Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 62
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46SPORT FÓTBOLTI Íslandsmeistarar FH eiga fyrir höndum einhverja mikilvæg- ustu leiki íslensks félagsliðs í mjög langan tíma þegar liðið mætir aust- urrísku meisturunum í Austria Vín í þriðju umferð forkeppni Meistara- deildar Evrópu. FH-ingar unnu frækinn sigur á FK Ekranas í vik- unni en með honum á FH nú mögu- leika á að tryggja sér tekjur sem myndu gerbreyta rekstri félagsins og hafa veruleg áhrif á landslag íslenskrar knattspyrnu. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, greiðir liðum sem keppa í bæði Meistaradeild Evrópu og Evr- ópudeild UEFA þátttökubónusa sem hækka eftir því sem liðin kom- ast lengra. FH-ingum voru tryggð- ar tekjur upp á 60 milljónir króna samkvæmt núgildandi gengi er liðið varð Íslandsmeistari í fyrra og komst þar með í aðra umferð for- keppni Meistaradeildarinnar. Hins vegar eru þær upphæð- ir fljótar að hækka eftir því sem liðinu gengur betur. Með sigrinum á Ekranas er tryggt að FH mun að minnsta kosti spila fjóra Evrópuleiki í við- bót, sem mun tryggja liðinu tekjur upp á 52,5 milljónir króna. Sigurinn á lithá- ísku meisturunum var því sannarlega kær- kominn fyrir rekst- ur knattspyrnu- deildar FH. Upphæðirn- ar verða þó fyrst svim- andi háar ef Íslandsmeist- urunum tekst að bera sigur- orð af Austria Vín í næstu umferð. Sam- kvæmt upp- lýsingum frá Knattspyrnu- sambandi Evr- ópu fyrir síðasta Hálfur milljarður í húfi hjá FH FH-ingum verða tryggðar tekjur upp á minnst 653 milljónir króna ef liðinu tekst að slá Austria Vín úr leik í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. FH er þegar öruggt með tekjur upp á 112 milljónir króna. keppnistímabil mun FH fá rúmar 540 millj- ónir króna fyrir að komast áfram því þá bíður liðs- ins þátttaka í umspilsumferð fyrir riðlakeppni Meistara- deildar innar og að minnsta kosti sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þess ber að geta að þessar tekjur eru aðeins þær sem koma frá UEFA. Þá eru ótaldir aðrir tekjumögu- leikar, eins og af sjónvarpstekjum, miðasölu og árangurstengdum greiðslum. Þátttökunni fylgir líka kostnaður en langstærstur hluti hans liggur í ferðakostnaði og bónus greiðslum til leikmanna. Eitt er þó ljóst. FH hefur þegar tryggt sér gott forskot fyrir næsta rekstrarár. Félagið fær að minnsta kosti 112 milljónir í tekjur vegna þátttöku liðsins í forkeppni Meistara deildarinnar í ár. Miðað við upplýsingar Fréttablaðsins er heildar velta stærstu félagsliða landsins, FH, Breiðabliks og KR, á bilinu 150-200 milljónir árlega fyrir hvert félag. 112 milljónir hafa því mikil áhrif á reksturinn. Til samanburðar má nefna að heildarvelta Austria Vín er nálægt 20 milljónum evra – um 3,2 milljörð- um króna – og um 20 sinnum meiri en hjá stærstu félagsliðum Íslands. Engum dylst að sigurlíkur Austur- ríkismannanna eru meiri í rimm- unni við FH. „Litla“ liðið á þó ávallt möguleika í fótbolta og það vita FH- ingar mætavel. eirikur@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Íslenska landsliðið í körfuknattleik mætir Dönum í æfingaleikjum í kvöld í Ásgarði og annað kvöld í Keflavík. Leikirnir eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir undankeppni Evrópumótsins í körfubolta sem fram fer í Úkraínu árið 2015. Liðið mætir Búlgaríu og Rúmeníu að heiman og í