Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 80

Fréttablaðið - 25.05.2013, Page 80
25. maí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 Vissir þú? Teikningar og texti Bragi Halldórsson 45 „Jæja Kata,“ sagði Lísaloppa. „Nú ert þú búin að æfa þig í að leysa sudoku gátur, getur þú leyst þessa?“ „Tja,“ sagði Kata með semingi. „Æfa mig og ekki æfa mig, ég er nú bara búin að glíma við örfáar.“ „Og hvernig hefur gengið?“ spurði Konráð. „Svona upp og ofan en það er rétt að það verður auðveldara í hvert skipti að leysa þær,“ sagði Kata. „Þá skulum við bara demba okkur í þessa,“ sagði Lísaloppa spennt en Kata dæsti. Hún var ekki ennþá orðin það góð í að leysa sudoku gátur að hún beint fagnaði því, en verkefni er verkefni. „Allt í lagi, sagði Hún ákveðin. „Drífum þá í því.“ Getur þú leyst þessa sudoku gátu? 5 9 6 2 6 5 9 4 9 5 1 7 8 6 3 7 8 5 7 9 4 8 1 2 8 3 5 4 7 5 4 3 9 2 3 9 4 6 5 7 2 5 8 3 1 Frístundaheimilið Skýjaborgir er starfrækt við Vesturbæjarskóla. Þar eru fjölmargir klúbbar starf- andi sem bæði starfsmenn og krakkarnir á Skýjaborgum, sem eru nemendur í 1. og 2. bekk skólans, eiga frumkvæði að. Meðal klúbba sem hafa verið starfræktir eru tilraunaklúbbur, listaverkaklúbbur, drekaklúbbur og rokkklúbbur. Margir krakkar sem eru á frístundaheimilinu eru áhugasamir um Stjörnustríðs- kvikmyndirnar og höfðu áhuga á því að stofna Star Wars-klúbb. Halldóra Hafsteinsdóttir starfs- maður heyrði af þessum áhuga og tók verkefnið að sér. „Þessi klúbbur hefur alveg slegið í gegn og mér þykir sérstaklega skemmtilegt að það eru mjög margar stelpur í honum. Sumir krakkanna vita mjög mikið um myndirnar en aðrir hafa bara lært um þær í myndunum.“ Barist í Skýjaborgum með geislasverðum Áhugasamir krakkar á frístundaheimilinu Skýjaborgum í Vesturbæjarskóla fengu þá hugmynd á dögunum að stofna Star Wars-klúbb. Halldóra Hafsteinsdóttir, sem vinnur á heimilinu, tók málið í sínar hendur enda áhugasöm um málið. ALLIR HALDA UPP Á LOGA GEIMGENGIL OG SVARTHÖFÐA Nokkrir af krökkunum í hinum vinsæla Star Wars-klúbbi. Þau heita frá vinstri: Álfheiður, 6 ára, Vigdís Elfur, 6 ára, Elvar, 6 ára, (fyrir aftan) Björn Diljan, 6 ára, Jón Gnarr, 7 ára, og Sigurður, 7 ára. Þau eiga sér enga sérstaka uppáhaldsmynd í myndaflokknum en halda öll mikið upp á Luke Skywalker, eða Loga Geimgengil eins og hann heitir á íslensku, og Svarthöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Meðal annarra klúbba sem hafa verið starfræktir á Skýjaborgum er klúbburinn Söngfuglarnir en meðlimir hans æfðu upp nokkur lög og sungu fyrir heimilisfólk á elliheimilinu Grund. „Svo höfum við hér til dæmis álfa- og tröllasöguklúbb, njósnaraklúbb og bóka- klúbb,“ segir Styrmir Reynisson hjá Skýjaborgum. „Hugmyndirnar koma bæði frá krökkunum og starfsmönnum. Stundum sjá krakk- arnir alveg um klúbbana, stundum fá þau aðstoð starfsmanna og stundum halda starfsmenn alveg utan um starfið. Þetta er mjög vinsælt og vel metið hjá krökkunum.