Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 42

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 42
FÓLK| til mömmu, samanlagt 230 kíló- metra,“ segir Baldur, sem fer í sveit til foreldra sinna við hvert tækifæri og tregar það nú að komast ekki norður í sauðburð. „Mér þykir afar vænt um sveitina mína og upprunann og nýti hvert tækifæri til að nota landsbyggðar- hrokann á borgarbúa,“ segir Baldur og skellir upp úr. „Vorin með sauðburðin- um og haustin með göngum og réttum eru minn uppáhaldstími í sveit. Ég hef gaman af öllum bústörfum þótt ég sé ekki mikill hestamaður og þótti alltaf skemmtilegast að sjá um kindurnar því þær eru húsdýr sem bændur mynda oft tengsl við. Mér þykir líka mikið stuð að rýja, moka skít og flórinn og vera innan um bændur, sem eru sérstakur þjóðflokkur, með sínar sterku skoðanir á hlutunum og skemmtilegan kjaft á stundum,“ segir Baldur heillaður af sveitinni. Í FÓTBOLTA TIL AÐ VINNA Baldur er nú markahæsti leik- maður Pepsi-deildarinnar og leikur á miðjunni með KR sem er efsta lið í deildinni. „Ég er langt í frá besti marka- skorarinn í deildinni og heiðurinn ligg- ur hjá liðsfélögum mínum. Þetta hefur verið góð byrjun og ég verið réttur maður á réttum stað, fengið nokkur opin færi og tækifæri til að klára þau með sæmd. Ég er því ekki lykilmaður í velgengni KR nú; bara heppinn að vera í færinu þegar boltinn kemur,“ segir Baldur af stakri hógværð. Spurður hvort atvinnumennska í útlöndum freisti segist hann ekki mundu segja nei við spennandi til- boði en að sér líði stórkostlega að spila á Íslandi og með KR. „Þótt starfsframinn sé að verða í meiri brennidepli en fótboltaframinn hef ég gríðarlegan metnað í bolt- anum. Það skiptir mig öllu að standa mig vel hjá KR þar sem andinn ein- kennist af miklum metnaði og pressu á árangur. Það er ég ánægðastur með þótt stundum sé talað um að KR setji of mikla pressu á leikmenn. Fólk ým- ist elskar eða hatar KR og ég er í fyrr- nefnda hópnum. Ég er í þessu til að vinna leiki og titla, enda það leiðin- legasta í heimi að tapa.“ ELSKAR PÁLU MARIE OG SONINN Fótbolti er örlagavaldur í einkalífi Baldurs því hann fann ástina með Pálu Marie Einarsdóttur, knatt- spyrnukonu í Val. „Við Pála Marie höfðum tekið hvort eftir öðru í gegnum fótbolt- ann en náðum loks saman á fallegu sumarkvöldi í bænum aðfaranótt þjóðhátíðardags. Ég held að kven- hylli fótboltamanna skrifist á at- hyglina sem þeir fá í fjölmiðlum því stundum verða þeir jafn áberandi og fræga fólkið. Svo spilar trúlega inn í sú staðreynd að fótbolti er vinsæl- asta íþrótt heims.“ Baldur og Pála Marie eignuðust son í janúar. „Það er yndisleg tilfinning að verða faðir og breytir tilverunni. Ég var lítill barnakarl áður en sonurinn fæddist en um leið og maður fær eigið barn í hendur breytist allt. Víst eru góðar líkur á að snáðinn verði fótbolta- maður því móðir hans er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Val. Hann mun því alast upp í fótbolta- fjölskyldu en gæti allt eins fengið ógeð eins og að smitast af fótbolta- bakteríunni,“ segir Baldur og kímir. Fjölskyldan er nýflutt í Vestur bæinn og blómstrar þar í návígi KR-vallarins. „Mér líður yndislega í borginni en finnst þægilegt að komast af og til í sveitina líka. Ég sé ekki fyrir mér að búa í sveit í framtíðinni en sem verk- fræðingur væri gaman að vinna að framkvæmdum á landsbyggðinni,“ segir Baldur, sem útskrifast úr bygg- ingaverkfræði að ári og hóf störf á verkfræðistofu í liðinni viku. „Ég ætlaði alltaf að verða smiður en verkfræðin varð óvart fyrir valinu þeg- ar fyrrverandi kærasti systur minnar var í verkfræðinámi og vakti með mér áhuga á starfinu. Ég hafði aldrei verið sterkur í stærðfræði en skipti strax yfir á raungreinabraut til að undirbúa mig undir verkfræðinámið og finn að starfsumhverfið á vel við mig.“ Um helgina ætlar Baldur að sækja tvær æfingar hjá KR, sem á mikilvæg- an leik á mánudag. „Ef vel viðrar förum við í göngu- túr með vagninn og heilsum upp á tengdaforeldra mína og vini okkar. Þá er klárt mál að ég horfi á stærsta leik ársins, sem er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Evrópu. Það verður að viðurkennast að ég horfi dálítið mikið á fótbolta í sjónvarp- inu.“ ■ thordis@365.is BJÖRT FRAMTÍÐ Baldur útskrifast úr byggingaverkfræði á næsta ári og vinnur nú á verkfræðistofunni VSÓ ráðgjöf þar sem hann finnur sig afar vel. MYND/ANTON HELGIN Hverfið verður skreytt í regnbogans litum og ým-islegt skemmtilegt í boði. Frítt verður í Grafarvogslaug milli klukkan 9 og 11. Milli 10 og 12 verður opið hús á svellinu í Egilshöll en frítt verður á skauta fyrir börn og fullorðna. Þeir sem vilja geta fengið kennslu í undir- stöðuatriðum skautalistarinnar. Klukkan 13 verður Hallsteinsgarður vígður en það verður myndhöggvar- inn sjálfur, Hallsteinn Sigurðsson, sem afhendir Reykjavíkurborg verk sín til eignar. Að því loknu verður farin skrúð- ganga frá garðinum að Gufunesbæ þar sem slegið verður upp hátíðahöldum. Þar verða hoppukastalar, leiktæki, hest- ar, andlitsmálning, Sögubíllinn Æringi og ýmislegt fleira í boði. Þá verður opið hús hjá Íslenska gáma- félaginu en þar verður hægt að sjá sýningu á hlutum sem hafa fengið nýtt líf. Hoppu- kastali og grillaðar pylsur verða að sjálf- sögðu hluti gleðinnar. GLEÐI Í GRAFARVOGI Grafarvogsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 25. maí. Holtagörðum | Sím 00i 553 18 | Opið virka daga 11-18 og laugardaga 11-15 NÝ SENDING AF VIÐARPERLUM Lengjur 395 kr. - 695 kr. STÆRSTI PERLUBAR LANDSINS Stærsta föndurverslun landsins Hvað er í matinn? HÓTEL- OG MATVÆLA SKÓLINN WWW.MK.IS Matsveinanám fyrir þá sem starfa eða vilja starfa á fiski- og flutningaskipum og litlum mötuneytum. INNRITUN STENDUR TIL 31. MAÍ Upplýsingar á www.mk.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000 MATSVEINANÁM FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.