Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 2
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 TÆKNI Halldór Jörgensson, fráfar- andi framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, er tekinn við sem sölu- og markaðsstjóri Surface-spjald- tölvu Microsoft alls staðar utan Bandaríkjanna. Halldór mun þó starfa áfram hér á landi. „Allavega um sinn, skattkerfinu til ánægju,“ segir Halldór kíminn. Halldór hafði verið í samráði við þjónustuteymi Microsoft. „Ég hafði verið að skipta mér aðeins af þeim og ég fann að þetta var eitthvað sem ég hafði áhuga á. Það þróaðist út í það að ég var að endingu beðinn um að koma í liðið,“ segir Halldór. Surface-spjaldtölvan var mark- aðssett á ört stækkandi markað snjalltækja en galt afhroð í sam- anburði við iPad frá Apple. Nýlega var greint frá 900 milljón dollara- tapi Microsoft vegna framleiðsl- unnar. Tapið samsvarar 109 millj- örðum króna. Halldór segist þó ekki hafa verið fenginn sérstaklega inn til þess að bjarga hlutunum. „Mín ráðning var gerð áður en þetta tap var gert kunnugt. Þetta breytir engu um hvað við ætlum að gera eða hvernig á að gera þetta. Við þurfum að vinna mjög hratt á ört vaxandi markaði og ég er mjög spenntur að takast á við þetta verkefni. Það er mikill uppbygg- ingarfasi á fyrirtækinu og við erum ekki að breyta okkar áætlun- unum neitt vegna þessa. Við ætlum að ná árangri og ná yfirhöndinni á þessum snjalltækjamarkaði,“ segir Halldór. -mlþ Halldór Jörgensson flyst til innan Microsoft og tekur við sem sölu- og markaðsstjóri Surface-tölvunnar: Hyggur á stórsókn þrátt fyrir milljarða tap SUMAR Blöðrulistamaðurinn Herra Ka-búmm fagnaði sólinni ásamt borgar búum í gær fyrir utan Grasagarðinn. „Ég er götulistamaður, ferðast um heiminn og bý til blöðrur,“ útskýrir Ka-búmm. „Ég er ekki viss um að ég hafi valið rétta nafnið, þar sem ég nota hágæðaefni í blöðrurnar mínar.“ Ka-búmm segir viðskiptin glæðast með góða veðrinu. „Áður en sólin kom gengu viðskiptin hægt en nú er þetta allt annað líf.“ - nej Reykvíkingar nutu bongóblíðunnar í höfuðborginni: Herra Ka-búmm blés í blöðrur BLÖÐRULISTAMAÐUR FYRIR UTAN GRASAGARÐINN í gær sat götulistamaðurinn Herra Ka-búmm og bjó til blöðrulistaverk. BRETLAND Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cam- bridge hafa ákveðið að nýfæddur sonur þeirra fái nafnið George Alexander Louis, sem útleggst á íslensku sem Georg Alexander Loðvík. Georgsnafnið er sótt til Georgs sjötta, föður Elísabetar annarrar drottningar, en sjálfur heitir Vil- hjálmur einnig Arthúr Filippus Loðvík og faðir hans Karl heitir einnig Filippus Arthúr Georg. Prinsinn nýfæddi verður kall- aður hans hátign Georg prinsinn af Cambridge. - gb Nýfæddi prinsinn nefndur: Georg prins af Cambridge SKATTUR „Við opnuðum fyrir þetta klukkan tíu í fyrrakvöld,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, en nú geta landsmenn skoðað niður stöður álagningarseðla sinna fyrir síðasta ár. Einhverjir fá greitt til baka frá skattinum en aðrir skulda honum. Til að skoða álagningar- seðil þarf að skrá sig inn á vefsíðunni Skattur.is og þarf rafræn skilríki til að komast inn. Álagningar skrárnar verða formlega lagðar fram á morgun og er kærufrestur til 26. ágúst. - bol Búið að opna á skattur.is: Álagningin komin á netið BÍLAR Hvít Jagúar-bifreið Halldórs Lax- ness, sem er einn frægasti bíll Íslandssög- unnar, rann úr stæði sínu á Gljúfrasteini á aðfaranótt miðvikudags. Bíllinn endaði bílferðina með því að klessa á forláta keðju sem varnaði því að hann endaði á Þingvallavegi. Bíllinn er nú kominn á verkstæði þar sem gert verður við skemmdirnar. „Hann sást síðast í stæðinu klukkan tíu og svo sáum við hann ekkert fyrr en bara um morguninn, á steininum,“ segir Jóhannes Ólafsson, starfsmaður