Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 20
25. júlí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Mikael
Torfason
mikael@frettabladid.is
Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval
séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar
hefur með áróðri stjórnvalda orðið að
fullvissu margra þótt ekki eigi við nokk-
ur rök að styðjast.
Þegar hvalveiðar við Ísland voru
bannaðar með öllu í fimmtán ár árið
1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims
til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar
íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948
með tilkomu Hvals hf. Það er því afar
hæpið að halda því fram að veiðarnar
séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar
misheppnaðar tilraunir bænda á Vest-
fjörðum til iðnaðarveiða upp úr alda-
mótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og
sonur, skapar vart þjóðarhefð.
Meira virði lifandi en dauður
En af hverju ekki að nýta hvalina eins
og önnur dýr? Skoðum það í samhengi.
Um 250.000 varppör æðarfugls eru í
landinu, langstærsti andastofn lands-
ins, og því í veiðanlegu magni. Litlar
sveiflur hafa verið á stofnstærð og
haustveiðar kæmu sennilega ekki niður
á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í
Skandinavíu má ekki á það það heyra
minnst á Íslandi. Það er vegna þess að
hann er af flestum talinn meira virði lif-
andi en dauður en líka vegna tilfinninga-
sjónarmiða. Eða er það annað en tilfinn-
ingar sem aftrar Íslendingum frá því að
skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og
hvað er þá rangt við það að fólk um allan
heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu
spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er
hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem
skilar Íslandi umtalsverðum tekjum
á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum.
Hvalurinn er því fyrir víst mun meira
virði lifandi en dauður.
Nú er svo komið að engin leið virðist
fyrir Kristján Loftsson að flytja lang-
reyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem
eini markaðurinn er fyrir það. Það er
ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var
að hluta ranglega skráð sem fiskur í síð-
ustu sendingu til Rotterdam og Ham-
borgar heldur vegna þess að engin höfn,
hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum,
hefur áhuga á að umskipa því og skipa-
félög vilja ekki flytja það. Hve lengi
ætla menn að berja höfðinu við steininn
í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til
hvers hvalveiðar?
Já, til hvers?
HVALVEIÐAR
Sigursteinn
Másson
talsmaður
Alþjóðadýravern-
dunarsjóðsins á
Íslandi
A
ldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland en í ár.
Ef fer sem horfir nær ferðamannafjöldinn milljón á
næstu tveimur árum. Þetta liggur fyrir og hefur marg-
oft komið fram. Sem gerir augljóst fyrirhyggjuleysi
sem einkennir viðbrögð okkar við þessum mikla ferða-
mannastraumi þeim mun grátlegra. Í stað þess að undirbúa og
gaumgæfa hvernig við ætlum að taka á móti þessum mikla fjölda,
og vinna þá markvisst út frá því, einkennast viðbrögðin miklu
fremur af eins konar gullæði. Allir ætla sér að græða á túrism-
anum meðan náttúruperlur verða fyrir átroðningi.
Sé litið til bráðavanda þá vita björgunarsveitir ekki hvernig
þær eiga að mæta öllum þessum fjölda og vegir úti á landi ráða
tæpast við aukna umferð. Reglulega má lesa sögur í fjölmiðlum
um ferðafólk sem í sakleysi sínu
villist upp á hálendi og á jafnvel
ekki afturkvæmt. Björgunar-
sveitir horfa fram á fleiri útköll
og hafa bjargað því sem bjargað
verður. Fyrir horn. Því í raun
er það fremur til marks um
heppni en fyrirhyggjusemi að
ekki hefur oftar farið verr á hálendinu. Dæmi um það geta verið
takmarkaðar merkingar sem ekki taka mið af ferðamönnum sem
ekki þekkja til veðra og vinda á Íslandi. Þannig eru mörg dæmi
þess að íslenskt fjallafólk hafi hitt illa búið fólk við rætur jökla
á bílaleigubílum en saklaust hefur það álpast á þær slóðir vegna
lélegra merkinga og er í raun í stórhættu.
