Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 47
Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára
og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um
heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum.
Skólaárið 2013-2014 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í
skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skóla-
stefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi
ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka
samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og
eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér.
Auglýst eru laus eftirfarandi störf:
Leikskólakennarar:
Óskað er eftir leikskólakennurum til starfa frá hausti 2013
með 2ja til 5 ára börnum. Um lifandi og skemmtilegt starf er
að ræða sem þróast ört hjá okkur í Krikaskóla. Viðkomandi
þarf að vera tilbúin að taka þátt í miklu samstarfi við aðra
kennara um fjölbreytta menntun barna. Um 100% framtíðar-
starf er að ræða.
Grunnskólakennari:
Óskað er eftir grunnskólakennara til starfa í Krikaskóla.
Grunnskólakennarar í Krikaskóla starfa saman í teymi og
gert er sérstakt samkomulag við hvern og einn með heimild
í kjarasamningi. Um 100% starf er að ræða.
Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
Íþróttakennari:
Óskað er eftir íþróttakennara til starfa í Krikaskóla.
Viðkomandi þarf einnig að sjá um sundkennslu.
Íþróttakennari Krikaskóla tekur þátt í starfi með fjölbreyttum
aldri barna og kemur einnig að öðrum störfum með börnum.
Samkomulag er gert við íþróttakennara með heimild
í kjarasamningi. Um 100% starf er að ræða.
Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
Myndlistarkennari:
Starfið felur í sér myndlistarkennslu fyrir börn á aldrinum
5 til 9 ára. Um 40% starf er að ræða. Þróun á starfinu er í
samstarfi við umsjónarkennara, skólastjóra og sviðstjóra.
Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara
Tónlistarkennari:
Starfið felur í sér tónlistarkennslu fyrir börn á aldrinum 5 til 9
ára. Um 20% starf er að ræða. Þróun á starfinu er í samstarfi
við umsjónarkennara, skólastjóra og sviðstjóra.
Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
Annað starfsfólk:
Auglýst er eftir starfsfólki til starfa í Krikaskóla. Um er að
ræða ýmis störf með börnum á aldrinum 2ja – 9 ára.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um störfin.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2013.
Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans
www.krikaskoli.is og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn
um starf á netfangið krikaskoli@krikaskoli.is
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla,
Þrúður Hjelm (thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Óladóttir
sviðstjóri Krikaskóla (agusta@krikaskoli.is) í síma 578-3400.
Lausar stöður
í Krikaskóla,
Mosfellsbæ
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
• •
• •