Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 12

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 12
25. maí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Að því er varðar aðildar-viðræðurnar við Evrópu-sambandið liggur beint við að skilja sáttmálann svo að hléið sem nú stendur verði fram- lengt þar til þjóðin tekur ákvörð- un. Með því móti yrði dyrum ekki endanlega lokað og samstarfið við vinnumarkaðinn auðveldað. Í ljósi aðstæðna þarf þetta ekki að vera óskynsamlegt. Hitt er þó ekki út í hött að líta svo á að í reynd hafi ákvörðun um að hætta viðræðunum aðeins verið pakkað inn í silki. Þar með er dyr- unum lokað. Þetta er skilningur margra í nánd við hjörtu stjórnar- flokkanna. Líklega er hann nær réttu lagi. Þó að engar afgerandi breyting- ar á utanríkisstefnunni séu berum orðum boðaðar liggja þær í loftinu án þess að djúp umræða eða fræði- leg greining búi þar að baki. Í stjórnarsáttmálanum er ekki minnst á varnarhagsmuni lands- ins. En þar er skýrt tekið fram að ný skref í viðskipta- og efna- hagssamvinnu eigi að stíga með tengslamyndun við einstök ríki í Asíu og Suður-Ameríku. Í meira en 60 ár hafa ný skref á þessum sviðum verið stigin með aukinni samvinnu við bandalagsþjóðir í Evrópu og Norður-Ameríku. Sú samvinna hefur síðan verið stökk- pallur í mikilvægri sókn inn á aðra markaði. Þá ályktun má því draga að verið sé að hverfa frá þeim grunni utanríkisstefnunnar sem forystu- menn Sjálfstæðisflokksins mót- uðu á sinni tíð. Í staðinn er farið nær þeirri línu sem núverandi for- seti Íslands hefur lagt með ríkari áherslu á Kína en vestræn ríki og tvíhliða tengsl fremur en þátttöku í bandalögum. Vigtin í utanríkismálum til Bessastaða Þó að stjórnarsáttmálinn sé ekki skuldbindandi hafa stjórnarflokkarnir eigi að síður vakið vonir sem þeir verða að rísa undir. Á tveimur sviðum hefur ríkisstjórnin aðeins tíma til hausts- ins til að sýna að hún sé fær um að varðveita það ótvíræða traust sem hún nýtur. Annað er loforðið um endur- greiðslu á verðbótum húsnæðis- lána. Hún þarf að vera afger- andi. En enginn getur ætlast til fullra efnda eins og þeim var lýst í kosninga baráttunni. Hitt skiptir meira máli að í einu og öllu verði staðið við loforðið um að kostnaður- inn falli ekki á almenning, hvorki í gegnum skatta né verðbólgu. Í stjórnarsáttmálanum er sagt að leysa megi úr því máli með stofnun sérstaks sjóðs. Án frekari útskýr- inga gæti það þýtt að almenningur borgi brúsann eftir leiðum seðla- prentunar og verðbólgu. Það væru svik. Hitt snýr að þýðingarmesta fyrir heitinu um víðtækt samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Sama dag og formenn stjórnarflokkanna undirrituðu formlega nýjan ríkis- stjórnarsáttmála lýstu Samtök atvinnulífsins yfir því að skynsam- legast væri að gera skammtíma kjarasamninga vegna óvissu í efnahagsmálum. Þetta er örugg- lega ekki hugsað sem vantraust en felur þó í sér sterkustu aðvörun úr þessari átt sem beint hefur verið til nýrrar stjórnar. Þeirri óvissu þarf að eyða fyrir haustið. Efnahagsáætlun í tímaþröng Með nýrri ríkisstjórn verða pólitísk umskipti og landsstjórnin fær nýtt yfirbragð. Um leið verða afgerandi straumhvörf þegar ný kynslóð stjórnmála- manna stormar inn í Stjórnarráðið. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son er yngsti forsætisráðherra lýð- veldisins. Fyrir hálfu ári var hann enn í vörn með Framsóknarflokk- inn. Honum lánaðist hins vegar á örfáum vikum að skapa sér og flokki sínum þá stöðu að óumdeilt væri að hann tæki við þessu vanda- sama hlutverki. Menn geta deilt um pólitík hans en enginn getur frá honum tekið að hann bjó þessa óvenjulega sterku stöðu til sjálfur. