Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 34

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 34
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Sumir halda því fram að hægt sé að horfa á fyrstu þrjár þáttaraðirnar af Arrested Development þúsund sinnum og eiga samt enn eftir að uppgötva leynda brandara í eitt- þúsundastaogfyrsta skiptið. Hér verður ekki lagt mat á sannleiksgildi slíkra fullyrð- inga, en hitt er samt mjög líklegt að Mitch Hurwitz og félagar hafi grínast svo fram- úrstefnulega á köflum að það muni aldrei neinn fatta það nema þeir. Þessi skammlífa gamanþáttaröð um hrak- farir Bluth-fjölskyldunnar þykir eitthvert margslungnasta og úthugsaðasta grínefni sem birst hefur á sjónvarpsskjáum. Þætt- irnir sópuðu að sér Emmy-verðlaunum og urðu mörgum æstum aðdáendum harmdauði þegar þeim var kippt af dagskrá fyrir sjö árum sökum óvinsælda vestanhafs. En nú er loksins komið að því að Bluth- slektið hljóti uppreisn æru. Fjórða þátta- röðin – fimmtán nýir þættir, átta og hálf klukkustund að lengd – verður gerð aðgengi- leg á netmiðlinum Netflix á morgun eftir langa þrautargöngu allra hlutaðeigandi. Fyrir þá sem ekki þekkja til þáttanna má í sem stystu máli segja, með vísan til upp- hafsorða þeirra, að fyrstu þrjár þáttarað- irnar fjalli um tilraun Michaels Bluth til að halda fjölskyldu sinni og fjölskyldufyrirtæk- inu á fótunum eftir að faðir hans er handtek- inn, grunaður um alvarleg afbrot í rekstrin- um. Inn í þetta fléttast tugir ógleymanlegra aukapersóna, til dæmis lögmaðurinn Barry Zuckerkorn, trúarofstækisstelpan óeftir- minnilega Ann Veal og einkaspæjarinn Gene Parmesan. Þau munu öll birtast aftur í fjórðu þáttaröðinni, þar sem við fáum að vita hvað hefur drifið á daga þessara kyn- legu kvista öll þessi ár. Íslendingar sem eru þyrstir í annan skammt af þessari veislu fyrir heilann og hláturtaugarnar þurfa ekki að bíða of lengi, því að fjórða þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 frá og með föstudeginum 14. júlí. Biðin eft ir Bluth-fj ölskyldunni á enda Hvað hefur drifi ð á daga skemmtilegustu fj ölskyldu veraldar undanfarin sjö ár? Við því fæst svar innan sólarhrings, þegar ný þáttaröð af Arrested Development verður loksins frumsýnd á vefnum Netfl ix. Upp með skálmalausu gallabuxurnar og stingið banönum í frystinn. Yngsti sonurinn er seinfær mömmustrákur sem hefur varið allri ævinni í miður gagnlegt nám. Hann býr enn hjá mömmu og pabba, fær regluleg kvíðaköst af minnsta tilefni, er hræddur við opin og lokuð rými og elskar ekkert meira en djús, nema ef vera skyldi mömmu sína. BUSTER BLUTH Leikinn af Tony Hale Sonur Michaels er tauga- óstyrkur og vandræðalegur með afbrigðum og ekki bætir úr skák þegar hann verður ástfanginn af frænku sinni. Hann er allt of dugmikill starfsmaður lítillar sjoppu fjölskyldunnar niðri á höfn þar sem kaupa má frosna banana. Svo kann hann ekki að grípa– neitt. GEORGE MICHAEL BLUTH Leikinn af Michael Cera Ættfaðirinn sem lendir í fangelsi fyrir það sem hann segir að gætu talist „væg landráð“ í rekstri fjölskyldufyrirtækisins. Unir sér í fyrstu vel í fangelsinu en fljótlega fara flóttatilraunir að verða nánast daglegt brauð. Á auðvitað í sambandi við einkaritarann sinn. GEORGE BLUTH ELDRI Leikinn af Jeffrey Tambor GOB (borið fram eins og Djób) er skírður í höfuðið á föður sínum og Oscari tvíburabróður hans. GOB er auðnuleysingi og flagari með minnimáttarkennd sem sinnir töfrum í hjáverkum og tekur þá mjög alvarlega. Fjölskyldunni þykir þó ekki mikið til starfans