Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 59

Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 59
FIMMTUDAGUR 28. mars 2013 | MENNING | 39 Ryan Gosling er sagður líklegast- ur til að hreppa hlutverk fatlaða íþróttamannsins Oscars Pistorius í nýrri kvikmynd um ævi hans sem er í undirbúningi. Pistorius var sleppt úr haldi lög- reglu gegn lausnargjaldi eftir að hafa verið grunaður um að hafa skotið kærustuna sína til bana. Tvær myndir með Gosling eru væntanlegar á þessu ári, The Place Beyond The Pines og Only God Forgives. Síðar á þessu ári ætlar hann að taka sér frí frá kvikmyndaleik og leikstýra sinni fyrstu mynd. Hún nefnist How to Catch a Monster og semur Gosl- ing einnig handritið. Gosling sem Pistorius? RYAN GOSLING Leikarinn hefur verið orðaður við hlutverk Oscars Pistorius. Kim Kardashian segist ekki vera búin að ákveða nafn á ófætt barn þeirra Kanye West. Uppi var orðrómur um að parið ætlaði að nefna barnið North og væri þá fullt nafn þess North West, sem hægt væri að þýða sem Norð- vestur á okkar ylhýra. Í viðtali við Extra viðurkenndi Kardashian að hún gæti vel hugsað sér að halda í fjölskyldu- hefðina og gefa barninu nafn sem hefst á bókstafnum K. „Það gæti verið sætt, því nöfn okkar Kanye byrja á K. En flest nöfnin á list- anum okkar hefjast ekki á þeim bókstaf,“ sagði raunveruleika- stjarnan. Spá í nöfn SPÁ Í NÖFN Kim Kardashian og Kanye West hafa enn ekki ákveðið nafn á ófætt barn sitt. NORDICPHOTOS/GETTY Í ÚTLÖNDUM Í HESTAGERVI Rithöfundurinn og sjónvarpsstjarnan Katie Price kynnti nýja reiðfatalínu sína á þriðjudag. Línan nefnist My Little Katie og vísar nafnið í leikföngin My Little Pony. Í tilefni dagsins klæddi Price sig í hestabúning. NORDICPHOTOS/GETTY BÍÓ ★★★ ★★ Snitch Leikstjórn: Ric Roman Waugh. Leikarar: Dwayne Johnson, Barry Pepper, Susan Sarandon, Benjamin Bratt. Vöðvabúntið The Rock geng- ur nú undir sínu rétta nafni, Dwayne Johnson, og leikur ráðvilltan föður sem grípur til sinna ráða þegar sonur hans er handtekinn fyrir aðild að dóps- mygli. Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðva- tröllsins og í raun engin hasar- mynd þótt veggspjaldið gefi það til kynna. Það er örugg- lega meira en að segja það að fá áhorfandann til að trúa því að mennskur skriðdreki á borð við Johnson geti verið svona berskjaldaður. En það tekst, og sannfærði mig um leið að Johnson væri meiri leikari en mig grunaði. Susan Sarandon er flott í hlut- verki harðsnúins saksóknara og maður veit aldrei hvar maður hefur bannsettan lögreglumann- inn sem Barry Pepper leikur svo vel. Illmennin eru ágæt en lítill sem enginn fókus er settur á þau. Athyglin er öll á góðu körl- unum. Taktur myndarinnar er hægur framan af og stigmagn- andi spennan nær hámarki í lokin. Þá fáum við nasaþef af því sem hefði getað orðið þræl- skemmtileg hasarfroða, en það er ekki víst að það hefði verið betri mynd. Það fer Snitch nefni- lega ágætlega að vera dramatísk og hægfara. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Fínasta spennumynd sem skilur þó ekkert sérlega mikið eftir sig. Berskjaldað búnt SNITCH „Snitch er lágstemmdari er margar af fyrri myndum vöðvatröllsins.“ Ég er kliiikkaður í Cocoa Puffs! ÍS L E N S K A /S IA .I S / N A T 5 35 87 0 2/ 11

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.