Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 12
JARÐBÖÐIN Jarðböðin við Mývatn eru gjarnan kölluð Bláa lón norðursins. Kynngimögnuð fjallasýn í bland við basíska gufuna gera heimsóknina að endurnærandi stoppi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
hafa góð áhrif á vöðvabólgu. Böðin eru
staðsett í gömlu enduruppgerðu verkstæði
í náttúrulegu umhverfi Reykhóla.
Verð 2.900 krónur. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Af-
sláttur fyrir ungmenni.
4. Jarðböðin við Mývatn
Náttúrulega heitt lón en uppspretta þess
er í 130 gráðu heitur borholuvökvi. Eigin-
leikar vatnsins eru sérstakir. Það er ríkt af
jarðefnum og í því þrífast ekki óæskileg-
ar bakteríur og gróður. Lónin eru tilbúin
mannvirki með malar- og sandbotni.
Verð 3.200 krónur fyrir 16 ára og eldri. Frítt fyrir
börn 15 ára og yngri í fylgd foreldra. Afsláttur fyrir
námsmenn, eldri borgara og öryrkja.
5. Musterið á Borgarfirði eystri
Í gamla frystihúsinu á Borgarfirði eystri er
nú glæsileg aðstaða með útipotti og gufu á
palli sem reistur var alveg við fjöruna. Gestir
vellíðunaraðstöðunnar geta því auðveldlega
bætt sjósundi í heimsókn sína, en sjósund er
talið bæta ónæmiskerfið, auka brennslu hita-
eininga og koma blóðinu á hreyfingu.
Verð 2.500 krónur.
Bræðslan á
Borgarfirði eystra
26.-28. júlí
Árleg tónlistarhátíð
haldin síðan árið
2005 í gamalli
síldarbræðslu.
Meðal þeirra sem
koma fram eru Ás-
geir Trausti og John
Grant.
GÍSLI MARTEINN BALDURSSON
Lifði á landsins gagni og gæðum í Indíánagili
UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI INDÍÁNAGIL
HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR
Föstudagur
10-20°C HLÝJAST INN TIL
LANDSINS
Hæg breytileg átt eða hafgola.
Bjart með köflum og síðdegisskúr-
ir á stöku stað, en víða þokuloft
við ströndina, einkum austantil.
Gamla Gæsavatnaleiðin hefur verið opnuð fyrir breytta jeppa
en Dyngjufjallaleið er enn lokuð. Verið er að vinna við að opna veginn í Fjörður og stendur
til að það verði gert um helgina. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is eða í síma 1777.
Laugardagur
10-20°C HITI
BREYTIST LÍTIÐ
Lítil breyting á veðri
frá föstudegi. Skýjað
með köflum og víða
skúrir síðdegis.
Sunnudagur
11-15°C KÓLNAR
OG RIGNIR VÍÐA
Fremur hæg austlæg eða
breytileg átt 3-8 m/s, skýjað
með köflum og allvíða skúrir.
Heldur kólnandi. Heimild: vedur.is
HÁLENDIÐ
| FRÉTTIR FERÐIR | 12
MUSTERIÐ Nú er komið spa á Borgarfirði eystri.
Þar eru tvær gerðir af gufu auk inni- og útipotta.
1. Fontana við Laugarvatn
Gufan á baðsvæði heilsulindarinnar
Fontana er byggð yfir náttúrulegan
hver og er hitastig hennar breyti-
legt eftir náttúrulegum aðstæð-
um. Einnig er á staðnum sauna að
finnskri fyrirmynd sem er heitari
en gufan en rakastig þar er lægra.
Þrjár laugar eru á staðnum sem kall-
aðar eru Lauga, Sæla og Viska. Þær
eru misheitar og fjölbreytilegar. Ferða-
langurinn ætti því að geta fundið slökun
við sitt hæfi umvafinn náttúrunni.
Verð 2.800 krónur. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Afsláttur fyrir eldri borgara og ungmenni. Með-
ferðir og nudd kosta aukalega.
