Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.05.2013, Blaðsíða 2
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 KÓPAVOGUR „Já, ég sit í starfhæfum meirihluta,“ svaraði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, þegar oddvitar minnihlutaflokk- anna í bæjarráði spurðu hann út í stöðu meirihlutans í Kópavogi. Eins og komið hefur fram mynd- aðist nokkur titringur innan meiri- hlutans þegar tveir liðsmenn hans samþykktu tillögu minnihlutans um frestun afgreiðslu aðalskipu- lags. „Undirrituð beina þeirri fyrir- spurn til bæjarstjóra hvort hann sitji í umboði starfhæfs meiri- hluta en eitthvað virðist óljóst um að slíkt sé tilfellið. Jafnframt er meirihlutinn hvattur til að stilla saman strengi sína svo óvissu um stjórn bæjarins verði aflétt og unnið að þeim verkefnum sem þarf að vinna,“ sagði í fyrirspurn minnihlutans. „Engin óvissa hefur ríkt,“ bók- aði Ómar Stefánsson úr Fram- sóknarflokki. „Þakka góðar ábend- ingar, allir eru að vinna,“ bókaði Rannveig Ásgeirsdóttir úr Y-list- anum. - gar Bæjarstjórinn og aðrir oddvitar meirihlutans í Kópavogi segja stöðuna ljósa: Segja meirihlutann starfhæfan ÁRMANN KR. ÓLAFSSON OG RANN- VEIG ÁSGEIRSDÓTTIR Bæjarstjóri Kópavogs og aðrir oddvitar meirihlut- ans segja enga óvissu um samstarfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜16 HELGIN 18➜42 MENNING 52➜62 Auður Björnsdóttir hefur þjálfað hunda til að hjálpa fötluðum og flogaveikum. Hún þjálfaði líka hund sem fer með hlutverk í íslenskri bíómynd og annan sem dansar við lög Helga Björnssonar, bróður Auðar. Steinbergur Finnbogason, lögfræðingur Loftsins, segir deilur um einkarétt á nafninu fásinnu. Eigendur Loft Hostels í Bankastræti segjast eiga einkarétt á nafninu Loft. Þeir eru ósáttir við að Loftið og menningarstofan Loft Harbour noti einnig nafnið og fara fram á breytingar. Sara Nassim, kvikmyndagerðarkona á Ís- landi, komst inn í hina virtu framleiðsludeild American Film Institute nú á dögunum. Hún vonar að hlutur kvenna í kvikmyndagerð á Íslandi aukist á meðan hún stundar námið. Helgi Jóhannesson hæsta- réttarlögmaður skellti sér á skólabekk í fyrrahaust og er nú útskrifaður göngu- leiðsögumaður. Helgi segir vel geta farið svo að hann taki að sér gönguleiðsögn þótt lögmannsstarfið verði áfram hans aðalstarf. FIMM Í FRÉTTUM HÁFJÖLL, HUNDAR OG ALLT Í HÁALOFTI ➜ Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson komust báðir á topp Everestfjalls í liðinni viku en fóru hvor sína leiðina að toppnum. Ingólfur Geir fór suðurleiðina en Leifur Örn norðurhlíðina, fyrstur Íslendinga. RÍKISSTJÓRN NÝRRAR KYNSLÓÐAR 12 Þorsteinn Pálsson skrifar um pólítísk umskipti. SÍÐASTA GREIN FJALLKONUNNAR 16 Barnabörn Herdísar Þorvaldsdóttur luku við síðustu grein hennar um landvernd eft ir að hún lést. FÓLK „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upp- runaleit,“ segir Kristinn Ingvars- son, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ætt- leidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Ind- landi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hve- nær þráin til að vita meira um upp- runa sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um upp- runa minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í sam- band við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Ind- lands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjör- lega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómanna- skólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum Íslensk ættleiðing stendur fyrir fundum þar sem fjallað verður um upprunaleit ættleiddra ungmenna. Ung kona sem var ættleidd frá Srí Lanka segir mikilvægt að hafa vettvang þar sem ungmenni geti deilt reynslu sinni hvert með öðru. Á fundinum í dag mun Íslensk ættleiðing kynna nýjan félagsskap, Góðir Íslendingar, sem er æskulýðsfélag ættleiddra. Ingunn Unnsteinsdóttir var ættleidd frá Srí Lanka tveggja mánaða að aldri árið 1985. Hún segir mikil- vægt að ættleidd ungmenni á Íslandi hafi vettvang til að hittast og deila reynslu sinni. „Ég fór sjálf að spá alvarlega í þessi mál þegar ég var unglingur og undanfarin ár hef ég verið að velta þessu sífellt meira fyrir mér. Mér finnst þetta vera ferli sem ég þarf að ganga í gegnum, sérstaklega þar sem maður er á þeim aldri þar sem maður fer að huga að því að stofna eigin fjölskyldu.“ Ingunn segir að barnastarf hafi verið með ágætum þar sem ættleidd börn komu saman, en í kringum unglingsárin hafi þau tengsl rofnað. „Með stofnun Góðra Íslendinga er verið að skapa vettvang fyrir þessa umræðu. Við höfum verið hvert í sínu horninu að spá í sömu hlutina, en það er rosalega gott að hitta annað fólk sem er í sömu pælingum og deila reynslu sinni. Hvað sem svo verður, hvort sem fólk fer í nánari upprunaleit eða ekki er mikilvægt að það sé til vettvangur þar sem fólk getur hist og talað saman.“ Mikilvægt að hafa vettvang til samskipta UPPRUNALEIT Þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson frá Svíþjóð munu miðla reynslu sinni af upprunaleit á fundi æskulýðsfélags ættleiddra í dag. Ingunn Unn- steinsdóttir (til hægri) var ættleidd frá Srí Lanka árið 1985. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ATHYGLINNI BEINT AÐ UTANGARÐSMÖNNUM 52 Sýningin Utangarðs er opnuð í dag. HUNDRAÐA MILLJÓNA ÞÁTTARÖÐ 58 Sigurjón Kjartansson og Baltasar Kormákur eiga hug- myndina á bak við dýrustu sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi. STJÖRNURNAR ELSKA ÍSLAND 60 Það kitlar hégómagirnd Íslendinga þegar erlendar stjörnur fj alla um landið. FRÆÐIMÖNNUM FJÖLGAR OF HRATT 26 Skiptar skoðanir eru um hvort off ram- leiðsla sé á fræðimönnum í háskólum. BLUTH-FJÖLSKYLDAN SNÝR AFTUR 34 Fjórða sería Arrested Development frumsýnd. MÓNAKÓ ER HELSTA RAUN ÖKUMANNA 38 Mikil dramatík fylgir kappakstrinum í Mónakó. KRAKKAR 40 KROSSGÁTA 42 HVERNIG LYKTAR LISTASAFN? 18 Andrea Maack og Huginn Þór Arason eru lista mennirnir á bakvið nýstárlega sýningu sem verður opnuð í dag. SPORT 64 ÓÁNÆGJA MEÐ LJÓS 4 Áformuð lendingarljós við Ægisíðu eru sögð rýra gildi útivistarsvæðis. HÆTT KOMINN Í SILFRU 6 Kafari án súrefnis sökk til botns í Silfru. GAGNRÝNA FANGELSI 8 „... meiri líkur á að ís- lenskur sjávarútvegur verði áfram í fremstu röð.“ 10 Rúnar Jónsson, forstöðumaður hjá Íslandsbanka. ÚRSLITIN RÁÐAST Í MEISTARADEILDINNI 64 Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í London í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.