Laugardals- höll á fyrsta stigi undankeppninnar um laust sæti á Evrópumótinu. „Við megum varla misstíga okkur í þessari undankeppni til þess að eiga möguleika á því að komast á Evrópumótið,“ segir Peter Öqvist. „Búlgararnir eru með frábært lið og þeir verða virkilega erfiðir við að eiga, sérstaklega á þeirra heimavelli. Rúm- enar eru ekki með eins gott lið og við ættum að eiga fínan möguleika í þá leiki. Liðið er samt sem áður aðeins skipað leikmönnum sem leika utan heimalandsins og atvinnumönnum í hverri stöðu. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að þetta yrðu auðveld verk- efni en þetta eru bæði mjög hávaxin liði og ærið verkefni fram undan.“ - sáp 112 207 334 653 59,6 20,7 31,8 112 27,8 59,6 31,8* EF FH VINNUR AUSTRIA VÍN Í 3. UMFERÐ en tapar í umspilsumferðinni Tekjur úr fyrsta og öðru þrepi Þátttökubónus fyrir umspilsumferð Meistaradeildar Evrópu Þátttökubónus fyrir riðlakeppni Evrópudeildar UEFA. Samtals ÍSLANDSMEISTARI 2012 Þátttaka í forkeppni Meistaradeildar Þátttaka í 2. umferð forkeppninnar Samtals *öll lið sem falla úr leik í forkeppninni fá umrædda upphæð. Allar tölur í milljónum króna, miðað við núverandi gengi. TEKJUR FH AF SIGRINUM GEGN EKRANAS* *miðað við tap gegn austria Vín í 3. umferð Tekjur úr fyrsta þrepi Þátttaka í 3. umferð forkeppninnar Þátttaka í umspilsumferð Evrópudeildar UEFA Samtals Tekjumöguleikar FH í Evrópukeppnum 2013-2014 RAUNSÆR Öqvist segir verkefnið erfitt en möguleiki sé til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Megum ekkert misstíga okkur í undankeppninni KÖRFUBOLTI Hörður Axel Vil- hjálmsson er bjartsýnn á leikina sem fram undan eru hjá íslenska landsliðinu í körfubolta. Ísland mætir Dönum í tveimur vináttu- landsleikjum í kvöld og annað kvöld. „Við erum gríðarlega sam- rýmdur hópur og menn þekkja hver annan vel. Það er einnig mikil eftirvænting að fá að spila fyrir framan okkar fólk á heima- velli og vonandi verður stuðning- urinn góður,“ segir Hörður Axel. Íslenska landsliðið mun leika með sorgarbönd til heiðurs Ólafi Rafnssyni sem lést í síðasta mán- uði. Ólafur var forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og for- seti Körfuknattleikssambands Evrópu. „Ólafur gerði mikið fyrir hreyfinguna bæði hérna heima og í Evrópu yfir höfuð. Ég held að fólk geri sér ekki almenni- lega grein fyrir því hversu mikil- vægur hann var fyrir íþróttina. Við ætlum okkur að sýna honum þá virðingu sem hann á skilið og leggja okkur alla fram til heiðurs honum.“ Hörður Axel er sem stendur án félagsliðs en hann lék með þýska liðinu Mitteldeutscher BC á síð- ustu leiktíð. „Mín mál eru ekki alveg komin á hreint en það fer vonandi að skýrast. Ég hef nokkra kosti sem ég get ekki farið nánar út í, en ég útiloka að spila hér á landi á næsta tímabili.“ - sáp Heiðrum minn ingu Ólafs FÓTBOLTI Helgi Kolviðsson þekkir vel til í austur ríska fótboltanum en hann er nú þjálf- ari B-deildarliðsins Austria Lustenau sem var nálægt því að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðastliðið vor. FH mætir meisturunum þar í landi, Austria Vín, í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en eins og kemur fram hér fyrir ofan er gríðarlega mikið í húfi fyrir Hafnfirðinga. „Austria Vín spilar samkvæmt 4-3-3 leik- kerfinu eins og FH. Þetta er sókndjarft lið með leikmenn sem eru góðir á boltann og með mikla tæknilega getu. Liðið spilar þar að