Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 61

Fréttablaðið - 28.03.2013, Side 61
FIMMTUDAGUR 28. mars 2013 | MENNING | 41 Playboy-kóngurinn Hugh Hefner segist aldrei hafa haldið framhjá en að hann hafi sængað hjá yfir þúsund konum í gegnum tíðina. Hefner er í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Esquire þar sem ýmsar upplýsingar koma fram um kapp- ann. Spurður hversu mörgum konum hann hefði verið með svar- ar Hefner: „Hvernig á ég að vita það? Örugglega um þúsund en á þeim tíma sem ég var giftur hélt ég aldrei framhjá. En ég var þeim mun duglegri þegar ég var á lausu og bætti upp fyrir tímabilið sem ég var í hjónabandi,“ segir Hefner. Hann er nú kvæntur Playboy- fyrirsætunni Crystal Harris. Hefur aldrei haldið framhjá TRÚR EIGINKONUNNI Hugh Hefner er í forsíðuviðtali í Esquire þar sem meðal annars kemur fram að hann hefur sængað hjá um þúsund konum. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess fer fram í þriðja sinn um hvítasunnuhelgina, dagana 24. til 26. maí. Megin- dagskrá hátíðarinnar verður á skemmtistaðnum Volta við Tryggvagötu. Einnig verður boðið upp á tónleikadagskrá á Kexi Hosteli. Fjölmargar ólíkar hljómsveit- ir víðsvegar að úr heiminum koma fram á Reykjavík Music Mess. Áströlsku partíhundarnir í DZ Deathrays koma í heimsókn sem og skoska jaðarsöngva- skáldið Withered Hand. Eins munu hljómsveitirnar Blood- group, Oyama, Mammút og Muck spila á hátíðinni. RVK Music í þriðja sinn DZ DEATHRAYS Áströlsku partíhundarnir spila á Reykjavík Music Mess. Hljómsveitin Captain Fufanu, sem er skipuð Hrafnkatli Flóka Kaktusi Einarssyni og Guðlaugi Halldóri Einarssyni, kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í Dan- mörku í sumar. Sveitin bætist þar með í hóp Of Monsters and Men, Ásgeirs Trausta og Sigur Rósar sem spila einnig á hátíðinni í ár. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2006 sem Sigur Rós spilar á hátíðinni. Meðal annarra flytjenda eru Rihanna, Slipknot, Queens of the Stone Age og The National. Hróarskeldu hátíðin verður haldin dagana 5. til 8. júlí. Fufanu á Hróarskeldu Á HRÓARSKELDU Captain Fufanu spilar á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Veitingastaðurinn Bryggjan opnar í gamla Gránufélags- húsinu við Strandgötu á Akur- eyri á morgun. Rík áhersla var lögð á að skapa fjölskylduvænt umhverfi á staðnum og voru dætur Hebu Finnsdóttur, eins af eigendum staðarins, með í ráðum þegar barnamatseðill- inn var skapaður. „Dæturnar fengu að vera með í þessu, þær smökkuðu meðal annars réttina á barna- matseðlinum og betrumbættu þá. Þeim fannst til dæmis ekki gott að hafa salsasósu í heilhveitivefjunum, þannig að við slepptum því,” segir Heba sem rekur staðinn ásamt Sig- urði Jóhannssyni og Róberti Häsler. Á Bryggjunni má einnig finna svonefnda frægðarstóla sem eigendurnir hafa merkt heiðursborgurum Akureyrar. „Við merkjum þekktum Akur- eyringum stól og höfum þegar merkt Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara, Alfreð Gísla- syni handboltaþjálfara og ömmu Stellu stóla. Amma fékk heiðursstól því hún er alveg einstök kona og hefur fjölgað Akureyringum svo um munar, niðjar hennar telja brátt um tvöhundruð manns,“ segir Heba og bætir við: „Við eigum eftir að veita fleirum heiðurs- stóla og tökum því fegin við ábendingum frá fólki.“ Opið hús verður í Bryggj- unni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem boðið verður upp á kaffi og konfekt en formleg opnun verður á morgun. - sm Amma Stella fær frægðarstól á Bryggjunni Veitingastaðurinn Bryggjan opnar á Akureyri á morgun. Þar eru stólar sem merktir eru heiðursborgurum. FJÖLSKYLDUSTAÐUR Heba Finnsdóttir ásamt dætrum sínum Bríeti, Birtu Rún og Mörtu Maríu Jóhannesdætrum. MYND/AUÐUNN NÍELSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.