Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 16

Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 16
18. janúar 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Nokkuð var gert úr því í byrjun vikunnar að for-sætisráðherra hefði skil-greint Evrópuumræð- una upp á nýtt þegar hann skipti mönnum í aðildarandstæðinga og viðræðusinna. Þó að skilgreining- in sé nokkur einföldun er hún ekki alveg út í hött. En þegar reynt er að gera hana að nýmæli bendir það til að aðildarandstæðingar hopi nú í röksemdafærslunni. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Danmerk- ur, sagði fyrir nokkrum árum í sjónvarpsviðtali við Boga Ágústs- son að þjóðir ættu ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu nema hjartað slægi þannig. Þetta var hollt ráð. Margir stuðningsmenn þjóðar- atkvæðis um framhald við- ræðna hafa af heilu hjarta jafn ríka sannfær- ingu fyrir aðild að Evrópusam- bandinu eins og að NATO. Aðrir vilja ekki lýsa sannfæringu fyrr en þeir sjá end- anlegan aðildarsamning. Allir eiga það þó sammerkt að geta ekki fyrirfram skuldbundið sig til að greiða atkvæði með niðurstöðunni án þess að vita nákvæmlega hver hún er. Í því ljósi eru báðir þessir hópar ekki annað og meira en við- ræðusinnar á þessu stigi málsins. Aðalatriðið er að það er ómál- efnalegt af forsætisráðherra að hafna þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna á þeirri for- sendu að menn séu ekki reiðubúnir að taka endanlega afstöðu til aðild- ar fyrr en samningur liggur fyrir. Aukheldur er verið að gera lítið úr málefnalegu og rökréttu viðhorfi mikils meirihluta þjóðarinnar sem stendur að baki þessari ósk í skoð- anakönnunum. Málflutningur af þessu tagi er ótvírætt til marks um að farið er að veikjast um málefnaleg- ar varnir þeirra sem vilja koma í veg fyrir að þetta kosningalof- orð forystu Sjálfstæðisflokksins verði efnt. Reyndar hefur meiri- hlutastuðningurinn við það lof- orð farið vaxandi síðan núverandi utanríkisráðherra byrjaði að tala gegn því. Lítilsvirðing Annað haldreipi þeirra ráð-herra, sem bregða vilja fæti fyrir efndir á loforðinu, er að fráleitt sé að ætla ríkisstjórn, sem er á móti aðild, að halda við- ræðum áfram fari svo að þjóðin segi já. Þegar loforðið var gefið fyrir kosningar var enginn fyrir- vari af þessu tagi orðaður. Ætti fyrirvarinn að gilda hefði á þeim tímapunkti þurft að segja skýrt að ekki væri unnt að efna loforðið kæmist flokkurinn í ríkisstjórn! Í þessu ljósi er nærlægast að líta svo á að loforðið um þjóðarat- kvæði hafi verið gefið fyrir hönd annarra flokka sem síðar tækju við stjórnartaumunum. Áttu menn virkilega að skilja þetta sem loforð upp í ermina á næstu ríkisstjórn? Allir sjá hvers kyns hringavitleysa það væri. Þessi spurning klýfur stuðn- ingslið flestra flokka. Þegar for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra hafna þjóðaratkvæði um hana eru þeir í raun að senda þau skilaboð til kjósenda Sjálf- stæðisflokksins og eigin flokks, sem vilja efndir á loforðinu, að þeir verði að kjósa aðra flokka eða stofna nýja til að koma mál- inu fram. Sjálfsagt er ekki óhugsandi að mál skipist þannig. En hætt er við að hræringar af því tagi myndu veikja stjórnarfarið miklu meir og til lengri tíma en þjóðaratkvæði sem er einfaldari leið og veldur minni röskun. Skynsamlegt er að velja aðferð til að komast að nið- urstöðu í þessu máli sem líkleg er til að valda sem minnstri sundr- ungu. Það á ekki síst við á erfiðum tímum eins og við lifum nú. Var lofað upp í ermina á næstu