Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 16

Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 16
30. september 2013 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT „Þetta var bara komið nóg í bili,“ segir Kristján Kristjáns- son, KK, sem hætti í gær með útvarpsþátt sinn Morgunstund með KK. Þátturinn hefur verið á dagskrá Rásar 1 í fimm ár við miklar vinsældir. „Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér í tónlistinni undanfarið og mörg verkefni sem bíða,“ segir KK um ástæðu brotthvarfsins. „Það eru líka ýmis verkefni sem ég ætlaði allt- af að vinna í en maður gerir það ekki þegar maður er á fullu í öðru. Morgunstund var full vinna og rúmlega það.“ Aðspurður segist hann hafa eytt miklum tíma í að finna hvert einasta lag þáttarins. „Öll lögin sem ég spila eru lög sem ég elska. Til að finna eitt svona lag þarftu að hlusta á fleiri hundruð lög. Svo þarftu að finna upplýsingar um lagið og það fer mikil vinna í það líka.“ Í lokaþættinum í gær notaði KK tækifærið og spilaði í fyrsta sinn nokkur lög á gítarinn sinn. Hann ætlar ekki að kveðja Ríkisútvarpið fyrir fullt og allt því hann býst við að hafa umsjón með nýjum útvarps- þætti einu sinni í viku. - fb Elskaði öll lögin sem hann spilaði Kristján Kristjánsson er hættur með út- varpsþátt sinn Morgunstund með KK. Dagur þýðenda er alþjóðlegur dagur og hann er líka afmælisdagur banda- lagsins okkar sem er níu ára,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, sem verð- ur með afmælisdagskrá í fyrirlestrasal HT101 á Háskólatorgi í dag. Það eru nefnilega tíu ár síðan þýðingarfræði urðu formleg námsbraut í Háskóla Íslands og bandalaginu þótti fullt til- efni til að halda upp á það með HÍ. „Svo er þetta líka dagur sem er kenndur við heilagan Híerónímus, sem þýddi biblíuna á latínu, hún varð Bibl- ían með stóru B fyrir margar Evrópu- þjóðir. Því er við hæfi að hylla þýðing- ar og þýðendur á þessum degi,“ heldur Magnea áfram og bendir á að flestir lesi þýðingar oft á dag án þess að gera sér grein fyrir því. Magnea segir nokkra valinkunna framsögumenn verða á samkomunni, að sjálfsögðu alla með þýðingartengt efni en veit ekki nákvæmlega hvað þeir ætla að tjá sig um. Segir það bara koma í ljós, enda margar hliðar á faginu. Mesta undrun vekur nafn eins framsögumannsins, Mazen Maarouf. „Maarouf er þýðandi og ljóðskáld og af því hann var staddur hér á landi var ómótstæðilegt að hafa hann með, því hann er að þýða íslenskar bókmennt- ir yfir á arabísku. Þetta fannst okkur svo spennandi og hann var tilbúinn að koma og vera með okkur,“ segir Magnea. Á samkomunni í dag verður leit- ast við að svara spurningunni hvort hægt sé að kenna þýðingar. „Þegar ég byrjaði af rælni í þýðingarfræð- inni fyrir nokkrum árum, mest til að athuga hvort hausinn á mér virkaði enn í skólasamhengi og varð svo bitin af faginu að ég þurfti endilega að ná mér í meistarapróf í því, þá spurðu margir mig: Er nokkuð hægt að kenna þetta? eins og þetta væri eitthvað sem mönnum væri eðlislægt. Það væri nóg að kunna tungumál og þá gæti maður þýtt,“ segir Magnea og tekur fram að við þýðingar þurfi að taka tillit til margra þátta, ekki síst menningar- lega þáttarins. Svo segir hún þýðingar hafa auðgað íslenskuna mikið. „Íslensk tunga hefði ekki endurnýjast eins vel og raun er á ef við værum ekki svona dugleg að þýða allt milli himins og jarðar úr öðrum tungumálum yfir á íslensku,“ fullyrðir hún. „Þá ættum við ekki öll þessi orð.“ Magnea kveðst vona að mæting- in verði góð. „Kannski hafa háskóla- nemar áhuga á að koma og fylgjast með og allir velunnarar þýðinga eru innilega velkomnir.“ gun@frettabladid.is Vel við hæfi að hylla þýðendur á þessum degi Er hægt að kenna þýðingar? er yfi rskrift hátíðadagskrár í hringstofunni HT101 undir Háskólatorgi milli klukkan þrjú og fi mm í dag. Magnea J. Matthíasdóttir er formaður Bandalags þýðenda og túlka. MAGNEA J. MATTHÍASDÓTTIR „Íslensk tunga hefði ekki endurnýjast eins vel og raun er á ef við værum ekki svona dugleg að þýða allt milli himins og jarðar úr öðrum tungumálum yfir á íslensku,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Formaðurinn Magnea J.Matthías- dóttir býður gesti velkomna. Gauti Kristmannsson prófessor Ástráður Eysteinsson forseti Hugvísindasviðs HÍ Guðrún Tuliníus þýðandi og kennari Mazen Maarouf þýðandi og ljóðskáld Birna Imsland þýðandi og túlkur Salka Guðmundsdóttir þýðandi og leikskáld Staður: HT101, undir Háskólatorgi Tími: 15 til 17 Frummælendur í hringstofunni MERKISATBURÐIR 1148 Bærinn í Hítardal í Mýrasýslu brennur til kaldra kola og farast þar meira en 70 manns, meðal annarra biskupinn í Skál- holti, Magnús Einarsson. 1966 Botsvana fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1994 302 metra löng brú yfir Kúðafljót er tekin í notkun. Við það styttist hringvegurinn um átta kílómetra. 1996 Eldgos hefst undir Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Gríms- vatna. 2005 Mjög umdeildar skopteikningar af Múhameð spámanni birtast í danska dagblaðinu Jyllandsposten. 2006 Bandaríkjaher yfirgefur formlega herstöðina á Keflavíkur- flugvelli og Íslendingar taka við stjórn hennar. 2009 Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir af sér vegna ósamkomulags innan ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave-málið. Útsendingar íslenska sjónvarpsins hófust þetta kvöld árið 1966 og tókust vel, tæknilega séð. Myndin sást víða og sást skýrt. Tugir þúsunda á höfuðborgar- svæðinu fylgdust með dagskránni sem setti mark sitt á flesta þætti mannlífsins á svæðinu og göturnar tæmdust. Útsending hófst með ávarpi Gylfa Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. Næst á dag- skránni var mynd Ósvalds Knudsen um Íslendingabyggðir á Grænlandi og því næst las Halldór Laxness úr sögu sinni Paradísarheimt og nefndist sá þáttur Í skáldatíma. Þá var komið að fyrsta íslenska skemmtiþættinum, Það er svo margt ef að er gáð, með Savannatríóinu. Það lék lög við hæfi alþýðunnar. Dýrðlingurinn, breskur sakamála- þáttur, var líka á skjánum fyrsta kvöldið en dagskránni lauk með stuttu yfirliti frá síðustu viku. ÞETTA GERÐIST: 30. SEPTEMBER 1966 Útsendingar Sjónvarpsins hefj ast SAVANNATRÍÓIÐ Björn Björnsson, Tróels Bendtsen og Þórir Baldursson. KK Tónlistarmaðurinn geðþekki er hættur með útvarpsþátt sinn Morgun- stund með KK. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.