Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 54
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38 Í gamanmyndinni Grown Ups 2, sem frumsýnd var í gær, fá áhorf- endur að endurnýja kynni sín við persónurnar úr Grown Ups. Í fram- haldsmyndinni hefur Lenny, sem leikinn er af Adam Sandler, fengið sig fullsaddan af stórborgarlífinu og flytur með fjölskyldu sinni aftur til heimabæjar síns. Þar hittir hann fyrir vini sína, gömul hrekkjusvín, ölvaða lögreglumenn á skíðum og gamlar kærustur. Myndin, sem er fyrsta fram- haldsmynd Sandlers, var frum- sýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí og halaði inn rúmlega fjöru- tíu milljónum dollara fyrstu sýn- ingarhelgina. Leikstjóri mynd- arinnar, Dennis Dugan, á í nánu samstarfi við Sandler og hafa þeir meðal annars unnið saman að gerð myndanna Happy Gilmore, Big Daddy, I Now Pronounce You Chuck and Larry, You Don‘t Mess with the Zohan, Grown Ups, Just Go with It, Jack and Jill og nú síð- ast Grown Ups 2. Strumparnir 2 verður að auki heimsfrumsýnd hér á landi á sunnudag og lenda í þetta sinn í enn meiri ævintýrum en áður. Alvöru strumpur verður viðstadd- ur frumsýninguna sem og leikar- arnir sem ljá litlu, bláu fígúrunum raddir sínar á íslensku. - sm Fullorðið fólk og Strumpar Gamanmyndin Grown Ups 2 og Strumparnir 2 verða frumsýndar í vikunni. Hasar- og ævintýramyndin The Wolverine er sjötta kvikmyndin í X-men-myndaröðinni. Leikarinn Hugh Jackman bregður sér enn og aftur í hlutverk hins stökkbreytta og ódauðlega Logans sem, þegar hér er komið við sögu, er þjakað- ur af sorg og hefur falið sig frá umheiminum í rúmt ár. Dag einn kemur til hans ung stúlka og biður hann að ferðast með sér til Japan til að hitta yfirmann sinn, en sá er gamall kunningi Logans og á honum líf sitt að launa. Kunning- inn er dauðvona en gerir Logan tilboð: Að gera hann dauðlegan með aðstoð nútímavísinda. The Wolverine gerist skömmu eftir atburðina í X-Men: The Last Stand frá árinu 2006 en í þeirri mynd lést Jean Gray, eða Phoenix eins og hún var einnig nefnd. Jackman segir persónu sína eiga í erfiðleikum með að sætta sig við ódauðleika sinn og tak- ast á við dauða ástvina sinna. „Hann áttar sig á því að ástvinir hans munu deyja en ekki hann, líf hans er fullt af sársauka,“ sagði Jackman. Þess má geta að hann naut liðsinnis leikarans og glímu- mannsins Dwaynes Johnson við það að koma sér í form fyrir hlut- verkið. Handrit myndarinnar er skrifað af Christopher McQuarrie, Scott Frank og Mark Bomback og byggt á teiknimyndasögunni Wolverine sem kom út í takmörkuðu upp- lagi árið 1982. James Mangold leikstýrir myndinni en hann er best þekktur fyrir kvikmyndirn- ar Girl, Interrupted og Walk the Line. Hann hafði úr um 12 millj- örðum króna að moða til að vinna myndina. Tökur hófust þann 30. júlí í fyrra og fóru meðal annars fram í friðlandinu Bonna Point í Kurnell, Sydney, Japan og Kan- ada. Kvikmyndin fær 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rotten- tomatoes og 44 af hundrað á Meta- critic.com. - sm Tilvistarkreppa stökkbreytts jarfa Hasarmyndin The Wolverine var frumsýnd hér á landi í gær. Hugh Jackman fer með hlutverk Wolverine í sjötta sinn, þetta sinn í leikstjórn James Mangold. ÓDAUÐLEGUR Hugh Jackman bregður sér í hlutverk Wolverine í sjötta sinn í kvikmyndinni The Wolverine. ➜ Leikstjórinn Darren Aronofsky átti upphaflega að leikstýra The Wolverine. Hann vann að gerð hennar í sex mánuði en sagði sig þá frá verkefninu. Foreldrar leikkonunnar Jenni- fer Lawrence geyma Óskars- verðlaunastyttu hennar á heim- ili sínu í Kentucky. Lawrence hlaut verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook. „Foreldrar mínir fóru með styttuna til Kentucky af því mér þótti skrýtin tilhugsun að hafa hana til sýnis heima hjá mér. Fyrst setti ég hana á hillu gegnt baðherberginu og mömmu þótti það ekki við hæfi. Nú stendur hún á píanóinu hennar í Ken- tucky,“ sagði leikkonan. Hún fer næst með hlutverk í ævintýramyndinni Hunger Games: Catching Fire, en þar leikur hún sem áður Katniss. Foreldrarnir geyma Óskarsstyttuna Jennifer Lawrence lét frá sér verðlaunagripinn. Í VESENI MEÐ STYTTUNA Leikkonan Jennifer Lawrence lætur móður sína geyma Óskarsverðlaunastyttu sína. NORDICPHOTOS/GETTY Mike Myers mun þreyta frum- raun sína sem leikstjóri með heimildarmyndinni Super- mensch. Myndin mun fjalla um líf og starf umboðsmannsins Sheps Gordon og verð- ur framleidd í sam- starfi við fyrirtækið A&E IndieFilms. Gordon hóf störf sem umboðsmaður hinnar þá nýstofnuðu hljómsveitar Alice Cooper og átti stóran þátt í að skapa ímynd sveitarinn- ar. Síðar var hann með Blondie og Luther Vand- ross á sínum snærum og um hríð var hann kvænt- ur leikkonunni Sharon Stone. Frasinn „celebrity chef“, eða stjörnu- kokkur, er jafnframt sagður frá Gordon kominn, en hann var umboðsmaður fjölda kokka. Myers og Gordon kynntust er Myers vann að gerð kvik- myndarinnar Wayne‘s World og hafa verið vinir allar götur síðan. Sest í leikstjórastól Mike Myers gerir heimildarmynd um góðan vin sinn. SEST Í LEIKSTJÓRASTÓL Mike Myers þreytir frumraun sína sem leikstjóri með heimildarmynd- inni Supermensch. NORDICPHOTOS/ GETTY MARCUS „HIGGY“ HIGGINS Leikinn af: David Spade ERICKSON „ERIC“ LAMONSOFF Leikinn af: Kevin James ROXANNE „ROXIE“ CHASE- FEDER Leikin af: Salma Hayek LEONARD „LENNY“ FEDER Leikinn af: Adam Sandler KURTIS „KURT“ MCKENZIE Leikinn af: Chris Rock ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 • 12W Retro Original ferðatæki • Bluetooth innbyggt • FM útvarp 20 stöðva minni •Geislaspilari spilar MP3/WMA-CD o.fl. • USB afspilun MP3 og WMA • USB hleðsla og geymslubox • Line-in tengi • DBB þéttur og góður hljómur VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 39.995 Philips OST690 NÝTT FRÁ FLOTT RETRO FERÐATÆKI MEÐ BLUETOOTH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.