Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 6

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 6
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn. Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur D Y N A M O R E Y K JA V ÍK NÝ OG BE TRI HÖNNUN ! TANNBURSTAR OG TANNKREM FYRIR VIÐKVÆM SVÆÐI HEILBRIGÐISMÁL Í fyrra deildu rúmlega 15 prósent íbúa hjúkr- unarheimila herbergi með öðrum eða 354 einstaklingar. Í viðmið- um félags- og tryggingamála- ráðuneytisins um skipulag hjúkr- unarheimila frá 2008 segir að öll hjúkrunarrými skuli vera ein- býli. Ekki liggur fyrir hvert hlut- fall einbýla var það ár en árið 2006 bjuggu 39 prósent íbúanna í herbergi með öðrum. „Samkvæmt könnun sem gerð var í lok árs 2006 bjó þá um 61 prósent fólks á hjúkr- unarheimilum í einbýli. Þetta var einnig kannað árið 2011 og þá var niðurstaðan sú að um 67 prósent íbúa byggju í einbýlum,“ segir Margrét Erlendsdóttir, upplýs- ingafulltrúi velferðarráðuneytis- ins. Margrét segir að í fyrra hafi ráðuneytið leitað svara hjá 42 hjúkrunarheimilum á daggjöldum með 1.372 hjúkrunarrými samtals. „Miðað við svör sem bárust voru tæplega 85 prósent íbúa hjúkrun- arheimilanna í einbýli. Hjúkrunar- rými á landinu öllu árið 2012 voru samtals 2.366 á þessum tíma. Ef við gefum okkur að yfirfæra megi hlutfallið á öll hjúkrunarrými svarar þetta því að á þessum tíma hafi um 2.012 aldraðir búið í ein- býli en 354 í herbergi með öðrum,“ segir Margrét. Aðspurð segir Margrét að ekki hafi verið kannað hversu lengi íbúar dvelja að jafnaði með öðrum í herbergi á dvalar- og hjúkrunar- heimilum. Margrét getur þess að öll ný heimili sem byggð hafi verið á liðnum árum séu einungis með einbýlum. Á þessu ári hafi verið tekin í notkun ný hjúkrunar- heimili í Garðabæ og Mosfellsbæ með samtals 90 rýmum sem öll eru einbýli. „Fleiri nýbyggingar eru í undirbúningi og stöðugt er unnið að endurbótum á eldri heimilum til að fjölga einbýlum,“ segir hún. Í svari velferðarráðherra á Alþingi í fyrra við fyrirspurn um áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarrýma kom meðal ann- ars fram að áætluð væri í sam- starfi við sveitarfélögin umfangs- mikil uppbygging ríflega 200 hjúkrunarrýma á höfuðborgar- svæðinu þar sem brýnast væri að fjölga rýmum. Ekki væri komin tímasetning á þá framkvæmd. Í svarinu kom jafnframt fram að 213 manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á öllu landinu. Nú eru 279 á biðlista eftir hjúkrunar rými á landinu, sam- kvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. ibs@frettabladid.is Meira en 300 aldraðir í herbergi með öðrum Samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins hjá hjúkrunarheimilum í fyrra bjuggu tæplega 85 prósent íbúanna í einbýli. Árið 2006 var hlutfallið 61 prósent. Eingöngu einbýli á nýbyggðum heimilum. 279 eru nú á biðlista eftir hjúkrunarrými. Á HJÚKRUNARHEIMILI Nú bíða 279 á öllu landinu eftir hjúkrunarrými. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARGRÉT ERLENDSDÓTTIR 1. Hvaða starfi gegnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hjá Samtökum atvinnulífsins? 2. Hvaða íslenska fyrirtæki gerði 500 milljarða samning í Eþíópíu? 3. Hvaða fyrrverandi bæjarstjóri er nú tvíefl dur eftir hjartaaðgerð? 