Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 6
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu margir hafa heimsótt gesta- stofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri? 2. Forsvarsmenn hvaða kvikmyndar leita nú að aukaleikurum til að leika uppvakninga og nasista? 3. Hvaða lið mætir karlalið FH í fótbolta í Meistarakeppni Evrópu? SVÖR: SKEMMTUN „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að vera gaman í skólanum,“ segir Ármann Halldórsson, en hann er nú í óða önn að hanna spuna- spil til þess að nýta í heimspeki- kennslu. „Vinnuheitið á spilinu er Klappland. Leikmenn eru í upp- hafi stjórnmálamenn og eiga að ná fram ákveðnum markmiðum, embættum og stefnumálum,“ útskýrir Ármann. Hann segir það hlutverkaspil en þó ekki í sama skilningi og það þekktasta, Dungeons and Dragons. „Þetta spil er, og verður að vera, miklu aðgengilegra fyrir almenning.“ Spilið sameinar hluti úr spuna- spilaheiminum og heimi borðs- pilanna. „Ég vil hafa eins mikið í höndum spilaranna og hægt er þannig að þeim líði eins og þeir séu að hafa áhrif á framvindu leiksins. Ekki bara af því að þetta og hitt spilið var dregið.“ Ármann er mikill talsmaður fjölbreyttari kennsluhátta. „Ein- hæfni gerir það að verkum að skólinn höfðar til ákveðinnar teg- undar af nemendum sem ná sam- bandi við efnið og ná árangri. Það þarf ekkert að umbylta öllu, það er gott og gilt að gera stíl og leggja fyrir próf, en það er hluti af fjölbreytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli.“ Hann fullyrðir að það að spila sé ákaflega lærdómsríkt ef vel heppnast. Hugmyndin að Klapplandi kviknaði í febrúar þegar Ármann hélt röð fyrirlestra um lýðræði í skólum. „Lýðræði er fyrirbæri sem er flókið og erfitt, og líka á vissan hátt vanrækt í skóla- kerfinu. Áhugavert er að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að gera skólakerfið lýðræðislegra, en einnig að fræða nemendur um lýðræði og réttarríkið.“ Hann sótti nú í vor um styrk frá Rannís úr Þróunarsjóði náms- gagna. „Ég fékk fullan styrk, var himinlifandi og hoppandi með það, og því fer næsta ár mikið í að þróa þetta spil sem námstæki en líka sem spil sem mun fara á almennan markað á næsta ári. Þetta verður spil fyrir tólf ára og eldri þar sem fólk sest niður og breytist í klækjarefi stjórn- málanna.“ nannae@365.is Læra um heimspeki með stjórnmálaspili Lærdómsríkt er að spila og mikilvægt að skapa áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra, að sögn Ármanns Halldórssonar. Hann hannar nú spilið Klappland, sem ætlað er í heimspekikennslu en mun einnig fara í almenna sölu. INNLIFUN OG TJÁNING „Ég hafði áhuga á spunaspilum og sá að þarna var leið til þess að virkja nemendur og gera eitthvað skemmtilegt. Góð leið til þess að fá nemendur til þess að tjá sig um námsefnið. En ekki síður fyrir innlifun, að fást við siðferðilegar spurningar og efla skapandi hugsun.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA Litlar eða engar hæfniskröfur eru gerðar til bankaráðsmanna í bankaráðum seðlabanka Nor- egs, Danmerkur og Svíþjóðar. Aðeins í Danmörku eru gerðar kröfur um að hluti bankaráðsmanna hafi mikla þekkingu á viðskiptalífinu. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu nýverið eru engar sérstakar kröfur gerðar til þeirra sem sæti eiga í bankaráði Seðlabanka Íslands. Ríkar kröfur eru hins vegar gerðar til þeirra sem stýra eða taka sæti í stjórnum fyrirtækja sem starfa á fjármálamarkaði. Í Danmörku sitja 25 í bankaráði seðlabankans. Af þeim eru átta þingmenn og tveir tilnefndir af ráð- herra, samkvæmt upplýsingum frá danska seðlabank- anum. Þeir fimmtán sem eftir eru, sem eru valdir af stjórn- endum bankans, verða að hafa yfirgripsmikla þekk- ingu á viðskiptalífinu. Þeir eiga einnig að koma víða að frá landinu og vera úr mismunandi þjóðfélagshópum. Í Noregi