á Gljúfra- steini. Starfsmenn safnsins telja að um skemmdarverk sé að ræða, en Jóhannes segir þá í hæðni hafa lagt fram þá tilgátu að Halldór sjálfur hafi komið og sest undir stýri. Bíllinn var í hlutlausum gír og ekki í handbremsu þegar starfsfólk kom að honum að morgni miðvikudagsins. - js Hvíti Jagúar Halldórs Laxness er nú á verkstæði eftir dularfullt tjón: Jagúar nóbelsskáldsins í viðgerð JAGÚARINN RANN Nokkrir skemmdir urðu á hægra framhorni hins sögufræga Jagúars nóbelsskáldsins á Gljúfrasteini. MYND/STÖÐ 2 SNJALLTÆKI ERU FRAMTÍÐIN Harald- ur Jörgensson er nýr sölu og markaðs- stjóri Surface spjaldtölvunnar frá Micro- soft. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS MANNLÍF Eftir vel heppnaða kynn- ingu á EVS (European Voluntary Service) fyrir ungmennasamtök í serbnesku borginni í Krusevac í síðustu viku upplifði Erla Durr Magnúsdóttir óskemmtilegt atvik. Á Facebook-síðu ungmennasam- takanna var mynd af Erlu á hlýra- bol í sumarhitanum. Það fór fyrir brjóstið á Slobodanka Miladinovic, varaborgarstjóra Krusevac. „Hún er í flokki sem er mjög á móti Evrópusambandinu og fannst hún sjá þarna leik á borði og setti inn afar illkvittna athugasemd,“ segir Erla. Sagði Slobodanka að íslenska fegurðardísin væri aldeilis til marks um allt hið fagra sem kemur úr Evrópusambandinu eða hitt þó heldur. Reyndar væri hún eins og paprikutínslukona úr nágrenni borgarinnar. Ungmenna- samtökin sem Erla Durr vinnur fyrir í Belgrad, sem og nær öll serb neska þjóðin, brugðust harka- lega við. „Þetta var tekið fyrir í einu af stærstu dagblöðum landsins og svo í ríkissjónvarpinu og allir for- dæmdu þetta,“ rifjar Erla upp. „Ég hef líka fengið um fjörutíu pósta frá Serbum sem ég þekki ekki neitt þar sem þeir biðjast for- láts fyrir hönd landa síns. Tveir af þeim eru reyndar búsettir á Íslandi. Ég var afar sorgmæt yfir þessu máli fyrst en ég er nú að vinna að mannréttindamálum hér þannig að fljótlega sá ég að þarna var komið rakið dæmi til að láta svona framkomu ekki líðast.“ Má segja að framferði Erlu sé nú orðið að skólabókadæmi um heppnaða baráttu fyrir bættu sam félagi. Málið fór svo hátt að Hæddist að íslenskri konu og sagði af sér Varaborgarstjóri í serbnesku borginni Krusevac fór flatt á því að hæðast að útliti Erlu Durr Magnúsdóttur sem vinnur að mannréttindamálum þar í landi. Málið var heitt í serbneskum fjölmiðlum, sem fordæmdu framgöngu varaborgarstjórans. MYNDIN UMDEILDA Þetta er myndin af Erlu Durr sem fór fyrir brjóstið á Miladinovic. SLOBODANKA MILADINOVIC Stendur ekki beint með pálmann í höndunum eftir hryggilega fram- göngu. Íris, verður hægt að greiða með fyrirgreiðslum? „Ég er nú eiginlega að vona að ég fái fyrirgreiðslu, bankinn lætur mig alltaf sitja í súpunni.“ Íris Hera Norðfjörð er eigandi veitingastaðar- ins Kryddlegin hjörtu sem flytja mun í gamla hús Framsóknarflokksins. borgar stjórinn í Krusevac, Bratis- lav Bata Gasic, sá sig nauðbeygðan til að ganga fram fyrir skjöldu og biðjast afsökunar. Erla segir að varaborgarstjórinn hafi hins vegar komið sér hjá því en hann lét nægja að lýsa yfir von- brigðum með að málið hafi orðið svo fyrirferðamikið og afvega- leitt. Síðasta mánudag var henni ekki stætt lengur í embætti svo hún sagði af sér. „Ég var mjög ánægð,“ segir Erla. „Þarna var reitt hátt til höggs. Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Hún er hins vegar opin- ber persóna sem ætti að taka sér alla þá landa sína til fyrirmynd- ar sem ofbauð framkoma hennar. Eins hefði hún mátt vita að Ísland er ekki í Evrópusambandinu eins og hún sagði í athugasemdinni.“ jse@frettabladid.is Ég er sjálfboðaliði svo það er ekki eins og ég eigi að vera í kjól og hvítu. Erla Durr Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.