Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 38
Ferðir LAUGARDAGUR 25. MAÍ 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 5125432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Í skálanum við Nordenskjöld-jökulinn
þurfti að ná í ís úr jöklinum til að bræða
sem drykkjar- og saunuvatn.
Norðlægar slóðir hafa lengi heillað Ár-dísi og Donal og því fannst þeim ekki úr vegi að stefna í þá átt í brúð-
kaupsferð sinni. „Við höfðum farið í frá-
bært ferðalag til Alaska árið áður en við gift-
um okkur. Hins vegar fórum við aldrei norð-
ur fyrir Reykjavík og því fannst okkur tími til
kominn að halda aðeins norðar en Ísland í
næstu ferð,“ segir Árdís en þau Donal gengu
í hnapphelduna í júní 2011 en brúðkaups-
ferðin var ekki farin fyrr en í ár. „Við ákváð-
um að fara eins langt norður og við kæmumst
án þess að þurfa að leggjast í margra mán-
aða eða ára undirbúning,“ upplýsir hún og
því varð Svalbarði fyrir valinu. „Svalbarði er
nyrsta byggðarlag heimsins og það er ótrú-
lega auðvelt að komst þangað með reglu-
legu áætlunarflugi,“ segir Árdís en hjónin,
sem búa í Danmörku og Edinborg um þess-
ar mundir, f lugu frá Kaupmannahöfn í gegn-
um Ósló og Tromsö til Longyearbyen á Sval-
barða.
Í liði með Ronju ræningjadóttur
Í bænum gistu þau í Basecamp Trapper‘s
Hotel sem er byggt í stíl kofa sela- og ís-
bjarnaveiðimanna fyrri tíma. Fyrsta kvöld-
ið var ætlað í rólegheit en þau álpuðust inn á
ferðaskrifstofu þar sem þeim var í snarheit-
um kippt með í jökulhelli til að leika ferða-
menn í auglýsingamyndbandi. „Okkur fannst
frekar fyndið að vera loks „uppgötvuð“ á
Svalbarða eftir að hafa búið í mörg ár í Los
Angeles,“ segir Árdís kímin.
Svo var haldið í fjögurra daga hundasleða-
ferð. „Við vorum fimm í allt með leiðsögu-
manninum og hvert okkar með sleða með
sex hundum. Ég valdi að sjálfsögðu liðið með
Ronju ræningjadóttur,“ segir Árdís glaðlega
en ferðin var mikið ævintýri. „Þetta var bæði
mun auðveldara og mun erfiðara en ég átti
von á. Þetta var líkamlega auðveldara, hund-
arnir voru sterkir og maður þurfti ekki að
hjálpa þeim nema upp allra bröttustu brekk-
urnar. Hins vegar var þetta tæknilega mun
erfiðara en ég átti von á og maður hafði litla
stjórn á sjálfum hundunum,“ segir Árdís
enda voru einungis hundar leiðsögumanns-
ins þjálfaðir í að hlýða skipunum til hægri og
vinstri. „Hinir hundarnir áttu að elta sleðann
á undan sem var saklaust á snjóbreiðunum
en gat orðið erfitt í brekkum. Stundum end-
aði sleðinn á hliðinni og maður rúllaði af.“
Hótel um borð í skútu
Fyrstu nóttina gistu Árdís og Donal á allsér-
stöku hóteli, hollensku seglskútunni Noor-
derlicht sem situr frosin föst í Templarfjor-
den á veturna. „Skipinu er siglt inn fjörðinn á
haustin og látið frjósa fast, og svo er því siglt
aftur burt um vorið,“ segir Árdís og var afar
ánægð með gistinguna. „Þarna hittum við
annað myndatökulið sem var að mynda sam-
spil ísbjarnamóður og húna,“ segir hún og
um kvöldið gátu þau öll fylgst með ísbjarna-
móðurinni úr öryggi bátsins. „Í allri ferðinni
máttum við ekki fara út án leiðsögumanns
sem ávallt var vopnaður riffli og skammbyssu
vegna ísbjarna.“
Næstu tvær nætur gisti hópurinn í skála við
rætur Nordenskjöld-jökulsins. „Þaðan fórum
við í dagsferð á sleðunum yfir frosinn Isfjord-
en til Pyramiden sem er gamall rússneskur
draugabær. Þar búa reyndar tuttugu manns
núna, fimm sem reka þar ferðaþjónustu og
fimmtán sem vinna við að hreinsa svæðið af
hrörnandi byggingum. Þar hittum við líka
myndatökulið númer þrjú sem var að vinna að
mynd um hjólabretti á norðurslóðum.“ Í lok
ferðarinnar var hópurinn sóttur með bát á rönd
íssins og siglt var aftur til Lonyearbyen. „Síð-
asta daginn okkar á Svalbarða fórum við í vél-
sleðaferð á austurströndina sem er mun kald-
ari en vesturströndin sem nýtur yls frá Golf-
strauminum,“ segir Árdís en þau hjónin eru
himinlifandi með þessa köldu brúðkaupsferð.
Í brúðkaupsferð á Svalbarða
Árdís Elíasdóttir og Donal O‘Connell eru nýkomin úr ævintýralegri brúðkaupsreisu til Svalbarða í Norður-Íshafi. Þau ferðuðust um á
eins manns hundasleðum, gistu í seglskútu sem frosin var föst í Templarfjorden, sáu ísbjarnamömmu með tvo húna og heimsóttu
yfirgefinn rússneskan draugabæ.
Árdís og Donal fóru í fjögurra daga hundasleðaferð um snjóbreiður Svalbarða. Þau voru fimm saman og hvert og eitt með eigin hundasleða og hundateymi.
„Hótelið“ Noorderlicht er í raun skúta sem frosin er föst í firði. Í forgrunni er eitt hundateymi sem hvílir
lúin bein.
Árdís og Donal kappklædd í kuldanum á Svalbarða. Þau voru hæstánægð enda var stefnan að fara í
brúðkaupsferðina að vetrarlagi.