Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 8
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Ora grillsósur fást í næstu verslun! Bernaisesósa NÁTTÚRA Fimm daga lundaveiði- tímabili lauk í fyrradag í Vest- mannaeyjum. Óskar P. Friðriks- son ljósmyndari fékk að fljóta með fríðum flokki sem hélt til veiða í Hellisey síðasta daginn. Eins og sjá má á myndunum er þetta ekki ferð fyrir lofthrædda, en fara þarf upp um hundrað metra keðjustiga. „Maður hugsar ekkert um þetta þegar maður er þarna uppi,“ segir Sigurjón Ingvarsson, sem veiddi flesta lundana í ferð- inni. „Ef það eru einhverjir loft- hræddir með þá skjótum við með þeim svona öryggislínu,“ bæti hann við. Sigurjón segir þá hafa séð mikið af lunda þegar loks létti til en þoka var mikil framan af. Hann sá þá líka hafa eitthvert æti í goggi. En sá sem nú lifir í hve mestum vel- lystingum úti um allar eyjar er súlan, enda súlan ekki matvandur fugl, en hún hefur nú bætt mak- rílnum á matseðilinn. „Við veiddum aðeins þrjátíu og þrjá lunda,“ segir Sigurjón. „Menn hentu gamni að því að ég, viðvaningur inn sjálfur, veiddi eina þrjátíu meðan jarlinn sjálfur, Bragi Steingrímsson, varð að láta sér lynda þrjá. Þetta var hroðaleg útreið fyrir jarlinn,“ segir Sigurjón og hlær við. jse@frettabladid.is Helst ekki fyrir lofthrædda Veiði var ekki mikil þá fimm daga sem veiða mátti lunda í Vestmannaeyjum. Veiðimaður segir súluna lifa í vellystingum og er ekki svartsýnn á afkomu lundans. Klifra þeir óbundnir um hundrað metra stiga upp í klett. LUNDARNIR KOMA Í LJÓS Þegar létti til sást fagurgoggurinn víðast hvar og í ágætum holdum. SÚLAN Í VELLYSTINGUM Þessi fugl hefur það aldeilis gott enda á hann auðvelt með að veiða og er ekki matvandur. Fuglinn er einn af þeim sem ekki sýta komu makríls. JARLINN NÆR EINUM Bragi Steingrímsson, alvanur lundaveiðimaður, lét viðvaninginn um mestu veiðina og tók aðeins þrjá sjálfur, sem var síðan tilefni til mikilla gamanmála. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR FRIÐRIKSSON EKKI LÍTA NIÐUR Sigurjón er hér að koma upp keðju- stigann. Ef einhver er loft- hræddur er splæst í öryggis- línu en Eyjapeyjar segjast ekki þurfa á slíku að halda. SAMGÖNGUR Tuttugu og fjór- ar milljónir ökutækja hafa ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin á þeim fimmtán árum sem þau hafa verið opin. Til stendur að afhenda ríkinu göngin í septem- ber árið 2018. Þann 11. júlí síðastliðinn voru 15 ár frá því að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, klippti á borða sunnanmegin í Hvalfirði og opnaði göngin form- lega. Síðan þá hafa landsmenn notið þess að sleppa við tæplega hundrað kílómetra langan spotta sem Hvalfjörðurinn er. Daginn eftir fimmtán ára afmælið, 12. júlí síðastliðinn, höfðu 24 milljónir ökutækja ekið um göngin. Það gerir rúmlega eina og hálfa milljón ökutækja á hverju ári. Það vekur athygli að veg- gjaldið í dag, þúsund krónur fyrir stakan fólksbíl, er það sama og fyrir fimmtán árum. „Þetta hefur bara gengið vonum framar, göngin hafa sýnt og sannað að þau áttu full- an rétt á sér. Því er hægt að hægt að halda gjaldinu í sama farinu,“ segir Marinó Tryggva- son, afgreiðslustjóri Spalar, sem sér um rekstur Hvalfjarðar- ganganna. Þegar göngin voru opnuð árið 1998 var hægt að fá 13,3 lítra af bensíni fyrir þúsundkall- inn sem kostaði í göngin. Núna, árið 2013, er hægt að fá 3,9 lítra fyrir sömu upphæð. bodi@365.is Hvalfjarðargöngin fagna 15 ára afmæli nú í júlí en gjaldið er enn þúsund krónur fyrir stakan fólksbíl: 24 milljónir ökutækja í göngin á 15 árum HVALFJARÐARGÖNG Þann 11. júlí síðastlið- inn voru 15 ár liðin frá opnun ganganna. INDLAND, AP Meena Kumari, skóla- stjóri í Patna á Indlandi, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á mataraeitrun í skól- anum sem kostaði 23 börn lífið í síðustu viku. Skólastjórinn flúði um leið og börnin tóku að veikjast, eftir að hafa lagt sér skólamáltíð til munns. Staðfest hefur verið að skordýra- eitur var í matnum í lífshættu- lega miklu magni. Fjölmörgu börn veiktust alvarlega, auk þeirra sem létust. - gb Matareitrunin á Indlandi: Skólastjórinn handtekinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.