Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 70
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 54 „Ég teikna eiginlega allt sem mér þykir fallegt en dýr eru algengustu viðfangsefnin,“ segir Ásta Katrín Viggósdóttir, nítján ára listakona. Hún tekur að sér að teikna myndir af gæludýrum fólks og eru teikning- ar hennar vinsælar tækifærisgjafir. Ásta Katrín hefur teiknað frá því hún man eftir sér og stundar nú list- nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. „Listnámið í FB heillaði mig og ég er núna búin með þrjú ár þar og hefur fundist það mjög gaman,“ segir hún. Ásta Katrín tekur að sér að gera blýantsteikningar eftir pönt- unum og eru verk hennar vinsæl- ar tækifæris gjafir. „Þetta byrjaði þannig að vinir og fjölskylda báðu mig stundum um að teikna fyrir sig myndir af fólki eða dýrum. Þetta breiddist svo út og brátt urðu fyrir- spurnirnar fleiri og fleiri. Mér fannst sniðugt að reyna að þéna pening með því að gera það sem mér þykir skemmtilegast og próf- aði að auglýsa mig á nokkrum vef- síðum. Ekki löngu eftir það urðu fyrirspurnirnar nánast yfirþyrm- andi,“ útskýrir Ásta Katrín og bætir við að hún geri aðeins blýantsteikn- ingar því hún sé ekki jafn fær með pensilinn. „Ég er alveg hræðilegur málari, þess vegna held ég mig við blýantinn,“ segir hún hlæjandi. Ásta Kristín fær helst fyrir- spurnir um að teikna hunda og ketti og segir aðspurð að erfiðast sé að teikna síðhærða hunda og smádýr. „Það er tímafrekara að teikna síð- hærða hunda en snögghærða. Svo geta smádýrin líka verið flókin því þar er svo mikið um smáatriði sem ég þekki ekki nógu vel.“ Í sumar hefur Ásta Kristín starf- að með skapandi sumarhópi í Garða- bæ en hópurinn samanstendur af listamönnum á aldrinum 17 til 25 ára. Uppskeruhátíð hópsins fer fram í Ásgarði milli klukkan 16 til 19 í dag. Hægt er að panta verk eftir Ástu Kristínu með því að hafa sam- band við hana í gegnum Facebook. sara@frettabladid.is Teiknar myndir af gæludýrum fólks Ásta Katrín Viggósdóttir, nítján ára Garðbæingur, tekur að sér að teikna myndir af gæludýrum fólks. Myndirnar eru vinsælar tækifærisgjafi r að hennar sögn. HÆFILEIKARÍK Ásta Katrín Viggósdóttir tekur að sér að gera blýantsteikningar eftir pöntunum. Hún teiknar oftast dýr en einnig fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BOLABÍTUR Mynd eftir Ástu Katrínu. DY NA M O RE YK JA VÍ K 1. SÆTI BÓKSÖLULISTIN N - ALLAR BÆKU R VIKUM SAMAN Í FYRSTA SÆTI! SJARMA SPRENGJA SUMARSINS! „Á SKILIÐ AÐ VERÐA SUMAR- SMELLUR!“ ★★★★★ „Stórkostleg saga. Hún grætir og kætir.“ – Kristjana Guðbrandsdóttir, DV „Ekki láta sumarið líða án þess að lesa Maður sem heitir Ove ... í senn hrífandi og fyndin.“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu „Einfaldlega hrein dásemd“ – Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu – Kolbrún Bergþórsdóttir, Mbl. „Feykiskemmtile g“ – FRIÐR IKA BEN ÓNÝS, FRÉTTAB LAÐINU „Svona netkosningar eru náttúru- lega aðallega til að ýta undir möguleika keppenda í aðalkeppn- inni,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem DJ Óli Geir, um kærustu sína, Ásdísi Lísu Karls- dóttur, sem tekur nú þátt í undan- keppni Ungfrú Heims í Filipps- eyjum. „Hún er alveg í skýjunum. Þessi sigur ætti að skila henni einhverju inn í lokakeppnina á föstudag- inn,“ segir hann. „Ásdís var búin að vera í þriðja eða fjórða sæti allan tímann, alveg fimm þúsund atkvæðum undir þeirri sem var í fyrsta sæti. En svo gáfum við bara í þarna undir lokin. Íslendingar stóðu saman, sem skilaði henni tæplega 20 þúsund atkvæðum. Það er eitthvað um þrjú þúsund atkvæð- um yfir þeirri sem endaði í næsta sæti,“ bætir Óli Geir við. „Þetta var eiginlega bara rúst,“ útskýrir Óli Geir léttur í bragði. - ós „Þetta var eiginlega bara rúst“ Ásdís Lísa vann netkosningar í undankeppni Ungfrú Heims í Filippseyjum. STÍF DAGSKRÁ Ásdís Lilja tekur þátt í undankeppni Ungfrú Heims á föstu- daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SUMARFRÍIÐ „Þetta er sérstaklega skemmtilegt í ljósi þess að hátíðin hefur ekki einu sinni verið haldin,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson, sem skipuleggur íslensku glæpasagnahátíðina Ice- land Noir ásamt þeim Yrsu Sigurðardóttur og Quentin Bates. Hátíðin fer fram 21. til 23. nóvember en þrátt fyrir að eiga enn eftir að fara fram komst hún á lista yfir bestu glæpasagna- hátíðir heims hjá vefsíðu The Guardian nú fyrir helgi. Þar segir að gestir hátíðarinnar ættu að skella sér í Bláa lónið og leita uppi norðurljósin á milli þess sem þeir sækja spennandi fyrirlestra. Ragnar segir undir- búninginn vel á veg kominn. „Það hefur gengið ótrúlega vel að fá erlenda höfunda til að taka þátt. Við renndum blint í sjóinn með þetta allt saman en við ákváðum að láta á þetta reyna.“ Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína eru rithöfundurinn Ann Cleeves, höfundur sagnanna um Veru Stanhope sem kvikmyndaðar hafa verið af BBC, og Jorn Lier Horst, handhafi norræna Glerlykil- sins 2013. Ragnar segir að ókeypis verði inn á hátíðina og að áhugasamir geti skráð sig á vefsíðunni Icelandnoir.com. Spurður að því hvort til standi að halda hátíðina ár hvert segir Ragnar það enn óljóst. „Það er aldrei að vita. Ef þetta gengur vel er alveg ástæða til þess að prófa þetta aftur.“ - ka Íslensk glæpasagnahátíð á lista hjá Guardian Iceland Noir komst á lista yfi r bestu glæpasagnahátíðir heims. Hátíðin hefur ekki enn farið fram. Í UNDIRBÚNINGI Rithöfundurinn Ragnar Jónasson skipuleggur glæpasagnahátíðina Iceland Noir sem fram fer í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín „Ég fór í brúðkaupsferð til Halifax og dvaldi þar í 12 daga hjá fjöl- skyldu eiginmanns míns. Það var yndislegt frí og rökrétt framhald af yndislegu brúðkaupi.“ Fríða Dís Guðmundsdóttir, söngkona hljóm- sveitarinnar Klassart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.