Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 8

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 8
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 PI PA R\ TB W A SÍ A Skráning fer fram á www.promennt.is og þar má einnig finna allar nánari upplýsingar. STYRKTU STÖÐU ÞÍNA www.promennt.is Skeifunni 11B 108 Reykjavík Sími 519 7550 promennt@promennt.is SKRÁÐU ÞIG NÚNA! BÓKHALD - GRUNNUR Hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir starfandi skrifstofu- og verslunarfólk eða þá sem hafa hug á að starfa á þeim vettvangi. Uppbygging námsins miðast við nemendur með grunnþekkingu í tölvum og Excel forritinu. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja vera sem mest sjálfbjarga við bókhaldið. Morgunhópur hefst 9. október 8. október Lengd: 110 std. 119.000 kr. POWERPIVOT PowerPivot er ókeypis viðbót (add in) í Excel 2010 (innbyggt í Excel 2013) notað til gagnagreininga og getur tengt saman gögn úr mörgum og mismunandi tölflum og gagnaupp- sprettum og unnið hraðar og með mun stærri gagnasett en í venjulegum Pivot töflum. Í PowerPivot er hægt að útfæra eigin greiningar, skýrslur og spár með lítilli fyrirhöfn. Þátttakendur þurfa að vera vanir Excel notendur og þekkja til Pivot taflna. Morgunhópur hefst 7. október Lengd: 12 std. 34.000 kr. EXCEL - GRUNNUR Tekin eru fyrir helstu grundvallaratriði við notkun Excel við alls konar útreikninga og úrvinnslu talna ásamt allri útlitsmótun skjala. Námskeiðið er aðallega ætlað byrjendum en þeir sem fyrst og fremst hafa notað Excel til uppsetningar á töflum og til einfaldra útreikninga munu einnig bæta verulega við þekkingu sína á þessu námskeiði. Morgun- og kvöldhópar hefjast í dag 30. september Lengd: 21 std. 34.000 kr. UMFERÐARMÁL Könnun sem gerð var meðal 193 fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík sýnir að margvíslegar brotalamir eru á umferðarmálum á svæðinu. Í könnuninni, sem Bergþóra Bergsdóttir verkfræðinemi gerði fyrir Faxaflóahafnir, voru meðal annars lagðar spurningar fyrir forsvarsmenn og talsmenn fyrirtækja um viðhorf þeirra til umferðarmála við höfnina. Sumir segja lítið við umferðina að athuga en aðrir nefna bílastæða- vanda og flöskuhálsa. Áberandi er hversu olíuflutningar um svæðið vestan af Örfirisey eru mönnum mikill þyrnir í augum. Haft er eftir einum að umferð- in sé hræðileg, sérstaklega olíu- bílarnir sem séu stórhættulegir. „Keyra eins og fávitar á allt of miklum hraða bæði á Fiskislóð og Hólmaslóð,“ segir hann. Annar segir það mundu verða stórt framfaraspor ef olíustöðin færi annað. „Það þarf að koma bensín- og olíubílunum héðan í burtu,“ svarar hann. Sá þriðji tekur undir og segir olíubílunum ekið of hratt. „Væri gott að losna við olíubílana,“ segir sá fjórði. „En það eitt út af fyrir sig er ekki nóg. Það þarf að hægja á umferðinni.“ Fimmti talsmaðurinn segir „rosalega“ umferð á Granda- garði. Verst sé með olíubílana sem komi á fullri ferð. „Það eru engar hindranir á Grandagarði. Það voru settar hindranir á Fiski- slóð og þá hættu þeir að keyra þar um. Merkilegt að það skuli ekki hafa orðið slys.“ Enn einn kveður umferðar- málin vera í „algjörum ólestri“. Olíubílarnir keyri of hratt og Geirsgatan sé alltof þröng. „Olíu- flutningarnir eru ekki góðir. Maður finnur öðru hvoru fyrir mikilli mengun og olíustybbu frá starfseminni,“ er svarið frá enn öðrum. Þá segir einn að allt sé í lagi með höfnina sjálfa en of mikil og of hröð keyrsla sé á Grandagarði, til dæmis á olíubílunum. „Þetta er svolítið mikið og hættulegt,“ segir þessi talsmaður. „Hér er mikið af þungum bílum sem keyra svo hratt að maður hefur áhyggjur af gangandi vegfarend- um,“ er eitt svarið. „Það er absúrd að vera með olíutanka hér og keyra um með eldsneytið,“ eru ein ummælin sem keimlík eru svari frá öðru fyrirtæki. „Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg.“ Það eru þó alls ekki allir sem amast við olíuflutningunum. „Varðandi olíubílana, þá þarf ekki alltaf að vera kvarta. Við þurfum öll bensín á bílana okkar og bensínstöðvarnar líka. Þetta hefur gengið vel og því er engin ástæða til að mála skrattann á vegginn.“ gar@frettabladid.is Fyrirtæki við höfnina vilja olíubílana burt Talsmenn fyrirtækja við gömlu höfnina í Reykjavík kvarta undan olíuflutningum frá birgðastöð í Örfirisey. Slík umferð sé fáránleg og hættuleg. Merkilegt sé að ekki hafi enn orðið slys. Þetta kemur fram í nýrri könnun fyrir Faxaflóahafnir. Umferð olíubílanna í gegnum miðborgina er alveg fáránleg. Forsvarsmaður fyrirtækis í könnun Faxaflóahafna ÞUNGAFLUTN- INGAR VIÐ GÖMLU HÖFN- INA Olíubíll og vöruflutningabíll aka frá Mýrar- götu inn Geirs- götu og í átt að miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR RANNSÓKNIR Rektor Háskólans á Bif- röst, Vilhjálmur Egilsson, sem hætti störfum sem framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins (SA) fyrr á árinu, og Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, undirrituðu samn- ing um stofnun Rannsóknarstofnun atvinnulífsins-Bifröst. Á vegum stofnunarinnar verður unnið að rannsóknarverkefnum í þágu atvinnulífsins. SA hafa ákveðið að leggja stofnuninni lið næstu tvö árin og skapa þannig grunn fyrir aukið rannsóknarstarf í þágu atvinnulífsins. Rannsóknastofnun atvinnulífsins mun starfa sem sjálfstæð stofnun innan Háskólans á Bifröst. - hrs Háskólinn á Bifröst og Samtök atvinnulífsins í samstarf: Setja á fót rannsóknarstofnun VILHJÁLMUR EGILSSON Rektor Háskólans á Bifröst var áður framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.