1. Hún er forstöðumaður mennta og nýsköpunar. 2. Reykjavik Geothermal. 3. Gunnar I. Birgisson í Kópavogi. UPPLÝSINGAMÁL Arion banki sendi erindi til allra sveitarfélaga nú í sumar þar sem bank- inn er með útibú, þar sem farið verður fram á að uppdrættir að húsnæði útibúanna yrðu ekki afhent þriðju aðilum yrði þess óskað. Í erindi til skipulags- og byggingar- nefndar Fljótsdalshéraðs kom fram að bank- inn lýsti yfir áhyggjum af því að aðgengi og afhending samþykktra uppdrátta af hús- næði bankans á Egilsstöðum væri ekki tak- markað. „Af uppdrætti af útbúi bankans má meðal annars sjá hvar rafmagnstafla útibúsins er staðsett sem og nákvæma staðsetningu hvelfingar útibúsins,“ segir í erindum sem skipulagsnefnd Fljótdalshéraðs samþykkti. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsinga- fulltrúi Arion banka, segir að rétt hafi þótt að fara fram á þetta með vísan til öryggis- sjónarmiða. Í yfirferð bankans um öryggis- mál hafi þetta komið upp en ekki væri um að ræða sérstök vandamál vegna þessa. Haraldur segir að þau svör sem bankan- um hefðu borist frá sveitarfélögunum væru jákvæð og farið yrði að kröfum bankans. - hrs Arion banki fer yfir öryggismál útibúa sinna og sendir sveitarfélögum erindi: Uppdrættir að bönkum séu trúnaðarmál ARION BANKI Hefur farið fram á að þriðju aðilar fái ekki afhentan uppdrátt af húsnæði útibúa bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ? HEIMURINN 1 2 3 4 Vilja frið um Kasmír 1KASMÍR Forsætisráðherrar Indlands og Pakistans eru sam- mála um að draga þurfi úr ofbeldi í Kasmír-héraði til þess að hægt verði að þoka áfram friðarviðræðum. Þeir Manmohan Singh og Nawaz Sharif hittust í New York í gær, þar sem þeir sitja báðir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, og ræddust við í meira en klukkustund. Deilur landanna um yfirráð í Kasmír-héraði hafa staðið yfir áratugum saman og kostað fjölda mannslífa. Eldur í ferju á Thames 2BRETLAND Þrjátíu ferðamönnum var bjargað í London í dag þegar kviknaði í ferju á ánni Thames þegar hún var stödd nærri breska þinghús- inu. Margir sáu þann leik vænstan að stökkva frá borði þegar eldurinn kom upp en björgunarlið var fljótt á vettvang auk þess sem fleiri ferða- mannabátar komu til aðstoðar. Þrír voru fluttir á spítala með smávægileg meiðsli en aðra sakaði ekki. Vörur út í geiminn 3BANDARÍKIN Ný geimsendingar-þjónusta bandarísku geim- ferðastofnunarinnar NASA afhenti fyrstu vörurnar í gær í alþjóðlegu geimstöðinni. Vörurnar voru fluttar með mannlausu geimskipi, Cygnus, sem lagði upp að alþjóðlegu rann- sóknastöðinni færandi geimförunum, sem þar þeytast hring eftir hring í kringum jörðina, hálft tonn af mat- vælum, fatnaði og öðrum nauðsynja- vörum. Starfsfólk NASA fagnaði ákaft þessum áfanga. Viðvörun ári fyrr 4KENÍA Ráðherrar í Kenía og yfir-menn í keníska hernum fengu fyrir ári viðvaranir frá leyniþjónustu landsins um að hætta væri á árás af svipuðu tagi og gerð var á Westgate- verslunarmiðstöðina í Naíróbí fyrir rúmri viku. Þessar viðvaranir var að finna í stöðuskýrslum, sem leyniþjónustan skrifar reglulega og lætur ráðamönnum í té. CNN skýrir frá þessu. CYGNUS TENGIST GEIMSTÖÐINNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.