Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 25. júlí 2013 | SKOÐUN | 21 Í tengslum við umræðu um fjárhags- stöðu ríkissjóðs hefur að undanförnu verið fjallað um þann valkost að fækka ríkisstarfsmönnum. Í þá umræðu hefur vantað mikilvægar staðreyndir. Um þessar mundir eru starfsmenn ríkisins um 22 þúsund en stöðugildi eða ársverk eru nokkuð færri. Um 12% þeirra sem starfa á íslenska vinnumark- aðnum eru ríkisstarfsmenn. Skv. könnun frá 2006 störfuðu 38% allra ríkisstarfs- manna á heilbrigðisstofnunum, 21% í framhalds- og háskólum og tæplega 10% störfuðu hjá stofnunum félags- og lýð- heilsumála. Hjá þessum flokkum stofnana starfa því tveir þriðju hlutar allra ríkisstarfsmanna. Til viðbótar bætast síðan hefðbundin kjarnastörf svo sem í löggæslu, æðstu stjórnsýslu, skatta- og tollheimtu og skipulags- og samgöngumálum. Meira en helmingur ríkisstarfsmanna er með háskólamenntun og um þriðjungur með starfs- eða framhaldsmenntun. Margt af sérhæfðasta starfsfólki landsins starfar hjá íslenska ríkinu. Taka má undir staðhæfingar á Starfatorgi ríkis- ins, þar sem auglýst eru til umsóknar laus störf, að ríkið sé stærsti þekkingarvinnustaður á Íslandi sem bjóði upp á fjölbreytt og krefjandi störf. Meðalaldur íslenskra ríkisstarfsmanna fer hins vegar hækkandi og um þessar mundir er hann næst hæstur OECD-ríkja (Government at a Glance 2011). Meðaltekjur eru almennt lægri en á almennum vinnumarkaði (sjá t.d. launa- rannsóknir Hagstofu Íslands og launakannanir stéttarfélaga) og tilteknar starfsstéttir eru með talsvert lægri meðallaun en í öðrum ríkjum OECD (Government at Glance 2011). Meðal starfsstétta með alþjóðlega viðurkennda mennt- un og starfsreynslu getur þetta leitt til atgervis- flótta sem stjórnvöld ættu að hafa áhyggjur af. Neikvæð umræða um störf innan ríkisins er ekki til þess að hvetja ungt fólk til að velja sér þennan framtíðarstarfsvettvang. Eru ríkisstarfsmenn of margir? Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoð- anir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fitulag“ með því að fækka ríkisstarfsmönnum. Erfitt er að finna vísbendingar sem styðja þessa staðhæfingu. Algengast er efni um hið gagnstæða, þ.e.a.s. að ríkisstarfsmenn séu of fáir. Nokkur nýleg dæmi: 1. „Lögreglumenn landsins allt of fáir. Til að tryggja brýnustu þjónustu lögreglunnar á landinu þarf að fjölga lögreglumönnum um 236 eða um tæp 40 prósent.“ (visir.is 27. júní 2013) 2. „55 læknanemar með tímabundið lækningaleyfi starfa á Landspítalanum í sumar. Langvinn mannekla er hluti ástæðunn- ar, segir formaður læknaráðs spítalans.“ (RÚV 20. júlí 2013) „Ekkert krabbameinseftirlit á sumrin. Þeir sem eru í reglubundnu eftirliti vegna krabba- meins fengu í vor bréf frá göngudeild blóð- og krabbameinslækninga Landspítalans þar sem kemur fram að vegna manneklu og sumarleyfa verði eftirlitstímum frestað fram á haust.“ (ruv. is 19. júlí 2013) 3. „Ekki jafn fáir starfsmenn síðan 2005. Starfsmönnum háskóla fækkaði um 140 á milli nóvember 2010 og nóvember 2011 … og hafa ekki verið færri síðan skólaárið 2005-2006.“ (mbl.is 13. júní 2013) „Skortur á menntuðu starfsfólki. Háskólarnir eru komnir að þolmörkum vegna aukins álags án þess að starfsfólki hafi fjölgað í samræmi.