Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 10
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Sól og hiti glæða höfuðborgina lífi Eftir sólarlítið sumar í Reykjavík tóku bæði börn og fullorðnir geislum sólar fagnandi þegar hún kom loks í byrjun vikunnar. Fréttablaðið fór á hina ýmsu staði sem aldrei eru vinsælli en í blíðskaparveðri og spjallaði við sólkyssta borgarbúa. SJÓRINN EKKI KALDUR „Við höfum verið hér heillengi í dag,“ sögðu systkinin Rafn, Róbert og Sónata Ísaksbörn. „Við ætlum að vera hér áfram. Kannski bara í allan dag.“ Þau segja sjóinn ekkert kaldan og að hann sé það skemmtilegasta við Nauthólsvíkina. „Og að moka,“ bætir Gulli vinur þeirra við. Þau segjast ekki enn hafa borið á sig sólvörn. „En við gerum það á eftir,“ fullyrða þau ákveðin. LAUTARFERÐ Í GRASAGARÐINUM Þau Theódóra Sæmunds- dóttir og Jóhann Örn Ólafsson ákváðu að fá sér hádegismat í Grasagarðinum með börnin sín þrjú, þau Ólöfu Söru, Jóhann Egil og Örnu Sif. „Við erum í fríi og ætlum að njóta veðursins í dag,“ segir Jóhann. Fjölskyldan gæddi sér á sushi-bitum og kanil- snúðum á meðan hundurinn þeirra, Tótó, vappaði um í grasinu. LITLA VINKONA MÍN „Það er ótrúlega gaman að það sé komin sól,“ segir Eva Júlía, 7 ára, en hún var stödd ásamt Christinu vinkonu sinni í Grasa- garðinum í gær. „Við erum að leika okkur og kasta steinum í vatnið,“ útskýrir Eva. „Christina er 3 ára. Hún er litla vinkona mín.“ ALLTAF STEMNING Jóhannes Bjarki, starfsmaður fallturnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, segir mikinn mun á sólríkum dögum og skýjuðum. „Það er miklu meira að gera. Í gær var alveg troðið hér frá opnun til lokunar.“ Hann segir að þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta í Reykjavík í sumar sé þó alltaf stemning í garðinum. SÓLARVEÐUR BESTA ÍSVEÐRIÐ „Þetta er geðveikur ís,“ segir Ólafur, fastakúnni í ísbúðinni Valdís. „Það var mælt sérstaklega með þessum, hindberjasorbet.“ Þau segja ísinn smakkast mun betur þegar það er sól. „Sólarveður hentar betur til ísáts,“ full- yrða þau Ólafur og Guðrún. „Það er samt alveg hægt að fá sér ís í þokuveðri en þá þarf að njóta hans innanhúss.“ DÝRÐARDAGUR Í NAUTHÓLSVÍK Mannskapurinn lék á als oddi í sólinni sem bakaði ylströndina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR " BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 6 4 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.