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, var í vörn innan Sjálf- stæðisflokksins þó að hann hafi fram að lands- fundi í febrú- ar verið langt kominn með að endur heimta fyrra fylgi. Tveimur vikum fyrir kosningar tókst honum hins vegar að ná þeim undirtökum og ávinna sér það traust að forysta hans sýn- ist nú vera óskoruð. Um leið hefur hann tryggt jöfn áhrif við forystu- flokk ríkisstjórnarinnar. Þannig eiga forystumenn beggja stjórnarflokkanna það sam- merkt að hafa snúið vörn í sókn á punktinum, annar út á við en hinn inn á við. Báðir eru því í sterkri stöðu til að geta sameiginlega snúið vörn landsins í sókn. Það eru þau umskipti sem flestir binda vonir við að þessi ríkisstjórn nýrrar kyn- slóðar valdi. Andrúmsloftið er með henni. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt almennt orðalag stjórnar- sáttmálans um markmið, athugan- ir og skoðanir án afgerandi loforða. Á þetta má horfa frá öðru sjónar- horni. Í ljósi almennra hagsmuna þjóðarbúsins og áhættusamra lof- orða í kosningabaráttunni er það fremur styrkur en veikleiki að leið- togar ríkisstjórnarinnar sýni þá ábyrgð að binda ekki myllusteina um háls sér í sáttmálanum. Ríkisstjórn nýrrar kynslóðar Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar er afdráttarlaus kafli um húsvernd, áreiðanlega sá fyrsti sem ratar inn í stjórnar- sáttmála hér á landi. Kaflinn er svona: „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið er að vernda sögulega byggð. Þannig verði framkvæmdir til þess fallnar að styrkja heildarmynd svæðis sem nýtur verndar til samræmis við upp- runaleg einkenni þess og auka þannig á menningarlegan styrk þess og aðdráttarafl.“ Það fer ekkert á milli mála hver er höfundur þessa texta. Hann er nánast samhljóða sam- þykkt skipulagsráðs Reykjavíkur vorið 2010 um að gera skyldi miðborg Reykjavíkur að sérstöku verndarsvæði. Flutningsmaður tillögunnar var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsráði. Þessi breyting á aðalskipulagi átti að taka gildi 18. ágúst 2010 og var vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra borgarinnar. Þar var henni stungið undir stól og hefur ekki meira til hennar spurzt. Aumingjaskap borgarstjórnar Reykjavíkur við að vernda byggingar arfleifð gömlu miðborgarinnar er enda við brugðið. Gömul, falleg og sögufræg hús hafa verið flutt í Árbæjarsafn og búið til úr þeim afkáralegt gerviþorp þannig að koma mætti yfir- máta ljótum nýbyggingum fyrir á lóðunum. Öðrum húsum hefur verið leyft að grotna niður þangað til þau eru orðin dópbæli og brunagildrur og allir eru dauðfegnir þegar einhver verktakinn sem hefur keypt lóðirnar býðst til að rífa draslið og byggja nýtt úr stáli og gleri. Í því skyni að „efla miðborgina“ er samþykkt allt of mikið byggingarmagn á lóðum og jafnvel þegar borgaryfirvöld átta sig á að það voru mistök þorir enginn að höggva á hnútinn og vinda ofan af skipulagsklúðrinu vegna bótaréttar verktakanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur talað bæði af viti og ástríðu fyrir mikilvægi þess að vernda gömlu miðborgina og gamla byggðakjarna í fleiri bæjum. Hann hefur bent á reynsluna frá borgum erlendis, þar sem verndarsvæði eins og þau sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum skapa aðdráttarafl fyrir borgina alla, auka lífsgæði borgarbúa og laða að sér íbúa, fyrir- tæki og ferðamenn. Nú er ástríðu-húsverndarmaðurinn Sigmundur Davíð kominn í aðstöðu til að hrinda þessu baráttumáli sínu í framkvæmd. Borgaryfirvöld í Reykjavík eiga að fagna þessum öfluga banda- manni og vinna með honum að því að snúa af braut Kringlu- og Smáralindarvæðingar miðbæjarins. Það er með verndarsvæði byggingararfleifðarinnar eins og hvítvínið með humrinum á sunnudögum; þetta er ekki endilega það mál sem er efst á forgangslista nýrrar ríkisstjórnar en þetta er gott mál, horfir til framfara og á alveg klárlega að komast í framkvæmd. Byggingararfleifðin kemst í stjórnarsáttmála: Húsverndar- ráðherrann ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.