Fréttablaðið - 25.05.2013, Side 18

Fréttablaðið - 25.05.2013, Side 18
25. maí 2013 LAUGARDAGUR Lyktin sem liggur í loftinu saman-stendur af 32 mismunandi lyktar-tegundum sem eru síðan sjálfar mjög flóknar samsetningar,“ segir Andrea. „Þetta er búið að vera mjög langt ferli. Við gengum út frá sögu sem er nokkurs konar vísindaskáld- saga, settum inn í hana orð og liti og báðum síðan ilmvatnsframleiðendur að búa til ilm sem endurspeglaði þetta. Við erum í raun að búa til listasafn framtíðarinnar.“ Andrea segir hugmyndina hafa kviknað út frá hugleiðingum um eðli safna og stöðu þeirra í dag. „Síðan komu okkar persónulegu áhugsvið inn í, eins og tíska og ilmvötn.“ Lyktartegundirnar 32 eru raungerðar í pappírsskúlptúrum sem þau Andrea og Huginn hafa búið til í sameiningu. Hafa þau unnið saman áður? „Ekki að sýningu, en við höfum unnið saman í Nýlistasafninu við að skrásetja 30 ára sögu safnsins. Við erum góðir vinir og höfum svipuð áhuga- svið. Síðast þegar Huginn sýndi í Hafnar- húsinu sýndi hann saumastofu þar sem fólk gat komið og pantað sér föt sem síðan voru saumuð. Á sama tíma sýndi ég ilm og núna erum við að sameina þetta tvennt niðri í A- salnum.“ Einn suðupottur Andrea er þekkt fyrir ilmvötnin sín en hún segir þennan ilm ekki vera hugsaðan fyrir markað. „Þetta tvennt er algjörlega aðskilið en auðvitað var ég að vinna þetta núna með fólki sem ég þekki úr bransanum. Það hefur mikið að segja að vera með þau sambönd því þannig gátum við unnið þetta með fagfólki í ilmvatnsgerð úti í Frakklandi.“ Þú ert alveg á fullu í myndlistinni enn þá þótt það gangi svona vel með ilmvatns línuna þína? „Já, já, þetta er bara einn suðupottur. Ég aðgreini þetta tvennt ekkert sérstaklega. Það varð eiginlega krafa að draga mynd- listina meira inn í ilmvatnsgerðina og við erum fljótlega að fara af stað með nýjar pakkningar þar sem teikningin er komin inn. Það er mikill áhugi fyrir því að bak- grunnurinn komi betur í ljós og þessar inn- setningar sem ég hef verið að vinna erlendis eru yfirleitt bæði ilm- og myndlistartengdar. Það skiptir mig engu hvort ég er að sýna á einhverjum vörusýningum úti í heimi eða hérna í Hafnarhúsinu, þetta er allt einn heimur.“ Ótrúlega framsækið Andrea segist vera mjög ánægð með að Hafnarhúsið skuli sýna það frumkvæði að halda sýningu af þessari gerð. „Það er ótrúlega framsækið af safninu, ég tala nú ekki um að setja hana í stærsta salinn. Það er alveg með puttann á púlsinum því það er mjög vinsælt núna að nota lykt í mynd- list. Ég efast samt ekkert um að fólk á eftir að hafa mismunandi skoðanir á þessari sýn- ingu, en það er bara gaman. Ég hvet fólk bara til þess að anda djúpt að sér áður en það fer inn og njóta þess að nota annað skyn- færi en vanalega á myndlistarsýningum.“ Erla Tryggvadóttir, við- skiptastjóri Brandenburg Huggulegheit „Ég ætla að einbeita mér að því að hafa það huggulegt um helgina með kærastanum og stjúpsyninum. Huga að kryddjurtunum á svölunum og svona.“ Heiðar Örn Kristjánsson tónlistarmaður Spilerí og veislur „Laugardagurinn fer í spilerí. Pollapönk-tónleikar, spilerí í útskriftarveislu og brúð- kaupsveislu um kvöldið. Á sunnudaginn er það FH-ÍA í Krikanum. Áfram FH!“ Sigmar Guðmundsson fjölmiðla maður Sinnir fj ölskyldunni „Ég er með pínulítið barn og verð líklega bara að sinna því og nýti tímann heima með fjölskyldunni. Það er alltaf best.