Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 28
Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20132 Meistaramánuðurinn varð upphaflega til árið 2008 þar sem tveir há- skólanemar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig rækilega á fyrir prófin og lifa eins og meistarar í heilan mánuð. Markmiðin voru ein- föld; drekka ekkert áfengi, borða eins og hellisbúar (e. paleo diet), fara út á strönd að hlaupa alla virka morgna og vera mættir á lesstofuna í skólanum fyrir klukkan átta. Það var einhver meistaraleg tilfinning að vera búinn að koma svona miklu í verk snemma morguns og horfa á grútsyfjaða skólafélagana tínast inn með stírur í augunum. Með árunum hefur meistaramánuðurinn þróast mikið. Við erum ekki lengur bara tveir og núna snýst meistaramánuður um miklu meira en bara mataræði og hreyfingu. Meistaramánuðurinn á að snú- ast um hvernig við getum orðið besta útgáfan af sjálfum okkur, hvað við getum gert til þess að láta okkur líða betur alla aðra daga og hvað það er í okkar fari sem við þurfum að bæta. Við getum öll bætt eitt- hvað, svo mikið er víst, og meistaramánuðurinn er tilvalinn til að taka á þeim hlutum. Það sem gerir meistaramánuðinn betri en aðra mánuði til þess að tækla þessa hluti er það að við höfum stuðningsnet frá þúsundum annarra þátttakenda. Við aðstandendur meistaramánaðar erum engir næringarfræðing- ar eða líkamsræktarfrömuðir og alls ekki fullkomnir. Okkur finnst gaman að reyna að bæta okkur og takast á við áskoranir og ef fólk er tilbúið að gera það með okkur er það frábært. Hvort sem þú ætlar að nota meistaramánuðinn til þess að hreyfa þig meira, taka mataræðið í gegn, hætta að reykja, lesa bók, hitta fjölskylduna oftar, hætta að naga neglurnar, vera jákvæðari eða taka betur til heima hjá þér vonum við að þú njótir hans og hugsir fyrst og fremst um að láta þér líða vel. Í þessu blaði finnurðu dagatal sem þú getur skrifað markmiðin þín á, hollráð fyrir mánuðinn, hlaupaáætlanir og fleira. Styrkur og sæmd. Magnús, Þorsteinn og Jökull. Gleðilegan meistaramánuð Markmiðin voru að borða ekk- ert nammi, engar kökur og ekkert kex þennan mánuð. Eins ætlaði ég að gera góðverk á hverjum degi, sem reyndist meira en að segja það. Svo vildi ég setja persónu- legt met í réttstöðulyftu og lyfta 180 kílóum. Það tókst á þriðja degi, alveg óvart, sem var reyndar frekar fúlt. Það er samt gott að fá að koma þessu á framfæri hér því mér finnst mikil vægt að þjóðin viti hvað ég get „deddað“ miklu,“ segir Atli Fannar Bjarkason, aðstoðar- maður formanns Bjartrar framtíð- ar, en hann tók fyrst þátt í meist- aramánuðinum á síðasta ári. Ekki gekk allt jafn áreynslu- laust og réttstöðulyftan og bugað- ist Atli á elleftu stundu í óhollustu- bindindinu. „Ég var gjörsamlega aðfram- kominn þar sem ég sat á síðasta degi og beið eftir að klukkan slægi tólf. Klukkan tíu fór ég út í búð og keypti tvo kexpakka. Kláraði þá á þremur mínútum! Ég er svo mikið fyrir kex.“ Hann vill þó ekki viður- kenna að hafa þar með mistekist. „Nei, klukkan var orðin tólf ein- hvers staðar í heiminum. Mögu- lega á meginlandi Evrópu.“ En hvernig gekk að gera eitt góðverk á dag? „Ég held að það hafi náðst. Stundum gerði ég fleiri en eitt á dag svo það hlýtur að hafa jafnast út. Ég var til dæmis mjög dug legur að setja klink í söfnunarbauka og var fyrir vikið afar blankur þennan mánuð.“ Atli hélt utan um árangurinn með því að blogga daglega á atli- fannar.wordpress.com. Til að byrja með voru færslurnar metn- aðarfullar en fljótlega dró þó úr. „Þær urðu frekar leiðigjarnar. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að breyta til og færslurnar urðu því mjög einsleitar,“ segir hann. „Það var til dæmis mjög leiðinlegt að hafa náð réttstöðu- lyftunni strax. Ég ætlaði að hafa þetta svo táknrænt síðasta dag- inn. Þetta hefði átt að vera ómögu- legt markmið. Ég var bara 72 kíló á þessum tíma. Ég er ekki einu sinni genetískt sterkur.“ Atli ætlar að vera með aftur þetta árið og bjóða kex pökkunum birginn á ný, borða hollt og skera niður fitu á markvissari hátt. Hann ætlar líka að sleppa því að drekka áfengi en hefur minnstar áhyggjur af því. „Það er ekkert mál, ég gæti gert það standandi á höndum.“ En hefur meistaramánuðurinn breytt lífsstíl Atla Fannars? „Mér finnst hann mjög góð áminning á hverju ári til þess að skerpa á hlut- unum.“ Tókst hið ómögulega Atli Fannar Bjarkason, aðstoðarmaður formanns Bjartrar framtíðar, tekur þátt í meistaramánuði nú í annað sinn. Hann segir auðveldara en margur heldur að breyta til en sjálfur náði hann markmiði sínu í réttstöðulyftu sem hann hafði talið ómögulegt, 180 kíló. Hann át einnig tvo kexpakka á þremur mínútum en það var þó ekki eitt af settum markmiðum. Atli Fannar kom sjálfum sér á óvart þegar hann lyfti 180 kílóum á þriðja degi og náði þannig markmiði sem hann taldi ómögulegt. MYND/ÚR EINKASAFNI SPURT OG SVARAÐ Hvað þarf ég að gera til þess að taka þátt í meistaramánuði? Í raun þarftu ekkert nema viljann og metnaðinn til að setja þér markmið fyrir einn mánuð og standa við þau. Við mælum með því að þú skráir þig til leiks á www.meistaramanudur.is og fáir sem flesta vini, fjölskyldu- meðlimi og vinnufélaga til að taka þátt með þér. Svo þarftu bara að skrifa markmiðin niður. Þegar nær dregur meistaramánuði sendum við út dagatal sem þú getur skrifað markmiðin á. Er þetta ekki bara enn eitt átakið eins og áramótaátakið sem ég stend aldrei við? Meistaramánuðurinn á ekki að vera átak heldur upphafið á breytingu lífs þíns til hins betra. Meistaramánuður- inn snýst ekki bara um að taka vel á því í ræktinni eða taka til í mataræðinu heldur líka litlu hlutina eins og að eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða lesa loksins bókina sem þú ætlaðir þér alltaf að lesa. Notum tækifærið og lítum í eigin barm. Er ekki eitthvað sem við megum bæta í okkar fari? Er ekki eitthvað sem okkur langar að sigrast á í eitt skipti fyrir öll? ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.