Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 28.03.2013, Qupperneq 48
28. mars 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, EIRÍKS JAKOBS HELGASONAR fyrrverandi verkstjóra, Kelduhvammi 22, Hafnarfirði. Ólafía Þórey Erlingsdóttir Haukur Eiríksson Brynja Björk Kristjánsdóttir Helgi Eiríksson Berglind Gylfadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU KRISTINSDÓTTUR Neshaga 14, Reykjavík. Ólafur Þórhallsson Þorbjörg Ólafsdóttir Jón M. Benediktsson Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir Necmi Ergün Júlíus Heimir Ólafsson Vigdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÞÓRÐARDÓTTIR, Bogahlíð 9, lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk, fimmtudaginn 21. mars. Útförin hefur farið fram. Þökkum samúð og vinarhug. Gerða Björg Kristmundsdóttir Ómar H. Kristmundsson Steingerður Sigurbjörnsdóttir Hrafnhildur Ómarsdóttir Helga Ómarsdóttir Jóhannes Ómarsson Elísabet Eva Valdimarsdóttir Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, ANDRI MÁR ÞÓRÐARSON lést af slysförum í Flórída, laugardaginn 23. mars. Útförin verður auglýst síðar. Alda Kolbrún Haraldsdóttir Guðmundur Sveinsson Þórður Kristjánsson Jóhann Geir Karlsson Stefanía Gunnarsdóttir Birgir Örn Karlsson Tinna Valbjörnsdóttir Lív Eyþórsdóttir Eydís Eyþórsdóttir Björn Óskarsson Adrían Birgisson Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Sími 551 3485, svar ða allan sólarh ir nginn. www. du o.is Hinrik Davíð Jóhanna Óli Pétur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, JAKOB ÞÓR JÓNSSON (KOBBI Á KLIFI) húsgagna, húsa- og módelsmiður frá Patreksfirði, lést fimmtudaginn 21. mars sl. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. apríl, kl. 13.00. Kristján Arnar Jakobsson Þórhildur Ída Þórarinsdóttir Guðmundur Páll Jakobsson Maríanna Hugrún Helgadóttir Jóhannes Þór Jakobsson María Vilborg Guðbergsdóttir Viktor Jóhannes Rolzitto James Albert Rolzitto Donna Lee Rolzitto Jeannie Brown Ken Brown Eugene Durham og barnabörn. Útför elskulegrar systur okkar og mágkonu, KRISTÍNAR BRAGADÓTTUR Efstalandi 4, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 16. mars, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. apríl. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Geðhjálp. Angela Baldvins Stefán Valur Pálsson Grímhildur Bragadóttir Haukur Guðlaugsson Baldur B. Bragason Esmat Paimani Halldór Bragason Steingrímur Bragason Sesselja Einarsdóttir Kormákur Bragason Þórdís Pálsdóttir Matthías Bragason Gréta Gunnarsdóttir Þorvaldur Bragason Ólöf Sighvatsdóttir „Það er allur skalinn innan þessa félagsskapar. Ungt fólk frá kúabúum, í hrossarækt, minkarækt, fjárrækt, skógrækt og grænmetisrækt. Það eru meira að segja krakkar sem ekki eru úr sveit en hafa áhuga á landbúnaði og málefnum landsbyggðarinnar,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, for- maður Samtaka ungra bænda. Hún var kosin í það embætti á nýafstöð- um aðalfundi. Áður hafði hún verið í stjórn samtakanna í eitt ár og einnig hafði hún setið í stjórnum félaga ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum. Jóhanna er 21 árs, að verða 22, og lauk búfræðinámi frá Hvanneyri á síðasta ári. Hún er uppalin á Látrum í Mjóa- firði við Ísafjarðardjúp. „Foreldrar mínir eru bændur hér. Við búum með sauðfé, kýr og hross og í dag er ég aðallega í sauðfjárbúskapnum,“ segir hún. Þegar forvitnast er um hvort hún sé með margt á fóðrum svarar hún: „Þegar ég fór í framhaldsskóla skár- um við dálítið niður en nú erum við að fjölga aftur og erum komin upp í 150 fjár, sem er fínt þegar maður er aldrei heima. Ég er náttúrulega búin að vera í námi síðustu fjögur ár og svo er ég í endalausu félagsstarfi fyrir Búnaðar- félagið, Búnaðarsambandið og unga bændur.