auki heima- leiki sína á besta vellinum í Austurríki,“ segir Helgi en vill þó alls ekki afskrifa möguleika FH-inga í rimmunni. „Ef þeir ná að spila þéttan varnarleik og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði er vel hægt að ná góðum úrslitum hér úti í fyrri leiknum og halda öllu opnu fyrir þann síðari í Kaplakrika,“ segir Helgi sem sá FH spila leik í forkeppni Evrópu deildar UEFA í Liechtenstein í fyrra. „Ég tel að FH geti vel haldið í við Austria Vín á góðum degi,“ bætir hann við. Meðal þeirra leikmanna liðsins sem helst hafa vakið athygli er sóknarmaðurinn Philipp Hosiner sem var síðast í gær orðaður við Everton og Crystal Palace í ensku pressunni. „Það er ekkert nýtt að lið eins og Austria missi sína bestu leik- menn en það er algengt að þeir fari yfir í þýsku úrvalsdeildina. Hos- iner hefur þar að auki unnið sér sæti í austurríska landsliðinu og er byrjaður að skora fyrir það,“ segir Helgi og bætir við að Austria sé vel mannað á öllum vígstöðum. „Þetta er lið sem á vissulega mörg vopn sem FH-ingum ber að varast. Austria Vín er þar að auki eitt stærsta félag landsins með mjög fagmann- lega umgjörð og ríka sigurhefð. En þó svo að liðið þyki sigur- stranglegra á pappírnum er allt hægt. Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli.“ - esá Íslensk lið eiga alltaf möguleika á heimavelli Helgi Kolviðsson, knattspyrnuþjálfari í Austurríki, vill ekki afskrifa möguleika FH gegn Austria Vín. HELGI Hefur starfað lengi í Austur ríki og Þýskalandi, fyrst sem leikmaður og nú sem þjálf- ari. Hér er hann sem leikmaður Kärnten árið 2003. BJARTUR Hörður Axel er fullur til- hlökkunar. FRÉTTBLAÐIÐ/DANÍEL FH-ingar starfrækja öflugt starf í yngri flokkum sínum eins og svo mörg önnur íslensk félög. Starfið hefur borið góðan ávöxt því í byrjunarliði FH gegn Ekranas voru sex uppaldir leikmenn. Þá voru Emil Pálsson og Róbert Örn Óskars- son á táningsaldri þegar þeir gengu í raðir félagsins. ➜ Sex uppaldir í byrjunarliði FH FÓTBOLTI Karlalið Breiðabliks, ÍBV og KR verða í eldlínunni í kvöld í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Stuðnings- menn liðanna og íslenskrar knattspyrnu geta fylgst vel með gangi mála. Breiðablik stendur best að vígi en liðið sækir Sturm Graz heim í Austurríki. Eftir marka- laust jafntefli í fyrri leiknum er möguleiki svo sannarlega fyrir hendi hjá Kópavogs- liðinu. Staða KR-inga er ekki jafn góð í Belgíu eftir 3-1 tap gegn Standard Liege. Blikar og KR-ingar á klakanum eiga þess kost að fylgjast með leikjunum í útvarpi og á netinu. Blikar senda út á síðu sinni, www.blikar.is, klukkan 16 en KR-ingar á netheimur. is eða FM 98,3 klukkan 18.30. ÍBV tekur á móti Rauðu stjörnunni frá Belgrad á Hásteinsvelli. Serbarnir hafa 2-0 forskot úr fyrri leiknum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. - ktd Góð þjónusta fyrir stuðningsmennina FÓTBOLTI Þýskaland tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitaleik Evrópu móts kvennalandsliða með 1-0 sigri á Svíum. Dzsenifer Marozsán skoraði eina markið á 33. mínútu. Draumur Svía um úrslitaleik á heimavelli er því úr sögunni. Þjóðverjar geta nú unnið titilinn í áttunda skipti og það sjötta í röð. Í kvöld kemur í ljós hvort and- stæðingurinn verður Danmörk eða Noregur. - ktd Draumurinn úti GLEÐI Þjóðverjar fögnuðu en svekkelsi Svía var mikið. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.