2. Frost og funi í Hveragerði
Heilsulindin á gistiheimilinu Frost og funi
við Hveragerði samanstendur af útisund-
laug, heitum pottum og gufubaði á ár-
bökkum Varmár. Hún er staðsett við þrjá
heita hveri sem nýttir eru til upp hitunar
lauganna. Skammt frá heilsulindinni eru
heitir lækir þar sem hægt er að baða sig.
Á staðnum er einnig boðið upp á nudd og
ýmsar meðferðir auk þess sem aðgangur
er að slökunarherbergi.
Aðgangur Fyrir gesti gistiheimilisins.
3. SjávarSmiðjan á Reykhólum
Þaraböð SjávarSmiðjunnar sameina þara-
hráefnið frá Þörungaverksmiðjunni og
heita hveravatnið á Reykhólum. Þari er
efnaríkur, virkar mýkjandi og styrkir húð-
ina. Það að baða sig í þara er einnig talið
➜ Baðlækningar eru vel þekkt
fyrirbæri og geta dregið úr
sjúkdómseinkennum.
12
3
4
5
Lúxusheilsulindir í íslenskri náttúru
Böð eru endurnærandi fyrir líkama og sál og það eru líka ferðalög í margbreytilegri náttúru. Nú hafa nokkrir staðir á landinu sameinað
þessa tvo þætti og opnað lúxusheilsulindir eða spa. Munaðarins er hægt að njóta gegn vægu gjaldi.
GUFUBAÐIÐ Á LAUGARVATNI
Laugvetningar hafa farið í gufu
síðan árið 1929 og er sagt að
gufan þar hafi lækningarmátt.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Þarna fannst manni maður vera kominn í eitthvað ævintýraland, mönnum fannst eins og þeir væru
indíánar þarna,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi um Indíánagil. Þar er gróinn reitur í
Elliðaárdalnum sem Gísli sótti sem barn.
„Þegar ég var að alast upp var þarna nánast eini skógurinn sem ég komst í. Þarna voru trén þegar
orðin stór. Þau tré hafa síðan vaxið upp þannig að íbúunum þykir nóg um.“
Gísli á æskuminningar úr Indíánagili. „Við fórum þarna og tjölduðum og vorum allan daginn og
menn voru að veiða sér til matar, það er að segja hornsíli. Við ímynduðum okkur að við værum að
lifa á landsins gagni og gæðum,“ segir hann og hlær við.
„Allir sem að hafa alist upp í Breiðholtinu eða Árbænum þekkja Indíánagil. Fólk kemur
þarna með teppi og er í lautarferð. Nokkurn veginn í miðju höfuðborgarsvæðisins er eins
og þú sért gjörsamlega í einhverjum öðrum heimi, eða að minnsta kosti ekki inni í borg.“
Franskir dagar
á Fáskrúðsfirði
25.-29. júlí
Hátíðin hefur verið
haldin árlega síðan árið
1996 og er ætlað að
halda minningu um veru
Frakka á staðnum. Þar
verða dansleikir, fornbíla-
sýning og ævintýrastund
fyrir yngstu kynslóðina.
Tálknafjör á Tálknafirði
26.-28. júlí
Á bæjarhátíðinni Tálkna-
fjör verður ratleikur,
dorgveiðikeppni, Sirkus
Íslands með sýnikennslu
og grill á laugardags-
kvöldinu. Eftir grillið
verður hljómsveitin
Festival með lifandi
tónlist.
Eldur í Húnaþingi
24.-27. júlí
Bæjarhátíð á Hvamms-
tanga. Fimmtudagskvöldið
verður tónlistarveislan
Melló Músíka. Á föstudeg-
inum munu Ragnheiður
Gröndal og Hjálmar stíga á
stokk og á laugardeginum
verður haldinn árlegur
fjölskyldudagur.
www.fronkex.is
Súkkulaðibitakökur
kemur við sögu
á hverjum degi