Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 10

Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 10
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Sól og hiti glæða höfuðborgina lífi Eftir sólarlítið sumar í Reykjavík tóku bæði börn og fullorðnir geislum sólar fagnandi þegar hún kom loks í byrjun vikunnar. Fréttablaðið fór á hina ýmsu staði sem aldrei eru vinsælli en í blíðskaparveðri og spjallaði við sólkyssta borgarbúa. SJÓRINN EKKI KALDUR „Við höfum verið hér heillengi í dag,“ sögðu systkinin Rafn, Róbert og Sónata Ísaksbörn. „Við ætlum að vera hér áfram. Kannski bara í allan dag.“ Þau segja sjóinn ekkert kaldan og að hann sé það skemmtilegasta við Nauthólsvíkina. „Og að moka,“ bætir Gulli vinur þeirra við. Þau segjast ekki enn hafa borið á sig sólvörn. „En við gerum það á eftir,“ fullyrða þau ákveðin. LAUTARFERÐ Í GRASAGARÐINUM Þau Theódóra Sæmunds- dóttir og Jóhann Örn Ólafsson ákváðu að fá sér hádegismat í Grasagarðinum með börnin sín þrjú, þau Ólöfu Söru, Jóhann Egil og Örnu Sif. „Við erum í fríi og ætlum að njóta veðursins í dag,“ segir Jóhann. Fjölskyldan gæddi sér á sushi-bitum og kanil- snúðum á meðan hundurinn þeirra, Tótó, vappaði um í grasinu. LITLA VINKONA MÍN „Það er ótrúlega gaman að það sé komin sól,“ segir Eva Júlía, 7 ára, en hún var stödd ásamt Christinu vinkonu sinni í Grasa- garðinum í gær. „Við erum að leika okkur og kasta steinum í vatnið,“ útskýrir Eva. „Christina er 3 ára. Hún er litla vinkona mín.“ ALLTAF STEMNING Jóhannes Bjarki, starfsmaður fallturnsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, segir mikinn mun á sólríkum dögum og skýjuðum. „Það er miklu meira að gera. Í gær var alveg troðið hér frá opnun til lokunar.“ Hann segir að þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið upp á sitt besta í Reykjavík í sumar sé þó alltaf stemning í garðinum. SÓLARVEÐUR BESTA ÍSVEÐRIÐ „Þetta er geðveikur ís,“ segir Ólafur, fastakúnni í ísbúðinni Valdís. „Það var mælt sérstaklega með þessum, hindberjasorbet.“ Þau segja ísinn smakkast mun betur þegar það er sól. „Sólarveður hentar betur til ísáts,“ full- yrða þau Ólafur og Guðrún. „Það er samt alveg hægt að fá sér ís í þokuveðri en þá þarf að njóta hans innanhúss.“ DÝRÐARDAGUR Í NAUTHÓLSVÍK Mannskapurinn lék á als oddi í sólinni sem bakaði ylströndina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR " BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 6 4 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.