Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 16
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 16 Rigningarveður og sólarleysi á höfuðborgarsvæðinu í sumar hafa gert það að verkum að sala á sólarlandaferðum hefur aukist til muna. Fólk skipuleggur ýmist ferðalagið sjálft eða kaupir svo- kallaðar pakkaferðir. „Ýmis hagræði felast í því að kaupa pakkaferð frekar en að skipuleggja ferð sjálfur á netinu,“ segir Steinunn Tryggvadóttir, sölustjóri hjá Úrval Útsýn. „Þegar þú bókar farseðil sjálfur á netinu þá er lítið um tryggingar.“ Hún segir þessu öðruvísi farið með pakkaferðir því um þær gilda laga- ákvæði sem veita neytendum vernd. „Alferðarlögin eru skýr og ein- föld. Skilmálarn- ir okkar fara vel saman við skil- mála neytenda- samtakanna.“ Mikilvægt er að neytendur átti sig á stöðu sinni við kaup á slíkum ferðum. Lög um alferðir tryggja rétt kaupanda pakkaferðar til þess að afpanta ferðina vegna stríðsaðgerða, borgarastyrjald- ar, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annars sem hefur afgerandi áhrif á framkvæmd pakkaferðar á áfangastað eða nálægt honum. Ef ferð er aflýst á kaupandi rétt á fullri endurgreiðslu eða að fá í staðinn sambærilega ferð. „Það er ekki mikið um að ferðir séu felldar niður,“ segir Stein- unn. „Það getur þó allt- af eitthvað komið upp. Til dæmis ef við setjum upp ferð, tökum frá sæti og pönt- um gistingu úti í heimi en hún selst ekki þá þurf- um við að fella hana niður. Þá látum við vita í tæka tíð svo að það verði eng- inn skaði fyrir kaupandann.“ Fyrrnefnd lög t r ygg ja það að verði kaupandi ferð- ar fyrir tjóni vegna veru- legra breytinga á ferðatilhögun eða vegna þess að ferð hefur verið aflýst á hann rétt á skaðabótum. Steinunn segir slík mál alltaf koma upp endrum og eins. „Stund- um er fólk ósátt og þá er sérstök þjónustudeild hjá okkur sem fer í það að kynna sér málið.“ Hún segir að þjónustudeildin og sá sem kvartar komist stundum ekki að sameiginlegri niðurstöðu en að þá sé hægt að fara með málið til Neytendasamtakanna. „Fólk er meðvitað um sinn neyt- endarétt,“ segir Steinunn og segir Úrval Útsýn hafa alferðarlögin í hávegum. „Ég gerði verstu kaup lífs míns þegar ég fór í gegnum Hópkaups-tímabilið mitt hér fyrir nokkrum árum,“ segir Eurovision-drottningin og danskennarinn Unnur Eggertsdóttir, sem lenti í öðru sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hópkaup er vefverslun sem býður viðskiptavinum sínum upp á alls kyns tilboð á vörum og þjónustu. „Ég fékk æði þegar Hópkaup-síðan var stofnuð. Ég eyddi samanlagt svona 15 þúsund krónum í alls kyns þjónustu sem ég nýtti mér aldrei,“ segir Unnur, sem festi meðal annars kaup á hvalaskoðun sem var á tilboðsverði á síðunni. Unnur hefur enga hvali séð enn. Bestu kaupin voru hins vegar þegar Unnur keypti sér ferð á tónlistar- hátíðina Rock Werchter í Belgíu. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda án foreldra minna. Ég og bekkjarsystur mínar í Versló flugum til Amsterdam og tókum lest þaðan á hátíðina,“ segir Unnur og bætir við að The Black Eyed Peas hafi spilað fyrir hana í Belgíu á afmælisdeginum hennar. „Þetta var sumarið 2009. Það var æðislegt veður, frábær hátíð og mjög eftir- minnileg ferð.“ - le NEYTANDINN Unnur Eggertsdóttir Bestu kaupin miði á tónlistarhátíð ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU 30 AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500 GLÆSILEG SAMSTÆÐA MEÐ iPhone5 VÖGGU OG BLUETOOTH VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 59.995 Philips DTM3155 NÝTT FRÁ • Samstæða með 50W RMS magnara • iPod / iPhone5 vagga (Lightning tengi) • wOOx / Digital Sound Control hljóðtækni • Bluetooth innbyggt • Stafrænt FM útvarp með 20 stöðva minni • Lightning tengi f iPhone5 / iPod Nano • USB Direct / MP3 Link tengi fyrir tónlist • Innbyggður geislaspilari • Hleður iPod / iPhone5 Neytendaréttur skýr við kaup á ferðum Kaupi manneskja pakkaferð í gegnum ferðaskrifstofu gilda um ferðina lagaákvæði sem tryggja neytendavernd. Skilmálar ferðaskrifstofa eru í samræmi við lögin að sögn Steinunnar Tryggvadóttur, sölustjóra hjá Úrval Útsýn. STEINUNN TRYGGVADÓTTIR Mikill munur er á kostnaði vegna hundahalds eftir því í hvaða sveitarfélagi hundurinn er skráður. Þannig rukkar Skeiða- og Gnúp- verjahreppur hundaeigendur ekki um árlegt gjald vegna hundahalds en Seyðisfjarðarkaupstaður inn- heimtir 17.350 krónur árlega vegna þessa. Ekkert kostar að halda kött í flestum sveitarfélögum. Það gildir þó ekki alls staðar. Sveitarfélögin á Suðurnesjum rukka 15.000 krónur án þess að veita nokkra þjónustu, eins og ormahreinsun, í staðinn. Þetta kemur fram í Neytenda- blaðinu. - js ÓLÍKT VERÐ FYRIR BESTA VININN Neytendasamtökin fara fram á að reglugerð verði breytt svo sjúklingar fái notið afsláttar af lyfjum í lyfjaverslunum. „Að óbreyttu munu nýjar reglur verða til þess að þessir afslættir hætti að mestu leyti þar sem Sjúkratryggingar [Íslands] gera kröfu um að sá afsláttur sem veittur er renni að stærstum hluta til þeirra í stað þess að hann renni til kaupenda lyfjanna eins og verið hefur,“ segir í nýrri ályktun sam- takanna. Á þetta geta Neytendasamtökin ekki fallist, enda sé lyfjamarkaður- inn fákeppnismarkaður og fyrir- komulagið brjóti lög. - js NEYTENDASAMTÖKIN: VILJA FÁ AFSLÁTTINN LYFJAVERÐ Verðið er á könnu hins opinbera. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANZAROTE Á KANARÍ- EYJUM Lög tryggja neytend- um vernd við kaup á ferðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.