Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 37
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 28. MARS 2013 • 7 hefur algjöran forgang á meðan á því stendur og því hefur oft reynst erfitt að hafa ekki tíma fyrir fólk- ið sitt. Var undirbúningurinn umfangs- meiri en þig grunaði? Þetta er gríðarleg vinna sem krefst þolin- mæði og skipulags. Ég var nú nokkurn veginn búin að gera mér grein fyrir því, en kannski ekki alveg að fullu. Þessi loka-fíníser- ing tekur svakalega mikinn tíma, en á endanum þá kemur allur ár- angurinn í ljós. Hvað með kostnaðinn? Þetta kostar allt sitt og í raun alveg heilan helling, en ég er með góða styrktaraðila sem hafa hjálpað mér mikið. Ég lít svo á að þessi kostnað- ur sé lítilvægur miðað við kostnað- inn sem fylgir því að vera heilsu- laus. Stolt amma Sérðu fyrir þér fleiri mót í fram- tíðinni? Mig grunar nú að þetta verði ekki mitt eina mót, þetta er búið að vera svo skemmtilegt. Svo er ég búin að kynnast frábæru fólki í kringum þetta allt saman. Nú ertu nýbökuð amma – held- urðu að þú verðir eina amman á sviðinu? Nú bara veit ég ekki, hugsanlega. Ég verð að minnsta kosti alveg svakalega stolt amma. Hvernig tilfinning var það ann- ars að verða amma og það svona ung? Tilfinningin var dásamleg. Það jafnast fátt á við að hafa feng- ið þennan glaða gullmola í heim- inn. Svo fékk ég að vera viðstödd fæðinguna sem var einstök upp- lifun. Ég bjóst svo sem við því að verða ung amma þar sem ég varð mjög ung mamma. Svona á að gera þetta segi ég bara. Nú næ ég að njóta lífsins með honum og von- andi fleiri barnabörnum í lang- an tíma. Hvað ráðleggur þú fólki sem á erfitt með að koma sér af stað? Fyrst og fremst að fá sér góðan þjálfara sem aðstoðar það við að byrja og heldur utan um það fyrst um sinn. Það virkaði að minnsta kosti vel fyrir mig. Svo er mikil- vægt að temja sér þolinmæði því þetta tekur tíma og það má aldrei missa trúna. Því þetta er svo sannarlega hægt. Muna svo að vera jákvæður og hafa gaman af þessu og umfram allt aldrei gef- ast upp! Með jákvæðnina að vopni Nú ertu væntanlega búin að haka við nokkur markmiðin undan- farin ár – eru komin einhver ný á listann? Fyrsta verkefnið eftir þessa keppni verður að skrifa niður næstu markmið. Nú er bara að stefna lengra og verða enn betri manneskja. Ég hef verið í markþjálfun síðast liðið ár hjá Svövu Mathie- sen, vinkonu minni, og hún hefur svo sannarlega hjálpað mér að einblína á það sem skiptir máli og benda mér á leiðir til að láta drauma mína rætast og fylgja minni sannfæringu. Það er ekki síður mikilvægt að rækta hugann rétt eins og líkamann. Eitthvað að lokum? Verum allt- af jákvæð, því jákvæðnin kemur okkur svo langt í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Já- kvætt fólk laðar að sér jákvæða hluti og lætur öðru fólki líða betur með návist sinni. Neikvæðni hefur aldrei komið fólki langt í lífinu, það er bara staðreynd. Dagur í lífi 5.30 - Brennsluæfing í klukkutíma. Getur verið hvað sem er ég hef gaman af; hlaup, stigavél, skíðavél og þess háttar. 06.30 - Morgunmatur: Prótein pönnukökur og kaffi- bollinn góði. 12.00 - Hádegismatur: Kjúklingabringa með sætum kartöflum, brokkólíi og fersk- um aspas, allt grillað og velt upp úr ólífuolíu og kryddað með góðu íslensku fersku kryddi. 13.00 - Silklight-með- ferð hjá Systraseli í klukku- tíma í kringum hádegi. Allra meina bót. 14.30 - Trimform í 40-60 mínútur til að styrkja húðina svo að hún dragist almenni- lega saman. 15.30 - Próteinsjeik frá SCi-MX með kreatíni og glútamíni (bæði fyrir og eftir æfingu). 16.00-18.00 - Lyftinga- æfing í 1½ tíma undir hand- leiðslu Garðars Sigvalda- sonar þar sem ég tek 1-2 vöðvahópa í einu. Brennsla strax á eftir í 20 mínútur. Skelli mér í collagen youth- bekkinn í Sporthúsinu strax á eftir æfingu, til að fá slökun, og örva húð og blóðflæðið. 19.00 - Kvöldmatur: Nautalund með brokkólíi og ferskum aspas. Steikt á pönnu eða grillað. 22.00 - Drekk GRS5-prótein- sjeik og magnes íum fyrir svefninn til að fá góðan nætur svefn – í hvíld og svefni gerast hlutirnir. Með þessu þarf ég einnig að taka inn nauðsyn legar góðar og hollar fitusýrur; Omega 3,6, 9 og CLA (eða hreinlega lýsi) til að styrkja ónæmiskerfið, brenna fitu og auka vöðvastyrk. Þeir hjá Sci- MX – Líkama og Lífsstíl settu upp flottan pakka fyrir mig sem hefur ekki klikkað. Mér hefur aldrei liðið eins vel í skrokknum á ævinni. Og svo drekk ég bara vatn, og ein- staka kaffibolla. Æfingadagur í lífi Lilju rétt fyrir mót:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.