og Svíþjóð eru gerðar svipaðar kröfur til bankaráðsmanna og hér á landi, það er að þeir skuli ekki gegna störfum hjá fjármálafyrirtækjum og hafa flekklausan bakgrunn. Engar kröfur eru gerðar um menntun eða reynslu í lögum og reglum sem gilda um bankana. - bj Bankaráðsmenn seðlabanka Norðurlandanna þurfa litla sérfræðikunnáttu: Litlar eða engar hæfniskröfur KRÖFUR Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu 11. júlí eru engar kröfur gerðar um hæfi bankaráðsmanna Seðlabanka Íslands. VIÐSKIPTI Um 6,4 prósent vinnufærra manna eru nú atvinnulaus og að leita að vinnu samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Atvinnuleysið hefur aukist umtalsvert frá síðasta sumri. Það mældist 6,4 prósent í nýliðnum júní, en 5 prósent í júní í fyrra. Alls voru um 7,5 prósent manna atvinnulaus í maí og 6,6 prósent í apríl samkvæmt Hagstofunni. Að jafnaði voru um 191 þúsund manns á vinnumarkaði í nýliðnum júní, þar af um 178.700 starfandi en 12.300 án atvinnu og í atvinnu- leit. - bj Atvinnuleysi að aukast samkvæmt mælingum Hagstofu: Um 6,4 prósent án vinnu í júní ATVINNA Af 191 þúsund manns á vinnumarkaði voru um 12.300 án vinnu í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Rúmlega 100 þúsund manns 2. Dead Snow 3. Austria Vín. Það er hluti af fjöl- breytninni að taka eitthvað nýtt inn og blanda því saman þannig að úr verði áhugavert skólaumhverfi sem höfðar til sem flestra. Þannig vinnum við gegn brottfalli. Ármann Halldórsson spilahöfundur KIRKJUMÁL „Að sjálfsögðu erum við svekkt að ráðherrarnir skuli ekki hafa komið en það eru skiljanlegar ástæður fyrir því,“ segir Krist- ján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. Enginn ráðherranna níu sá sér fært að mæta á Skálholtshátíð um síðustu helgi þrátt fyrir boð um slíkt. Þá var 50 ára afmælis kirkjunnar minnst, sem og afhendingu Skál- holtsstaðar til þjóðkirkjunnar – sem mark- ar fyrstu skrefin í átt að aðskilnaði ríkis og kirkju. „Ráðherrar hafa í mörg horn að líta og það þarf að boða þá með mjög löngum fyrir- vara. Það var greinilega þannig að þeir voru bundnir við önnur verkefni og ég hef full- an skilning á því. En það er alltaf leiðin- legt þegar ráðherrar geta ekki komið,“ segir vígslubiskup. En ekki allir boðsgestir létu sig vanta. „Forseti Íslands var viðstaddur, sem betur fer. Hann var meira að segja svo elskulegur að rjúfa sitt sumarfrí fyrir þennan atburð,“ segir Kristján Valur. - kh Vígslubiskup í Skálholti svekktur með ráðherra ríkisstjórnarinnar en ánægður með forseta Íslands: Enginn ráðherra þáði boð á Skálholtshátíð SKÁLHOLTSKIRKJA Kristján Valur Ingólfsson, vígslu- biskup í Skálholti, hefði viljað ráðherra sem gesti þegar minnst var 50 ára afmælis kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLUGMÁL Framleiðandi og eigandi flugvélarinnar sem hlekktist á við lendingu á Keflavíkurflugvelli ætlar að gera við flugvélina hér á landi. Um sextíu manns tóku þátt í að koma þotunni frá flugbrautarenda- num í fyrrakvöld. Óhappið varð á flugvellinum á sunnudagsmorgun þegar hjól vélarinnar fóru ekki niður fyrir lendingu. Báðir hreyfl- ar vélarinnar skemmdust mikið. Ragnar Guðmundsson, stjórnandi rannsóknarinnar á slysinu, segir vélina einnig verða skoðaða af rússneskum rannsóknaraðilum. - bl Rússneska þotan í Keflavík: Ætla að gera við vélina hér RÚSSLAND, AP Bandaríski upp- ljóstrarinn Edward Snowden ætlar sér að búa í Rússlandi um skeið, en beið í gær eftir því að fá í hendur frá stjórnvöld- um pappíra sem tryggja honum dvalarleyfi. „Rússland er lokaáfanginn í bili. Hann horfir ekki lengra til framtíðar en það,“ sagði Anatólí Kútsjerena, lögmaður Snowdens í Rússlandi. Snowden hyggst nota tímann til að kynna sér rússneska menningu. - gb Snowden beið pappíra í gær: Verður áfram í Rússlandi VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.