Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 63

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 63
MÁNUDAGUR 30. september 2013 | MENNING | 23 One Direction hefur undirritað nýjan, risastóran plötusamning við útgáfufyrirtækin Syco, sem er í eigu Simons Cowell, og Sony. Samkvæmt samningnum skuldbindur breska stráka- bandið sig til að halda áfram störfum að minnsta kosti til árs- ins 2016 og gefa út þrjár nýjar plötur. Talið er að félagarnir Niall Horan, Zayn Malik, Liam Payne, Harry Styles og Louis Tomlin- son fái í sinn hlut tíu milljónir punda fyrir samninginn, eða um tvo milljarða króna. Næsta plata One Direction, Midnight Memories, kemur út í nóvember. Skrifuðu undir risasamning ONE DIRECTION Strákabandið vinsæla hefur undirritað risasamning. Simon Cowell og kærasta hans, Lauren Silverman, eiga von á dreng. Hinn 53 ára gamli Cowell var í viðtali hjá Ryan Seacrest þegar hann staðfesti fréttirnar. Cowell ætlar að tryggja það að barnið tali með breskum hreim. Inntur eftir því hvort hann sé farin að plana brúðkaup segir hann: „Ég myndi ekki búast við því að Silverman verði einstæð móðir.“ Simon hefur áður talað um það opinberlega að barn- eignir heilli hann ekki. Í við- tali árið 2009 sagði hann: „Það er ákveðin rútína sem fylgir börnum. Þú verður að vakna á ákveðnum tíma og þú verður að hlusta þegar þig langar bara að sitja úti í horni að hugsa,“ sagði hann. Barnið er væntanlegt í heim- inn í byrjun næsta árs. Á von á dreng Á VON Á SYNI Simon Cowell og kærasta hans Lauren Silverman eiga von á dreng. NORDICPHOTOS/GETTY Tökum bleikan bíl! Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Styrkjum starfsemi Krabbameins- félagsins Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árvekniátaks Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Taktu bleikan bíl næst þegar þú pantar leigubíl! BÍÓ ★★★★ ★ Vi är bäst! / Við erum bestar! Leikstjóri: Lukas Moodysson Leikarar: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne og David Dencik. RIFF-HÁTÍÐIN Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru. Þær eru pönkarar og stofna dag einn pönkhljómsveit. Hvorug þeirra hefur þó spilað á hljóðfæri áður og því fá þær gítar- snillinginn Heiðveigu til að ganga til liðs við sveitina. Myndin fjallar um vináttu stúlknanna, sem takast á við allt það sem þrettán ára ung- lingar glíma við; vonlausa foreldra, leiðinleg systkini og fyrstu ástina. Við erum bestar! er dásamleg „feel good“-kvikmynd og bera hinar ungu leikkonur hana á öxlum sér – þó að fullorðna fólkið eigi einnig frábær- an leik. Persónusköpunin er einstök og myndataka Moodyssons gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann vera fluga á vegg, sem gerir myndina enn betri. Sara McMahon NIÐURSTAÐA: Frábær „feel good“- mynd frá hinum hæfileikaríka Moodys- son. Þó að söguþráðurinn sé hversdags- legur leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu. Frábær „feel-goodari“ EINSTAKAR Ungu leikkonurnar sýna stórleik í nýjustu mynd Lukasar Moodys son. Reykjavík International Film Festival 26. SEPT. - 6. OKT. 2013 BÍÓ ★★★ ★★ Coldwater Leikstjóri: Vincent Grashaw Leikarar: P.J. Boudousqué, James C. Burns, Chris Petrovski og Nicholas Bateman. RIFF-HÁTÍÐIN Unglingspiltur er sendur á betrunarheimili sem rekið er af fyrrverandi herforingja í bandaríska hernum. Piltarnir sem þar dvelja eru beittir miklu harðræði og þurfa að taka á honum stóra sínum ætli þeir að komast heilir heim. Inn í söguna fléttast baksaga söguhetjunnar. Coldwater er fyrsta kvik- mynd leikstjórans í fullri lengd og tekst honum þokkalega til. Myndina má flokka sem dramat- íska spennumynd og er hún ekki ætluð viðkvæmum. Í fyrstu virðist hún ætla að fylgja klisj- um en þegar líður á breytir hún um stefnu og spennan ágerist. Sara McMahon NIÐURSTAÐA: Þokkaleg byrjun hjá leikstjóranum Vincent Grashaw. Sagan er spennuþrungin en ekki ný af nálinni. Gömul saga en spennandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.