Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 37
Þjóðhátíð25. JÚLÍ 2013 FIMMTUDAGUR 5 Björn Jörundur Friðbjörnsson er höf- undur þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið nefnist Iður og sækir höfundurinn innblástur til þess að fjörutíu ár eru liðin frá gosi í Heimaey. Björn flytur lagið með hljómsveit sinni, Nýdönsk. „Hún verður þó reyndar ekki með mér þegar ég frumflyt lagið á föstu- dagskvöldinu á Þjóð hátíð, eins og hefð er fyrir,“ segir hann. Nafnið á laginu, Iður, er sótt til gossins þótt textinn sé í raun um unga stúlku og ástina. Björn Jörundur er gamalreyndur laga- og textahöfundur en það voru aðstandendur Þjóðhátíðar í Eyjum sem óskuðu eftir að hann myndi semja rétta lagið á þessu ári. Björn segist hafa fengið mjög góð við- brögð, sérstaklega frá Eyjamönnum, en þá sé líka takmarkinu náð. „Ég tók þetta verkefni að mér með glöðu geði og aðalmálið er að Eyjamenn séu ánægðir með lagið sitt. Það hefur því miður ekki alltaf verið svo en ég held að þetta hafi tekist ágætlega núna. Ég vona að minnsta kosti að þetta verði heitasta lagið á Þjóðhátíð- inni og allir hafi textann á hraðbergi þegar ég flyt lagið,“ sagði Björn Jör- undur en hér kemur textinn svo allir geti æft sig. Lærðu textann fyrir Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíðarlagið hefur fengið góðar móttökur. Nauðsynlegt er að kunna textann þegar Björn Jörundur flytur það á hátíðinni. Björn Jörundur samdi þjóðhátíðarlagið í ár sem þegar er farið að hljóma. Þótt flestir mæti á Þjóðhátíð til að taka þátt í hátíðarhöldum í Vest- mannaeyjum er ýmislegt annað hægt að gera á eyjunni. Náttúran er kynngimögnuð og vel þess virði að skoða. Golf Eyjamenn eiga glæsilegan golfvöll sem er einn besti 18 holu völlur landsins og einn af 200 bestu völlum Evrópu. Golfáhugamenn ættu því ekki að vera svikn- ir ef veðrið er gott. Fuglalíf og klettafjör Í Vestmannaeyjum er líf í björgunum en vel þekkt er sú iðja Eyjamanna að spranga í klettunum. Þetta finnst bæði börnum og fullorðnum skemmtilegt. Best er að fara varlega því slysin gera ekki boð á undan sér. Auk þess að sveifla sér á milli kletta geta ferðamenn í Eyjum gengið á fjöll. Til dæmis má nefna tindana sjö sem umkringja byggðina, þar er gengið um söguslóðir og misbrattar hlíðar. Varast ber að fara of nærri fjallsbrúnum því víða er bratt og jarðvegur laus í sér. Klettarnir eru ið- andi af fuglalífi og Vestmannaeyjar eru vissu- lega paradís fuglaskoðarans. Höfin blá Ferðaskrifstofan Viking Tours býður upp á bátsferðir af ýmsum toga frá Vest- mannaeyjum. Þar má helst nefna siglingu í kringum eyjuna, hvala- skoðunarferðir, sjóstangveiðiferðir og skoðunarferð til Surtseyjar. Söfn Í Eyjum eru nokkur söfn, þar á meðal Náttúrugripasafnið, Byggða- safnið og Surtseyjarstofa. Þeir sem hafa áhuga á sögu eyjarinnar, gosinu og mannlífinu ættu ekki að láta þau fram hjá sér fara. Afþreying í Eyjum IÐUR Þú varst með sólgult sjal sveipað um þig í Herjólfsdal Og græna kápan þín heillandi við fyrstu sýn Steingráa pilsið þitt minnir á fjörunnar sand sem blotnar er bylgjurnar liðast á land Hér er lífið hér ert þú hér er framtíð okkar sú að njóta náttúrunnar nú Eyjan er að öskra á mig jörðin opnast ég er hættur að sjá þig Það er eldgos á Heimaey Kraftarnir sem lágu í leyni spúa eldi og brennisteini Landið það mun lifa eftir að ég dey Breiði úr teppi hér í hjónasæng býð ég þér og ég vil leggjast í þitt fang Glitrandi stúlkurnar stjörnur sem svífa á braut um himna sem gnæfa yfir tjöldum við norðurskaut LEGGJUM Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI Í ár er heil öld síðan Egils Malt kom fyrst á markað og hefur þessi einstaki drykkur fylgt þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Af því tilefni ætlum við að láta 10 kr. af hverri seldri dós og flösku af Egils Malti renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Ástæðan er einföld: VIÐ LEGGJUM MALT Í ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI. 10 KRÓNUR AF HVERRI EGILS MALT RENNA TIL SLYSAVARNAFÉLAGSINS LANDSBJARGAR F ÍT O N S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.