“ Söngfuglar sungu á Grund ■ Að í líkamanum eru um 650 vöðvar. Þegar þú brosir notar þú 17 vöðva. Þegar þú ert með fýlu- svip notar þú 43. ■ Að það er hægt að teyma kú upp stiga en ekki niður hann. ■ Að yfir daginn þrýstast þófarnir milli hryggjarliðanna saman svo að við erum styttri þegar við förum að sofa en þegar við vöknum á morgnana. ■ Að hárið á höfði þér vex í tvö til sex ár og venjulega detta 70-100 hár af daglega. Augnhárin endast hins vegar einungis í tíu vikur. ■ Að geimfarar eiga erfitt með að gráta úti í geimnum. Þar sem ekk- ert þyngdarlögmál er geta tárin ekki runnið og því svífa droparnir bara um. ■ Að fleira fólk notar bláa tann- bursta en rauða. ■ Að hver maður hefur alls um fimm milljónir hára og þau vaxa um 12 millimetra á mánuði. ■ Að hver manneskja hefur sitt eigið sérstaka tungufar sem er ólíkt öllum öðrum rétt eins og fingraför. ■ Fyrsta myndin sem gerð var um Star Wars var frumsýnd árið 1977, fyrir 36 árum. Sú mynd er samt númer fjögur í myndaflokknum en alls hafa verið gerðar sex myndir og sú sjöunda er á leiðinni. ■ Í fyrstu myndinni eru kynntar til sögunnar hetjur sem leika aðalhlutverk í fyrstu myndunum þremur sem frum- sýndar voru á árunum 1977, 1980 og 1983. Þær myndir eru númer fjögur, fimm og sex. ■ Þessar hetjur eru Luke Skywalker, Han Solo, Obi-Wan Kenobi, Leia prinsessa, Chewbacca, Darth Vader og vélmennin R2D2 og C3PO. Allar þessar persónur fengu íslensk nöfn sem eru mismikið notuð. Luke heitir á íslensku Logi Geimgengill, Han Solo var nefndur Hans Óli, Leia fékk nafnið Lilja, Chew- bacca heitir Loðinn og Darth Vader er að sjálf- sögðu Svarthöfði. Yoda kemur til sögunnar í mynd númer fimm. ■ Myndir eitt, tvö og þrjú gerast á undan hinum en voru búnar til seinna. Þar hittum við ungan Svarthöfða sem heitir þá Anakin. Þar eru líka Loðinn, Obi-Wan og vélmennin tvö. ■ Mikið er barist með geislasverðum í Star Wars, en þau eru vopn Jedi-riddara. Meðal eftirminnilegra bardaga eru: Anakin að berj- ast við Obi-Wan í mynd númer þrjú, en eftir þann bardaga verður Anakin að Svarthöfða, og Logi að berjast við Svarthöfða í mynd- um númer fimm og sex. Í bardaganum þeirra í mynd númer fimm kemst Logi að því að Svarthöfði er pabbi hans. Star Wars HETJUR Logi Geimgengill, Lilja prinsessa og Hans Óli í góðum gír. En hvað er svo gert í svona Star Wars-klúbbi? „Það var svo skemmtilegt að Nexus gaf mér fjöldann allan af geislasverðum og við höfum verið að æfa okkur með þau og prófað að berjast með sverðunum. Við höfum skoðað bardaga í bíómyndunum og sviðsett þá. Svo höfum við verið að mála steina eins og pers- ónur bíómyndanna. Einnig fann ég myndir á netinu sem hægt er að prenta út og búa til fígúrur úr.“ Hvað eru margir í klúbbnum? „Það eru fjórtán í klúbbnum í einu en við skiptum um meðlimi reglulega.“ Halldóra hefur sjálf mjög gaman af Star Wars. „Ég er samt eigin- lega enn hrifnari af Star Trek en þær myndir passa ekki fyrir aldurshópinn í Skýjaborgum. En það er mjög gaman að vinna að þessu verkefni með krökkunum og alltaf gaman að rifja upp Star Wars.“ Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Amerískir með klakavél 20% afsláttur OBI-WAN KENOBI Tilbúinn í slaginn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.