Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 6

Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 6
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 EFNAHAGSMÁL Verðbólga í janúar fer úr 4,2% í 3,5% gangi spár grein- ingardeilda Íslandsbanka og Arion banka eftir. Hjöðnunin nemur 0,7 prósentustigum. Greiningardeild Arion segir þó erfitt að spá um endanleg áhrif skatta- og gjaldskrárhækkana þar sem stjórnvöld hafi heitið því að lækka eldsneytisgjöld og eftir atvikum önnur gjöld til að styðja við forsendur kjarasamninga. Greiningardeildir beggja banka segja sterkari krónu og tiltölu- lega hóflega hækkun launa í ný- afstöðnum kjarasamningum hafa góð áhrif á verðbólguþróunina. „Þannig munu verslanir væntan- lega kaupa inn nýjan varning á hagstæðara gengi eftir útsölur en útsöluvarningurinn var upphaflega keyptur inn á,“ segir í Morgunkorni Greiningar. Útsölulok hafi því ekki jafn sterk áhrif og áður. Í spá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að verðbólga fari í 2,6% í febrúar, en taki svo að stíga að nýju og verði 3,1% í árslok. - óká Vísitala neysluverðs lækkar í janúar gangi spá greiningardeilda eftir: Verðbólguhorfur hafa batnað TÖK Á TILVERUNNI – námskeið við athyglisbresti og kvíða Átt þú erfitt með að einbeita þér? • Ertu gleyminn og utan v ði þig? • Eru á hyggjur að plaga þ ig? • Átt þú erfitt með að halda utan um allt sem þú þ arft að gera? • Gætir þú gert svo m iklu b etur? Á þessu námskeiði lærir fólk aðferðir til að bæta einbeitingu, minni og skipulag, draga úr frestun og öðrum afleiðingum athyglisbrests. Jafnframt lærir fólk leiðir til að minnka áhyggjur og kvíða með aðfe ðr um hugrænnar atferlismeðferðar. Stjórnendur námskeiðs eru Sigríður D. Benediktsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. PIPA R \ TBW A S SÍA 1414 018 4 01811 Sunnudaginn 19. janúar Bláfjöll Sjáumst í Bláfjöllum á sunnudaginn! Snjór um víða veröld – World Snow Day Frítt í fjallið fyrir 16 ára og yngri Tilboð á skíðaleigu Frí skíða- og brettakennsla fyrir alla kl. 14–16 DJ Emmsjé Gauti og Steinar kl. 14–16 Heitt kakó eins og fólk getur í sig látið Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2014 - 2015. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 29. júní - 18. júlí 2014. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 3. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Í BÚÐARFERÐ Útsölulok hafa ekki jafn- sterk áhrif til aukinnar verðbólgu og oft áður. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA REYKJAVÍK Formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segir félags- menn ekki kannast við að dag- foreldrar segi eldri börnum upp til að koma yngri börnum að. Sam- félagssíða félagsins hefur logað vegna málsins. Fulltrúi meirihlut- ans í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur segir hagsmuni foreldra og dag- foreldra ekki allt- af fara saman. „Ég hef ekki heyrt um þetta í mínu félagi og held að þessi til- felli séu fá. Það logar allt á Face- book-síðunni okkar þar sem margir fullyrða að þeir starfi ekki svona. Maður setur ekki barn út í kuld- ann,“ segir Guðný Ólafsdóttir, dag- móðir og formaður Barnavistunar. Guðný segir dagforeldra í mið- borginni síður lenda í vandræðum heldur en dagforeldrar í úthverfum þegar börn komast inn á leikskóla. „Ég starfa í hverfi 105 þar sem eftir- spurnin eftir dagforeldrum er mjög mikil og lendi því aldrei í svona vandræðum,“ útskýrir hún. Guðný segir dagforeldra í Reykja- vík hafa staðið í ströngu við að fá borgina til þess að virða mánaðar uppsagnafrest og að það sé nú gert í flestum tilfellum. Dagforeldrar hafi mánuð til þess að fylla laus pláss. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og talsmaður meirihlutans í Reykja- vík í málefnum dagforeldra, segir leitt að heyra að dagforeldrar finni sig knúna til að segja börnum upp. Eva segir framlag borgarinnar með börnum vera óháð aldri þeirra, en eftir því sem þau eldist aukist vissulega líkurnar á því að þau fái leikskólapláss. „Eftir hrun hafa nærri öll börn fengið pláss á haust- in, en eftir því sem fjármagn hefur leyft höfum við boðið börnum fædd- um í janúar og febrúar pláss utan skilgreinds tíma,“ segir Eva, en hagsmunir foreldra og dagforeldra fari ekki alltaf saman í þessu tilliti. Eva segir skóla- og frístundasvið vera í miklu sambandi við dagfor- eldra til þess að miðla upplýsingum um leikskólapláss. Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, sagði við Fréttablaðið í vikunni að dagforeldrar vilji fá leyfi borgarinnar fyrir því að hafa tíma- bundið fleiri börn en leyfilegt er til að koma í veg fyrir uppsagnir. Eva segir borgina fara eftir reglugerð í þeim efnum. „Ég skil vel að einhver hugsi að það sé í lagi að hafa tíma- bundið aukabarn, en við viljum að foreldrar geti treyst því að farið sé að reglum.“ eva@frettabladid.is Kannast ekki við að börnum sé sagt upp Formaður Barnavistunar, félags dagforeldra, segist ekki kannast við að félagsmenn segi upp eldri börnum til að koma yngri að. Borgarfulltrúi segir leitt að dagfor- eldrar sjái sig knúna til að segja börnum upp. Ekki stendur til að breyta reglum. Það logar allt á Facebook-síðunni okkar þar sem margir fullyrða að þeir starfi ekki svona. Maður setur ekki barn út í kuldann. Guðný Ólafsdóttir, formaður Barna- vistunar, félags dagforeldra DAGFORELDRAR Formaður Barna- vistunar segist ekki kannast við uppsagnir hjá dagforeldrum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EVA EINARSDÓTTIR STJÓRNMÁL „Þetta er sérkenni- leg stjórnsýsla,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista á Ísafirði, um styrkveitingu sem Ísafjarðarbær fékk frá forsætis- ráðuneytinu. Um er að ræða tveggja milljóna króna styrk til viðgerðar á Svarta pakkhúsinu á Flateyri og tíu milljóna króna styrk til gerðar nákvæmra þrívíddarlíkana af bæjar kjörnum þorpanna fimm sem tilheyra Ísafjarðarbæ. Arna Lára bókaði á fundi bæjarráðs að þetta sætti undrun, sérstaklega þar sem ekki var formlega óskað eftir þessum fjár- veitingum. Eðlilegra hefði verið að hafa samráð við heimamenn um forgangsröðun verkefna. „Við erum þakklát og þetta eru góð verkefni. Hins vegar er búið að skera niður fjárveitingu til ann- arra verkefna hér á Vestfjörðum sem sammælst hefur verið um að séu afar mikilvæg og gæluverk- efni ráðherra eru fjármögnuð í staðinn,“ sagði Arna. - eh Bæjarfulltrúi Í-lista á Ísafirði gagnrýnir styrkveitingar frá forsætisráðherra: Eigin gæluverkefni í forgangi STYRKVEITING Arna Lára Jónsdóttir telur að samráð við bæjarfulltrúa hefði verið eðlilegra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.