Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 38
Þjóðhátíð FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 20136 Dætur mínar höfðu farið á Þjóðhátíð og oft talað um hversu stórfenglegt það væri. Mig langaði virkilega til að vita hvað þær höfðu verið að upplifa svona skemmtilegt. Þær hvöttu mig eindregið til að láta drauminn rætast og þar sem ég varð sextug í fyrra ákvað ég að slá til. Ég varð sannarlega ekki fyrir von brigðum,“ segir Hrafnhildur. „Ég var ekki í tjaldi inni á svæð- inu heldur með herbergi í bænum. Ég fór hins vegar á alla tónleika og fannst til dæmis Mugison alveg frábær.“ Hún segir gæslu hafa verið til fyrirmyndar og að lögreglan hafi verið vel sjáanleg, Dalurinn ákaf- lega fallegur og mjög gott skipulag á öllum hlutum. „Ég fór með Herj- ólfi fram og til baka, eins og hinir unglingarnir, sem var afskaplega skemmtilegt. Það var stórkostleg upplifun.“ Þegar Hrafnhildur er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart, segir hún að það hafi ekki verið margt. „Ég hafði hlust- að á brekkusönginn í útvarp- inu árið áður og hugsaði þá með mér að ég yrði að vera viðstödd á næsta ári. Mér fannst ég geta heyrt stuðið á svæðinu. Það kom mér því nokkuð á óvart þegar ég upplifði loksins sönginn í Daln- um hvað hann gekk hratt fyrir sig. Hann var ekki eins magnaður og ég hafði talið. Kannski var ég með of miklar væntingar,“ segir Hrafn- hildur. „Líklegast er önnur upp- lifun fyrir mig, fullorðna konu, að koma á Þjóðhátíð en unglingana,“ segir hún. Þegar hún er spurð hvort eitt- hvað hafi verið neikvætt á hátíð- inni svarar hún: „Mér fannst allt- of algengt að fólk væri með bjór í hönd, sama hvenær dagsins. Það var eins og öllum þætti sjálfsagt að vera alltaf með vín,“ segir Hrafn- hildur en tekur fram að ekki hafi verið um fyllerí að ræða. En ætlar hún að fara aftur? „Núna er ég búin að upplifa Þjóðhátíð og það dugar mér. Ég fór einu sinni út í Drangey þótt ég sé ofboðslega lofthrædd. Það var meiriháttar en mig langar ekki aftur,“ segir hún. Hrafnhildur segir að brennan, blysin og allt umhverfið í Dalnum hafi verið stórkostlegt. „Ég sakn- aði hins vegar lundans sem var ekki í boði. Svo hélt ég alltaf að heimamenn myndu bjóða manni í heimsókn í hvítu tjöldin en svo var ekki. Mér var að minnsta kosti ekki boðið,“ segir hún og hlær. „En núna veit ég hvað fólk er að tala um þegar rætt er um Þjóð hátíð í Eyjum. Þarna var fólk á öllum aldri en unglingarnar voru auð- vitað fyrirferðarmestir, eins og á öllum útihátíðum.“ Hrafnhildur hefur gaman af því að ferðast innanlands þótt ekki fari hún á Þjóðhátíð í ár. Hún var hins vegar á leið í tjald útilegu í Þórsmörk þegar við slógum á þráðinn til hennar. Sextug og í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir myndlistarkennari hafði gengið með þann draum í mörg ár að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og lét hann rætast í fyrra þegar hún varð sextug. Hún varð ekki fyrir vonbrigðum og segir hátíðina hafa verið mikla upplifun. Hrafnhildur var eins og hinir unglingarnir á Þjóðhátíð í Eyjum síðasta sumar og skemmti sér konunglega. MYND/GVA Safnaðu sex töppum af Pepsi eða Pepxi Max og sendu til Ölgerðarinnar. Allar nánari upplýsingar um leikinn má finna á facebook.com/PepsiMax.is V E R T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.