Í reynd ríkir ófremdarástand og fáar vísbendingar eru um að
við ætlum að bregðast við þeirri stöðu sem allir gera sér þó grein
fyrir að er uppi. Vitaskuld er ekkert að því að landsmenn vilji
njóta góðs af þessari atvinnugrein sem kölluð hefur verið hin
nýja stóriðja. Hagsmunir okkar eru miklir en talið er að ferða-
mannaiðnaðurinn velti hundruðum milljarða króna. En, hættir
veiðimannasamfélagsins – uppgrip og vertíðarbrjálæði – eiga
illa við þegar þessi grein er annars vegar. Stærsta hættan snýr
að náttúrunni sjálfri. Með því að vernda ekki náttúruna fyrir
átroðningi, sem er það sem helst dregur ferðamenn til landsins,
liggur fyrir að verið er að slátra gullhænunni í þessum efnum. Þá
verður þetta skammvinnt ævintýri. Verra er þó ef óafturkræfar
skemmdir á náttúrunni verða. Flest bendir til að sú hætta sé
raunveruleg.
Segja verður þessa sögu alveg eins og hún er: Eftiráviðbrögð
eru nokkuð sem einkennir okkur Íslendinga. Ekki síst ef litið er
til lagasetninga. Við viljum helst byrgja brunninn eftir að barnið
er dottið ofan í hann. Þó það sé sameiginleg ábyrgð landsmanna
að vernda landið, standa vörð um það og helst skila því betra til
komandi kynslóða, þá verður að horfa til hins opinbera varðandi
ábyrgð í þessum efnum. Alþingi hefur þegar sett 500 milljónir
í uppbyggingu á fjölförnum ferðamannastöðum. Þeir sem til
þekkja segja það einungis plástur, brot af því sem þarf til að
bregðast við aukinni umferð. Taka verður undir ákall náttúru-
verndarsinna þess efnis að fé til að verja landið verði aukið og að
aðkallandi aðgerðir í þeim efnum verði markvissar og skilvirkar.
Fyrirhyggjuleysi gagnvart ferðamannastraum:
Vertíðarbrjálæði
virkar illa
➜ Er það annað en tilfi nningar sem
aftrar Íslendingum frá því að skjóta
heiðlóu, spóa og skógarþresti? Einstakar brúðargjafir
Brúðargjafatilboð
www.lindesign.is
Gunnlaugur gagnrýnir Boga
Óþol framsóknarmanna gagnvart
fréttastofu RÚV magnast með hverjum
deginum sem líður. Forsætisráðherr-
ann sjálfur, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, skrifaði grein í Morgunblaðið
ekki alls fyrir löngu þar sem hann
gagnrýndi RÚV harkalega fyrir hlut-
drægan fréttaflutning og sams konar
hljóð hafa heyrst úr öðrum hornum
flokksins. Í gær tók Gunn laugur
Sigmundsson, faðir forsætis-
ráðherrans, svo undir með
syni sínum með grein á
sama vettvangi. Drjúgur
hluti greinarinnar fer í
að álasa Boga Ágústs-
syni, af öllum mönnum,
fyrir að hafa sagt
upp áskriftinni að,
jú, Morgunblaðinu.
Sjálfsprottinn
Svo er það Frosta þáttur Sigurjóns-
sonar, formanns efnahags- og við-
skiptanefndar. Í DV í gær var upplýst
að Frosti hefði, árið 2009, stofnað
Facebook-hópinn „Eftirlit með hlutleysi
RÚV“ og að hann væri þar jafnframt
stjórnandi. Magnús R. Einarsson greinir
frá því í athugasemd að hóp þennan
hafi reyndar borið á góma í Vikulok-
unum á RÚV um síðustu helgi, þar
sem Frosti hafi verið gestur, en minna
hafi hins vegar farið fyrir aðkomu
Frosta sjálfs að honum. „Núna held
ég að sé á FB einhver svona sjálf-
sprottinn hópur með fjögur hundruð
meðlimum sem að á hverjum degi
pósta svona tveim þrem kvörtunum.
Það hefur aldrei komið neitt svar frá
RÚV þarna inn eða neitt,“ sagði
Frosti. Og lét þar við sitja.
Ofsoðið egg
Líkingu gærdagsins átti Jón
Pétur Jónsson, formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur, sem í viðtali við íþrótta-
blað Morgunblaðsins ræddi um þá
hugmynd, sem er greinilega eldfim,
að halda Íslandsmótið í golfi utan
höfuðborgarsvæðisins sjötta hvert ár.
Jón Pétur telur að menn í golfheimum
veigri sér hreinlega við allri umræðu
um hugmyndina. „Menn hafa labbað
í kringum þessa hugmynd
eins og ofsoðið egg,“ út-
skýrði hann. Fréttablaðið
lýsir eftir þeim sem kann
skil á þessu myndmáli.
stigur@frettabladid.is