bjóði skýra sýn um það hvernig efnahags- stefna, atvinnustefna, mennta- stefna og menningarstefna þurfi að tengjast. Hvernig efnahags- legur stöðugleiki sé forsenda vel- sældar almennings og fjölbreytts atvinnulífs. „Við viljum almenn samkeppnis- og starfsskilyrði sem gera okkur kleift að fjölga störfum í þekk- ingargreinum. Við höfum ákveðna vaxtarmöguleika í náttúruháðum greinum en ótakmarkaða í þekkingar iðnaði. Ef aðstæður eru fyrir hendi, opnir markaðir og efnahagslegur stöðugleiki, virðast vera lítil takmörk fyrir þeirri hug- kvæmni sem við getum sýnt og það skapar efnahagslega velsæld hér á landi. En til þess þurfum við líka að auka við verk- og tækni- menntun, til að fólkið okkar geti nýtt sér tækifærin. Listnám er líka grunnur vax- andi útflutn- ingsgreina. Sköpunar- krafturinn er alls stað- ar og við þurfum að hlúa að honum hvarvetna. Með stöðugleik- anum náum við að fjölga störfum fyrir alvöru og halda í verðmætustu störfin, sem við erum að tapa úr landi núna vegna þess að við höfum ekki raunveru- lega samkeppnishæfni. Við þurfum fjölbreytt og gott samfélag að öllu leyti. Það er forsenda góðs manns- lífs og fjölbreytts efnahagslífs.“ Venjulega þegar stjórnmála- menn tala um fjölbreytt atvinnulíf þýðir það að þeir séu lítt hrifnir af álverum. Átt þú við það? „Það er auðvitað grundvallar- vandamál fyrir okkur sem viljum fjölbreytt efnahagslíf að íslensk króna kallar á einhæfni í atvinnu- háttum og ríkisstyrktar lausnir, eins og álverin og önnur iðjuver. Erlendir fjárfestar koma ekki sjálfviljugir til lands með þetta gjaldmiðilsumhverfi – þeir þurfa ívilnana með. Krónan drepur fjölbreytt atvinnulíf og þekkingarstörf og veldur því að eina leiðin sem menn sjá út úr hinum óhjákvæmilegu gengissveiflum er að spýta í með nýjum stórframkvæmdum sem geta hreyft hagkerfið með stór- kallalegum hætti. Samfylkingin hefur skýr svör við þeim spurningum sem brenna á fólki. Aðferðir okkar í glímunni við eftirköst hrunsins hafa vakið verðskuldaða hrifningu um allan heim. Við höfum útfærðar lausnir um eflingu atvinnulífs og fjölgun fjölbreyttra starfa. Við bjóðum alvöru velferð og áframhaldandi varðstöðu um lífsafkomu launa- fólks og lífeyrisþega. Samfylking- in er burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum og menn vita hvar þeir hafa hana, vita að hægt er að treysta okkur til að standa vörð um félagslega velferð og efna- hagslegan stöðug- leika.“ Stöðugleiki og nýr gjaldmiðill Samfylkingin leggur áherslu á að tryggja öllum öruggt húsnæði, vill mynda nýja þjóðarsátt um stöðugleika og hefja strax undir- búning upptöku evru. Árni Páll Árnason segir Fréttablaðinu frá því að flokkurinn ætli ekki að taka þátt í kosningaloforðasúpu. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Viðræður við ESB „Við fórnum því ekki að halda áfram umsóknar- ferli að ESB. Þjóðin kallar ákaft eftir því að fá efnis- lega niðurstöðu sem hægt er að taka afstöðu til.“ 2 Efnahagslegur stöðugleiki „Við fórnum ekki hug- myndinni um efnahagslegan stöðugleika sem er forsenda þess að launafólk losni úr þeirri stöðu að kjarabætur brenni upp í verðbólgu.“ 3 Agi í ríkisfjármálum. „Við munum ekki fara í ríkisstjórn upp á út- gjaldafyllerí sem teflir þeim mikla árangri sem við höfum náð í tvísýnu.“ 1 Formaðurinn Árni Páll segir stjórnarsamstarf byggja á ábyrgð gagnvart verkefnunum sem framundan eru. Málefnin ráði því mögulegu stjórnarsamstarfi eft ir kosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 27.01.2013 Icesave- dómur fellur 02.02.2013 ÁPÁ kjörinn formaður 11.9%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.