“ Er það allt sjálfboðastarf? „Já, ég er að reyna að láta gott af mér leiða.“ Samtök ungra bænda voru stofnuð árið 2009. Í þeim eru 300 félagar og fer ört fjölgandi að sögn Jóhönnu Maríu. En þurfa ungir bændur sérstök sam- tök? „Já,“ segir hún ákveðin. „Ég tel að eins og félagskerfi bænda er sett upp hafi það ekki verið nógu góður vett- vangur fyrir ungt fólk að koma fram með sínar skoðanir. Með stofnun sam- takanna náðum við að sameina unga bændur hringinn í kringum landið. Núna eru um áttatíu manns í búfræði- námi á Hvanneyri. Það er mikil aðsókn í það nám og samtökin okkar eru félagsskapur handa þessu fólki.“ Hver eru aldursmörkin? „Þau eru 18 til 35. Við teljum að þegar bóndi er orðinn 35 ára þá sé hann búinn að skila sínum hugmyndum inn og sinni vinnu og með þessu erum við að koma í veg fyrir stöðnun innan samtakanna og forðast að þau festist í einum gír. Það er alltaf að koma inn ungt fólk með nýjar hugmyndir.“ Starf formannsins segir Jóhanna María aðallega felast í að sjá um far- veg þeirra mála sem koma fyrir aðal- fund og hún nefnir dæmi. „Við vilj- um sterkara dreifingarkerfi raforku kringum landið og önnur ályktun síð- asta fundar var um að taka hæð kúa inn í kynbótamatið. Það er hlutverk formannsins að fylgja þessu eftir. Líka að hafa samband við aðildarfélögin í hverjum landshluta. Ef eitthvert mál snertir sérstaklega Suðurland, þá sinnir fólk innan Félags ungra bænda á Suðurlandi því.“ gun@frettabladid.is Forðast að samtökin festist í einum gír Ungir bændur um allt land eiga forystumann vestur við Ísafj arðardjúp. Jóhanna María Sigmundsdóttir að Látrum í Mjóafi rði er nýkjörin formaður Samtaka ungra bænda. FORMAÐUR SAMTAKA UNGRA BÆNDA Sinnir sauðfjárbúskap að Látrum við Ísafjarðardjúp og málefnum bænda af áhuga. Þennan dag árið 1997 fundust lík 37 félaga sértrúarsafnaðarins Himna- gættarinnar (Heavens Gate) í úthverfi í San Diego í Kaliforníuríki í Banda- ríkjunum. Fólkið hafði svipt sig lífi. Af hinum látnu var 21 kona og 18 karlar. Þegar líkin fundust var þeim haganlega komið fyrir og öll voru þau klædd í eins fatnað og nýja Nike-íþróttaskó. Í ljós kom að leiðtogar safnaðarins boðuðu að með sjálfsmorði myndi andi fólksins yfirgefa jarðneskan íverustað sinn og fara um borð í geimskip sem leyndist á bak við Hale- Bopp halastjörnuna sem hafði þá nýlega verið uppgötvuð. Leiðtogi safnaðarins hét Marshall App- lewhite, en kallaði sig Do, og var prófessor í tónlistarfræðum áður en hann gekk í söfnuðinn árið 1972. Hann fékk fleiri til að ganga í söfnuðinn og lofaði fólki að geimskip myndi nema sálir þess á brott og fylgja því til „konungdæmis á himnum“. Smám saman fækkaði í söfnuðinum eftir því sem nær dró komu geimskipsins en á tíunda áratugnum óx Applewhite ásmegin og fór að safna nýjum félögum í söfnuðinn. Applewhite boðaði skírlífi og sumir í söfnuðinum fylgdu fordæmi hans og létu vana sig. Eftir að Hale- Bopp halastjarnan fannst árið 1995 varð söfnuðurinn viss um að geimskipið sem hann beið eftir væri á leið til jarðar. Í marsmánuði kom halastjarnan næst jörðu og Apple white og félagar drukku banvæna blöndu af eitri og vodka og lögðust til hinstu hvíldar. ÞETTA GERÐIST 28. MARS 1997 Himnagættin fremur fj öldasjálfsmorð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.