koma. GEORGE OSCAR BLUTH (GOB) Leikinn af Will Arnett Systirin í Bluth-fjölskyldunni er gift Tobias Fünke og hefur stöðugar– og eðlilegar– áhyggjur af sambandinu. Sjálf er hún löt með afbrigðum, hefur varla unnið handtak á ævinni og vanrækir dóttur sína. Hún stendur reglulega fyrir söfnunum í þágu málefna sem hún hefur takmarkaða ástríðu fyrir. LINDSAY FÜNKE Leikin af Portiu de Rossi Misástkær eiginkona George eldri. Lucille er léttrasískt snobbhænsn og á í langvinnu stríði við nöfnu sína sem er bæði besta vinkona hennar og erkióvinur. Lucille glímir við svæsið áfengisvandamál en reynist þó talsvert kænni en hún lætur uppi dagsdaglega. LUCILLE BLUTH Leikin af Jessicu Walters Dóttir Fünke-hjónanna er hraðlyginn og lævís svika- hrappur sem kemst upp með hvað sem er vegna þess að foreldrar hennar nenna lítið sem ekkert að sinna henni. Hún býr til hin og þessi hliðarsjálf til að fá sínu fram- gengt og kemur George Michael, frændanum sem er ástfanginn af henni, gjarnan í klípu. MAEBY FÜNKE Leikin af Aliu Shawkat „Hreini“ sonurinn sem á að taka við ættarveldinu. Ekkill- inn Michael er búinn að fá sig fullsaddan af ruglinu en á erfitt með að slíta sig lausan frá fjölskyldunni sem hann þolir ekki. En er hann kannski ekki jafnfullkominn og af er látið? MICHAEL BLUTH Leikinn af Jason Bateman ➜ Í þættinum Notapusy má sjá George Michael í skyrtu með sama litamynstri og nammið í skálinni fyrir framan hann. ➜ Á hátíðisdögum klæðist Lupe, þerna Lucille, alltaf gömlum fötum af Bluth-fjölskyldunni sem hæfa ekki tilefninu. Í eitt skipti er hún í hrekkjavökupeysu í jólaboði og í annað er hún í þakkargjörðarpeysu á Valentínusardag. Dæmin eru fleiri. ➜ Ítrekað er ýjað að því í þáttunum að Tobias telji sig vera blökkumann í líkama hvítingja. ➜ Í fyrri hluta annarrar þáttaraðar er bananasölu- turn Bluth-fjölskyldunnar dreginn úr hafinu eftir skemmdarverk. Á honum virðist standa: „I‘ll Get You Bluths– Hello“. Það er ekki fyrr en í lok þriðju þáttaraðar sem í ljós kemur að ættleiddur sonur Lucille heitir ekki Annyong heldur Hel-loh og að hann hafði alla tíð áformað hefndir vegna þess þegar Bluth-fjölskyldan hrakti bananasölumann- inn föður hans af höfninni. ➜ Enginn í fjölskyldunni getur beitt hamri. Ef maður horfir á allar þáttaraðirnar meðvitaður um þá staðreynd finnast minnst sjö dæmi. ➜ GOB kemst upp með að nota orðið „fucking“ í einum þáttanna. Atriðið er klippt í miðju orði og síðari hluti setningarinnar sýndur á undan. Hann hefst á orðunum „…cking 63 hundred dollar suit!“. Seinna í þættinum sjáum við nánasta aðdragandann sem endar á orðunum: „No, Al. I want to spill booze all over my fu…“ Tókstu eftir þessu? (Varúð – hér leynist spilliefni!) Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Eiginmaður Lindsay er kynvilltur sálfræðingur sem þráir að verða leikari. Hann ber titilinn „analrapist“ með stolti (blanda af ensku orðunum analyst og therapist) en er ekki jafnstoltur af því að þjást af sálfræðilegum kvilla sem veldur því að hann getur aldrei verið nakinn og þarf ávallt að klæðast skálmalausum gallabuxum næst skinninu. TOBIAS FÜNKE Leikinn af David Cross GRÍNÞÆTTIRNIR ARRESTED DEVELOPMENT SNÚA AFTUR EFTIR SJÖ ÁRA HLÉ „Þetta er alveg frábært efni en það höfðar kannski ekki til allra,“ segir Ari Eldjárn, einn fjölmargra aðdáenda Arrested Development. „Mér finnst þetta snilld af því að þetta eru leiknir gaman- þættir sem eru samt jafnhraðir og klikkaðir og teiknimynd.“ ➜ Jafnhratt og klikkað og teiknimynd
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.