Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 36
FRÉTTABLAÐIÐ Lilja Ingvadóttir. Förðun og flottheit. Skref fyrir skref. Spjörunum úr og helgarmaturinn. 6 • LÍFIÐ 28. MARS 2013 M anstu hvernig þér leið daginn sem þú ákvaðst að breyta um lífsstíl og hvað var það sem fékk þig til gera það? Ég fékk einfaldlega nóg af þessu megrunarbulli og varð þreytt á ástandinu, þreytt á að vera með stanslaust samvisku- bit og svekkt út í sjálfa mig fyrir að standa mig aldrei nógu vel í mataræði og hreyfingu. Svo sá ég gamalt myndband af mér þar sem ég var dansandi á skóla árshátíð, grönn og flott. Ég hugsaði bara með mér, hvað varð um þessa glöðu konu. Það fór um mig skrít- in vellíðunartilfinning þar sem ég vissi að nú myndi líf mitt breytast til frambúðar. Ég lokaði einfald- lega hurðinni að fortíðinni og við það sama opnaðist ný hurð með nýjum tækifærum. Ég fékk upplýsingar um að Garð- ar Sigvaldason í Sporthúsinu væri mjög góður í lífsstílsbreytingum og ég hafði samband við hann. Þá varð bara ekki aftur snúið. Ekki misst úr æfingu í fjögur ár Hverjar voru helstu breytingarn- ar sem þú gerðir á lífi þínu og voru þær þér erfiðar? Mesta breyt- ingin var að setja sjálfa mig í for- gang og að skilja það að maður þarf að rækta sjálfan sig og setja sig í fyrsta sæti til að geta gefið af sér til annarra. Að tíminn minn sé jafn dýrmætur og annarra, og það er í lagi að segja nei. Ég get verið svo mikil já-manneskja, þannig að þetta hefur reynst mér erfitt á köflum. En ég er að læra að bera meiri virðingu fyrir sjálfri mér. Hefurðu haldið stífum takti síðan eða hafa komið einhver bak- slög? Ég hef haldið stífum takti og fundið mjög gott jafnvægi. Ég hef ekki misst úr æfingu í fjögur ár og hef verið í þjálfun hjá Garðari allan þann tíma. Persónulega hefur það verið nauðsynlegt fyrir mig að hafa einhvern sem heldur mér við efnið og hristir upp í æfingun- um og mataræðinu reglulega. Það kemur í veg fyrir leiða. Svo er auð- vitað bara frábært að vera í þess- um skemmtilega félagsskap sem ríkir í Sporthúsinu. Margir fylgt fordæminu Hver er heildarárangurinn frá upphafi átaks og þar til í dag? Ég er búin að missa 35 kíló, en ég missti fyrstu 32 kílóin á fyrsta árinu. Síðan þá hef ég verið að móta líkamann, bæta á mig vöðva- massa og unnið í því að ná fitu- prósentunni niður úr rúmum 40% niður í íþróttaform, sem er 12- 15%. En ég myndi segja að væri búin að missa um það bil eitt þús- und kíló af sálinni, sem er fyrir mestu. Hefur þessi lífsstílsbreyting virkað hvetjandi á fólk í kringum þig? Alveg rosalega, og ég er svo ánægð með hvað þetta hefur verið smitandi og hvað margir hafa fylgt mér eftir í að breyta sínum lífsstíl og sagt mér frá því. Ég verð alltaf jafn glöð í hjartanu að fá að heyra það að mín barátta geri það að verkum að fólk fari loksins að trúa á sjálft sig. Hvað með afbrýðisemi – hefurðu mætt henni á þessu ferðalagi? Því miður er stutt í afbrýðisemi og öfund hjá mörgum og ég hef aðeins fengið að finna fyrir því. Ég hef reynt að taka því ekki persónulega því mér líður mjög vel og hver veit það best nema ég sjálf. Hver er helsti ávinningur þessa breytta lífsstíls fyrir utan augljósa útlitsbreytingu? Andleg og líkamleg heilsa. Að geta skoppað um eins og táningur í frábæru formi og hafa enga verki í líkamanum. Að vera ánægð í eigin skinni og að hafa endurheimt trúna á sjálfri mér. Mér finnst ég geta sigrað heiminn og brosi alla daga. Vildi komast í toppform Þú ert að fara að keppa í Fitness- kvenna, 35 ára plús, sem fram fer í dag. Stefndirðu allan tímann á það að enda á sviði eða þróaðist þetta bara svona? Þetta einfaldlega þró- aðist. Eftir þrjú ár í þjálfun fannst mér kominn tími á nýtt markmið. Það er nefnilega himinn og haf á milli þess að vera í góðu formi og í toppformi – og ég vildi koma mér í toppform. Ég þurfti góða áskorun til að koma þér á þann áfanga- stað og fitness var einfaldlega málið. Eftir smá umhugsun ákvað ég að kýla á þetta. Það er nú svo- lítið skemmtilegt að segja frá því að þegar ég stíg á svið í Háskóla- bíó verða fjögur ár upp á dag frá því að ég breytti yfir þennan nýja lífsstíl. Hvað hefur reynst þér erfiðast við þennan undirbúning? Fórn- irnar sem snúa að fjölskyldunni og vinunum. Í svona undirbún- ingi sleppir maður ferðalögum, skemmtunum og öllu sem að getur raskað rútínunni. Þetta verkefni 1000 KÍLÓUM LÉTTARI Á SÁLINNI Fyrir sléttum fjórum árum fékk Lilja Ingvadóttir nóg af eigin líkama og hugarástandi og ákvað að taka heilsuna föstum tökum. Í dag, 35 kílóum léttari og í betra andlegu jafnvægi, stígur hún á svið og keppir í fi tness. Hún er einnig nýbökuð amma og hefur því margt til að vera þakklát fyrir. ALDUR 41 árs STARF Snyrtifræðimeistari og starfa sem kennari í Snyrtifræði í Fashion Academy Reykjavík. BÖRN Ása Lind, 23 ára, og Ingvi Björn, 17 ára. MAKI Birgir Guðbjörnsson FYRIR HÁMARKS BRENNSLA Með Sci-MX SHRED-X™ HARDCORE nærðu bestu mögulegu brennslu sem völ er á. Fæðubótarvara sem einkaþjálfarar mæla með! Let Sci-MX power you. scimx.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.