Fréttablaðið - 30.03.2013, Side 56

Fréttablaðið - 30.03.2013, Side 56
30. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 40 BAKÞANKAR Karenar Kjartansdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merk- ingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjó- húsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni. En nóg um það. Þessi draumur blund- ar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeð- vitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaal- lit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við). GRÆNLENSKIR stjórnmálamenn eru líka spennandi. Kuupik Kleist, fyrrver- andi forsætisráðherra heimastjórnar Grænlands, er merkilegur maður. Faðir hans var danskur loftskeytamaður sem sinnti tímabundnu verkefni í þorpinu sumarið ´57. Í þorpinu hitti hann unga stúlku sem var bæði mállaus og heyrnarlaus en loftskeytamann- inum tókst að senda henni nógu skýr skilaboð og saman gátu þau barn. REYNDAR var faðirinn á bak og burt þegar drengur- inn Kuupik kom í heiminn og hafði ekki meira samband. Kuupik litli var alinn upp hjá frænku sinni sem þótti dreng- urinn bráðger og efnilegur. Sem unglingur var hann því sendur aleinn til Danmerkur í nám þótt ekkert kynni hann í dönsku. Þegar hann snéri aftur voru æskuslóðir hans orðnar að eyðibæ þar sem námuvinnslunni þar hafði verið lokað. Hann naut einnig vinsælda sem söngvari og hefur verið kallaður hinn græn- lenski Leonard Cohen. Þið getið rétt ímynd- að ykkur hve ljúfsárt það væri að heyra hann syngja lagið Waiting for a Miracle. NÚVERANDI forsætisráðherra heima- stjórnar Grænlands er ekki síður áhugaverð manneskja. Aleqa Hammond missti ung föður sinn í veiðiferð. Hún fór út í heim 15 ára gömul og byrjaði að sjá fyrir sér. Kleist hefur svo sem ekkert verið þekktur fyrir linkind í garð stórfyrirtækja en Aleqa geld- ur þeim enn meiri varhug og vill sjá til þess að þeir greiði skatta jafnt í góðæri sem í kreppu og hlunnfari ekki samfélagið. Græn- land eigi ekki að vera verstöð stórfyrirtækja og mengun og umhverfisspjöll eigi ekki að vera ókeypis. Auðlindamálin eru aðal málin á Grænlandi og segja sumir að framtíð fjar- skiptamarkaðarins velti á ákvörðunum grænlensku heimastjórnarinnar á næstu árum, þar í landi eru jú málmarnir sem nauðsynlegir eru framgangi tækninnar. MÉR þykir gott til þess að vita að þar eru ekki skrælingjar á valdastólum sem láta glepjast við gylliboðum erlendra auð- hringja. Mér varð svona hugsað til þeirra þegar ég hlustaði á fréttir af stórfyrirtækj- um sem náðu að sannfæra íslenska kollega þeirra Kleists og Hammond um að það væri ástæðulaust að þau þyrftu að borga skatta. Skrælingjadraumar Sælir, Voldemort! Ertu klár á barinn á kvöld? Klár eins og batterí, fröken! Í kvöld skulum við rústa gæjunum! Eins og egg í vöffludeigi! Eigum við að seg ja klukkan níu? Frábært! Þá næ ég að þvo á mér hárið! Ciao, bella! Vá! Hvernig náðiru þessu, Voldemort? Fjonesse! Með extra lyftingu! Nýja þvottavélin og þurrkarinn koma í dag! Þetta er það mest spennandi sem hefur komið fyrir mig í langan tíma! Gaur, þú verður að legg ja meira á þig! Pelsabúðin Opið Segðu honum að við eigum þá til í litlum stærðum, miðlungs og stórum, EKKI lifandi! ÁI! Mér er illt í olnbog- anum! Hvað kom fyrir? Ég datt af hjólinu og meiddi mig í hnénu. Er þér illt í olnboganum eftir að þú meiddir þig í hnénu?? Nei. Mér er illt í olnboganum því ég lamdi Sollu með honum þegar ég datt af hjólinu og meiddi mig í hnénu. En þá sparkaði hún í mig svo mér er eiginlega meira illt í rassinum en olnboganum... ÁI! Mér er illt í löpp- inni! Ég gefst upp. LÁRÉTT 2. þó, 6. umhverfis, 8. heldur brott, 9. útdeildi, 11. ullarflóki, 12. rót, 14. hopp, 16. átt, 17. blundur, 18. tæfa, 20. eldsneyti, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. veltingur, 3. frá, 4. sæfrauð, 5. traust, 7. naggrís, 10. flík, 13. smátt lausagrjót, 15. umkringja, 16. hlóðir, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. samt, 6. um, 8. fer, 9. gaf, 11. rú, 12. grams, 14. stökk, 16. sv, 17. lúr, 18. tík, 20. mó, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. rugg, 3. af, 4. merskúm, 5. trú, 7. marsvín, 10. fat, 13. möl, 15. króa, 16. stó, 19. ká. Þ U R R A U G U Náttúruleg vörn Nýjung gegn þur rki í augum Fæst í Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Án rotvarnarefna Þægilegar umbúðir auðvelda skömmtun 2ja mánaða skammtar Má nota með linsum Snyrtilegur klæðnaður áskilin • Heimilismatur í hádeginu virka daga • Boltatilboð •Hamborgaratilboð • Veislusalur til útleigu “Best geymda leyndarmál Kópavogs” Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.