Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 60
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44
BAKÞANKAR
Bergs Ebba
Benediktssonar
Nokkrum sinnum á ári kynna fatahönn-uðir tísku sína. Þeir hanna nýja línu
og fólk fylgist með hvernig kragar hafa
síkkað, litir dekkst eða skósólar hækkað.
Við vitum að þetta hefur ekkert með vís-
indi að gera. Tíska er bara tíska. Kannski
ekki hreinn hégómi en ekki heldur prakt-
ísk. Það góða við fatatísku er þó að enginn
metur hana mikilvægari en hún er. Fata-
tíska er smekkur en ekki hugsjón.
EN tíska er ekki bundin við fatnað. Segja
má að tíska hafi áhrif á allt sem við-
kemur lífsstíl. Húsgögn, garðyrkja og
reiðhjól eru allt fyrirbæri sem eru háð
tísku svo örfá dæmi séu tekin. Núna er í
tísku að eiga gömul, ömmuleg og kósí hús-
gögn en fyrir tíu árum síðan þóttu
þau flottari minimalísk og köld. Í
dag er í tísku að hafa kryddjurt-
ir í garðinum en fyrir tíu árum
þótti flottara að þekja hann með
byko-sólpalli og í dag er í tísku
að renna um á racer-reiðhjóli en
fyrir tíu árum þótti flottara að
vera á fjallahjóli.
EN hvað með huglægari
atriði? Geta ákveðnir málaflokkar komist
í tísku?
FYRIR tíu árum var umhverfisvernd í
tísku og fólk hlekkjaði sig við vinnuvélar
til að mótmæla virkjunarframkvæmdum.
Í dag er búið að leggja niður umhverfis-
ráðuneytið og fólk kvartar í mesta lagi
á Facebook. Samt er umhverfið í alveg
jafn mikilli hættu nú og það var fyrir tíu
árum. Fyrir tíu árum var mikið rætt um
ástandið í Palestínu en í dag er kynbundið
ofbeldi algengara umræðuefni. Samt er
ástandið í Palestínu síst skárra nú en það
var þá. Fyrir tíu árum var það umhverf-
ið og alþjóðleg málefni en í dag eru það
fremur málefni sem varða persónufrelsi
og nærbýli. Ég verð að fullyrða þetta án
þess að styðjast við rannsóknir enda er
erfitt að rannsaka tísku í þaula, hún bygg-
ist fremur á tilfinningu.
ÉG held að það sé aldrei gott þegar
ákveðnir málaflokkar komast í tísku. Það
þýðir að fólk fær leið á þeim og þeir detta
úr tísku, rétt eins og mun gerast fyrir
gallaskyrtur og NBA-derhúfur áður en
langt um líður.
Skoðanir og tíska
Frægur fylgifi skur
frægðarinnar
Cory Monteith, úr Glee-þáttunum, fannst látinn eft ir að hafa tekið of stóran
skammt á hótelherbergi sínu í Vancouver þann 13. júlí síðastliðinn. Margar
stjörnur hafa farið sömu leið, með ógnvænlegum afl eiðingum.
Cory Monteith
lést á hótelherbergi sínu í Van-
couver í Kanada þann 13. júlí eftir
að hafa tekið of stóran skammt af
heróíni. Hann var 31 árs gamall.
Monteith var best þekktur fyrir leik
sinn í þáttaröðinni Glee þar sem
hann lék Finn Hudson. Cory hafði
lýst því yfir opinberlega að hann
ætti við vandamál að stríða og fór
síðast í áfengis- og vímuefnameð-
ferð í mars á þessu ári.
Amy Winehouse
söngkonan fannst látin á heimili
sínu þann 23. júlí árið 2011. Hún
var 27 ára gömul. Winehouse
hafði háð opinbera baráttu við
fíkniefni og áfengi um tíma.
Winehouse dó vegna ofneyslu
áfengis. Lagið sem skaut henni
á toppinn ber heitið Rehab og
fjallar um að margir hefðu reynt
að fá hana til að fara í meðferð.
Brian Epstein
er sennilega frægasti umboðs-
maður allra tíma, en hans frægustu
skjólstæðingar voru án efa Bítlarnir.
Epstein tókst að gera stórstjörnur
úr Bítlunum, en sjálfur háði hann
harða baráttu við eiturlyfjafíkn.
Hann lést á heimili sínu árið 1967
vegna ofneyslu svefnlyfja, aðeins
32 ára gamall. Hann hafði um
árabil neytt róandi lyfja, örvandi
efna og áfengis í óhófi.
Whitney Houston
fannst látin í baðkari á hótelher-
bergi í Los Angeles í fyrra. Hún
drukknaði í baði eftir að hafa
neytt kókaíns og áfengis, 48 ára
gömul. Houston var ein dáðasta
söngkona heims og hlaut fjölda
verðlauna fyrir söng sinn. Hún
átti lengi við vímuefnavanda að
stríða og fór síðast í vímuefna-
meðferð ári fyrir dauða sinn.
Janis Joplin
var þekkt sem drottning rokksins,
þrátt fyrir ungan aldur og stuttan
feril. Hún spilaði meðal annars á
tónlistarhátíðunum Monterey Pop
Festival og Woodstock. Umboðs-
maður hennar kom að henni
látinni á hótelherbergi sínu eftir
að hún mætti ekki í upptökustúdíó
á réttum tíma. Krufning leiddi í
ljós að hún hafði tekið of stóran
skammt af heróíni, aðeins 27 ára.
Elvis Presley
var kallaður konungur rokksins
og naut gífurlegra vinsælda um
lönd og álfur. Hann hlaut fjölda
verðlauna og viðurkenninga fyrir
tónlist sína, þar á meðal þrenn
Grammy-verðlaun. Presley háði
lengi baráttu við fíkniefni, en
þegar hann lést var talið að um
fjórtán tegundir efna og lyfja
væru í líkama hans. Hann var 42
ára þegar hann lést.
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
WOLVERINE 8, 10.10(P) 3D
GROWN UPS 2 6, 8, 10.30
R.I.P.D. 8, 10 3D
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50, 6 2D
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50 3D
THE HEAT 5.30
-Empire
-Entertainment Weekly
Í STÆRSTU ORUSTU ÆVINNAR
BERST HANN FYRIR SÍNU EIGIN LÍFI
5%
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40
WOLVERINE 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40
GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D KL. 3.20
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D KL. 3.20 - 5.40
RIPD KL. 3.20 -5.50 - 8
THE HEAT KL. 8 - 10.10
THIS IS THE END KL. 10.30
WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40
GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 – 10.10
RIPD 3D KL. 5.50 - 8
PACIFIC RIM KL. 9
THE HEAT KL. 5.30
THIS IS THE END KL. 10.10
WOLVERINE 3D KL. 8 - 10.20
RIPD 3D KL. 5.50
GROWN UPS 2 KL. 8 - 10
THE HEAT KL. 5.50
NEW YORK POST
Miðasala á: og
G.D.Ó., MBL