“ HELGIN Hvernig lyktar listasafn? Kafl askipti er nafn nýstárlegrar sýningar sem verður opnuð í Hafnarhúsinu klukkan 16 í dag. Það eru þau Andrea Maack og Huginn Þór Arason sem sýna en umfj öllunarefnið er ilmur og listasafn fj arlægrar framtíðar. Andrea er þekkt fyrir ilmvötn sín en hún segir þó ekki meininguna að selja þennan ilm. SAMEIGINLEG ÁHUGASVIÐ Eitt af því sem leiddi þau Andreu og Hugin saman var áhugi á tísku og ilmi. Þetta er fyrsta samsýning þeirra og þar sameina þau þessi áhugamál. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack hárgreiðslukona Eyðir tíma með syninum „Ég var að klára myndatöku fyrir nýja bók fyrir danska hárfyrirtækið HH Simonsen og nú þarf ég að skrifa allan textann við myndirnar. Ætli helgin fari ekki fyrst og fremst í það og að borða góðan mat og eyða tíma með stráknum mínum sem er 7 mánaða. Svo fer ég líklega eitthvað út með hundana og nýt náttúrunnar.“ Handverk Heimilisiðnaðarfélagið er 100 ára og af því tilefni eru tvær sýningar opnaðar í Þjóðminjasafninu í dag. Annars vegar er sýning á veggspjöldum með forsíðum ársrits félagsins, Hugur og hönd. Hins vegar er sýning á munum úr safni Heimilis- iðnaðarfélagsins sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningin ber heitið Kónguló og vísar í kóngulóar- prjón sem er meðal mynsturgerða sem sýndar verða á sýningunni. Sýningar- stjóri er Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. 100 ára afmæli fagnað Prjónakónguló Tónlist Gyða Valtýsdóttir heldur tónleika í Vatnasafninu á Stykkishólmi í kvöld klukkan níu, á fullu tungli. Með henni leikur Shahzad Ismaily. Gyða er klassískt menntaður sellóleikari en er þó betur þekkt sem einn af forsprökk- um hljómsveitarinnar múm. Shahzad Ismaily er fjölhæfur tónlistarmaður sem hefur unnið með fjölda tónlista- manna, þar á meðal Will Oldham og Yoko Ono. Þau munu flytja verk eftir Olivier Messiaen, George Crumb, Harry Partch og Robert Schumann ásamt eigin verkum og spuna. Á fullu tungli Múmsystir á Vatnasafni Fyrir 100 árum var Vor blótið eftir Igor Stravinsky flutt í fyrsta sinn. Í tilefni aldar- afmælisins var verkið sett á svið af Íslenska dansflokknum og Sinfóníu hljómsveit Íslands. Flutningurinn er hluti af Lista- hátíð í Reykjavík en við sama tækifæri berja gestir augum Petrúsku eftir Stravinsky. Frumsýning á þessum flutn- ingi var í gærkvöld en í dag klukkan þrjú gefst tækifæri til að sjá þessi verk flutt, en við verk Stravinskys hafa verið samdir nýir dansar eftir fremstu danshöfunda Íslands og Finn- lands. Tón listin við Vor blótið markaði tímamót í tón list ar- sögunni og hefur haft gríð arleg áhrif á tón smíðar 20. aldar. Stra vinsky lýsti verkinu sem „danstón verki“ og það er óður til holskeflu hins skapandi krafts sem vorið færir með sér. Frá frum flutningi Vor blótsins hafa listamenn víða um heim end- ur túlkað þetta magnaða dans- tónverk á marg vís legan hátt. Petrúska er rússnesk þjóðsaga um strá brúðu sem lifnar við og öðlast til finn ingar. Vorblótið og Petrúska í Eldborg Vorblótið eft ir Stravinsky markaði tímamót í tónlistarsögunni þegar það var frumfl utt fyrir 100 árum. TILKOMU- MIKIÐ Íslenski dans- flokkurinn á Eldborgar- sviði Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tónlist Kammersveit Reykjavíkur flytur úrval verka pólska tónskáldsins Witold Lutosławski á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Norðurljósa- sal Hörpu á sunnudagskvöld. Lutosławski (1913-1994) var eitt virtasta tónskáld Póllands, og skipar stóran sess í evrópskri tónlistarsögu 20. aldar. Kammersveit Reykjavíkur var stofnuð árið 1974 og fagnar fertugs- afmælinu á næsta ári. Hún hefur lengi skipað virðingarsess í íslensku tónlistarlífi og hefur frá upphafi bæði flutt samtímatónlist og barokktónlist. Kammersveitin í Hörpu Íslenskt-pólskt stefnumót
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.