“ (RÚV 11. apríl 2013) Það sem styður þessi dæmi um núverandi skort á ríkisstarfsmönnum eru kannanir á stjórnun og starfsumhverfi ríkisstarfsmanna sem gerðar voru 2006-7 og 2011-12 (sjá vef fjár- málaráðuneytisins). Þar má finna skýrar vís- bendingar um mikið og vaxandi vinnuálag innan ríkisstofnana. Að byrja á réttum enda Upplýsingar um stöðu ríkissjóðs eru áhyggju- efni. Eins og áður eru tvær meginleiðir til að glíma við gjaldahlið ríkissjóðs, að draga úr kostnaði við svokallaðar tekjutilfærslur, svo sem greiðslur almannatrygginga, atvinnuleysis- og vaxtabætur og greiðslur vegna búvörufram- leiðslu. Hins vegar að minnka rekstrarkostnað ríkisstofnana en þar er auðvitað launakostnað- ur stærsti liðurinn. Skv. ríkisreikningi 2012 er launakostnað- ur samtals 25% af heildarkostnaði ríkissjóðs. Þetta er hins vegar óumflýjanlegur kostnað- ur. Þegar hafa hin lögbundnu verkefni ríkisins verið rekin með árlegri „sparnaðarkröfu“ og víða er búið „að skera inn að beini“. Nú þegar virðast áhrif þessa niðurskurður svo sem á heil- brigðisþjónustu augljós. Hætta er á að í umræðu um sparnað og hag- kvæmni falli í skuggann lögbundinn tilgangur ríkisstofnana. Í þessu samhengi má minna á söguna í bresku þáttunum „Já, ráðherra“ þar sem rekinn var nýr spítali sem hafði á að skipa stórum hópi stjórnenda og skrifstofufólks en enga lækna, ekkert hjúkrunarfólk og enga sjúk- linga. Rekstur spítalans var til fyrirmyndar og hafði m.a. fengið viðurkenningu fyrir hrein- læti! Rekstur hans hefur líklega verið vel innan fjárlaga! Til að ræða hvernig eigi að draga úr kostnaði við rekstur ríkisins er nauðsynlegt að byrja á réttum enda. Að ræða fækkun ríkisstarfsmanna án samhengis við þau lögbundnu verkefni sem þeir sinna er ekki skynsamlegt. Skoðun á þess- um verkefnum er því fyrsta skrefið í aðgerð- um til að ná fram sparnaði innan ríkisins. Í því getur falist sú niðurstaða að ríkið dragi sig út úr tilteknum verkefnum eða minnki verulega umsvif þeirra. Slíkar aðgerðir geta þannig leitt óbeint til fækkunar ríkisstarfsmanna. Hvort samfélagleg sátt verði um slíkar aðgerðir er annað mál. Um „fækkun ríkisstarfsmanna“ STJÓRNSÝSLA Ómar H. Kristmundsson prófessor í opin- berri stjórnsýslu AF NETINU Ríkisstyrkt fj ölmiðlun Það eru alveg ofboðs- lega skýr og góð rök fyrir því að rekstur fréttamiðla sé styrktur með almannafé, af því að eignarrétt yfir söluvöru þeirra skortir algjörlega og því er um eins hreinræktuð almannagæði að ræða og kennslubækur geta fundið upp á. Besta styrkjakerfið sem mér hefur dottið í hug er að niðurgreiða laun blaðamanna að uppfylltum ákveðnum almennum skilyrðum, og þannig verði flóran auðguð með því að renna styrkari stoðum undir miðla á borð við Kjarnann og alla hina sem myndu spretta upp í samkeppni við gömlu stofnanirnar um leið og rekstur þeirra yrði lífvænlegri. Ég á enn eftir að heyra sérstak- lega góð rök fyrir því að hagkvæmt og fjölbreytt fjölmiðlaumhverfi verði best tryggt með rekstri ríkis- fjölmiðils (þótt það sé klárlega betra en að gera ekkert) - enda hafa lönd á borð við Lúxemborg útvistað allri „almannaþjónustu“ til einkafjölmiðla með sérstökum þjónustusamningum, sem ég held að geti vel náð fram megintilgangi ríkisfjölmiðla með minni tilkostn- aði. Það kæmi mér ekki á óvart þótt fleiri Evrópulönd haldi áfram á sömu braut. Innlenda dagskrárgerð væri t.d. vel hægt að greiða úr samkeppnis- sjóðum (að enn meira leyti en gert er í dag) þótt rökin fyrir því séu ekki nærri því jafnaugljós og þegar um almannagæði á borð við fréttir er að ræða [...] facebook.com/hafsteinn.gunnar Hafsteinn Gunnar Hauksson ra y- ba n. co m Ray Ban dagar í Optical Studio til 4. ágúst Sólin er komin og þessi flottu Ray Ban 20% afsláttur SMÁRALIND • KEFLAVÍK ➜ Af nýlegri umræðu má ráða að uppi séu skoðanir um að ríkisstarfsmenn séu of margir, og hægt væri að ná fram sparnaði með því að skera af óþarfa „fi tulag“ með því að fækka ríkisstarfs- mönnum. Erfi tt er að fi nna vísbending- ar sem styðja þessa staðhæfi ngu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.