stjórn? Utanríkisráðherra færir gjarnan þau rök fyrir því að ekki eigi að efna þjóðarat- kvæðagreiðsluloforð forystu Sjálf- stæðisflokksins sakir þess að Evr- ópusambandið hafi breyst síðan aðildarumsóknin var samþykkt á Alþingi. Af þessu má draga þá ályktun að ráðherrann vilji ekki að Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi sem þróast og tekur breytingum. Hitt er þó líklegra að þessi máls- ástæða sé lítt hugsuð og því frem- ur merki um skort á haldbærum rökum. Alþjóðasamtök sem staðna og breytast ekki í samræmi við nýjar kröfur og þarfir bera dauðann í sér. Nýjar reglur sem eru að mót- ast innan Evrópusambandsins um fjármálastöðugleika og eftir- lit með fjármálastofnunum eru gott dæmi um nauðsynlega og þarfa aðlögun að nýjum aðstæð- um. Frjáls viðskipti á þessu sviði kalla á ríkara alþjóðlegt samstarf. Nýjar hugmyndir Evrópusam- bandsins um ríkisfjármálastefnu falla einnig eins og flís við brot að kenningum Sjálfstæðisflokks- ins sem nú eru í framkvæmd. Þær eru því styrkur fremur en hindr- un. Breytingarnar sem eru á döf- inni eru beinlínis rök fyrir aðild Íslands. Hvernig eigum við að tryggja frjáls fjármálaviðskipti og stöðugleika á ný án þátttöku? Fátt bendir til að það sé hægt. Sú nýja hugsun um Evrópusamband- ið sem ráðherrar breska Íhalds- flokksins hafa viðrað gerir það síðan um sumt enn áhugaverðara fyrir Ísland að láta reyna á aðild- arsamninga til þrautar. Viljum við ekki taka þátt í framþróun? • Hjólaferðir • Andalúsía • Skiptinám • Sumarbúðir • Gönguferðir um Jakobsveg • Tungumálanám og margt margt fleira Mundo er ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman. Kíktu á www.mundo.is Ertu að leita að innihaldsríku fríi? A tli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vestur- lands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhalds- skólapróf. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær leggur ráðuneytið til að í bréfinu komi fram fullyrðingar eins og „hann/hún ber virðingu fyrir lífsgildum, mannréttindum og jafnrétti“, „hann/hún ber virðingu fyrir náttúru og umhverfi í alþjóðlegu samhengi“ og „hann/hún getur verið virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu nær- og fjærsamfélagi.“ Fyrir nú utan það að lengi má deila um hvað svona orðaleppar þýða, ef nokkuð, er varla hægt að ætlast til þess af kennurum að þeir viti yfirleitt þessa hluti um átján ára gamla nemendur sína. Í bréfi sem Atli skólameistari sendi ráðuneytinu og birti lítið breytt á vef Félags framhaldsskólakennara bendir hann meðal annars á að kennarar hafi ekki í höndum nein gögn til að meta þessa hluti eða leggja einhvern siðferðisdóm á nemendur. Að tjá sig um lífsskoðanir fólks sé auk þess viðkvæmt mál sem geti varðað við persónuvernd. „Ríkisstarfsmenn sem fullyrða af og á um hverjir bera virðingu fyrir réttum gildum og geta verið ábyrgir borgarar setja sjálfa sig á ansi háan hest,“ segir skólameistarinn og hefur rétt fyrir sér í því. Það eru eingöngu nemendur sem ljúka framhaldsskólaprófi, ekki stúdentsprófi eða iðnprófi, sem eiga að fá umsögn af þessu tagi. Framhaldsskólaprófið varð til með nýjum lögum um fram- haldsskóla og er í rauninni ekki próf, af því að nemendur þurfa ekki að ná lágmarkseinkunnum til að fá skírteinið. Það hefur verið skilgreint sem „ásættanleg skólalok“ eftir 3-4 annir hjá nemendum sem ekki treysta sér til að ljúka framhaldsskólanum öllum og er góðra gjalda vert sem slíkt. Það á að auðvelda fólki að sækja um vinnu eða halda áfram námi síðar og þjónar þannig mikilvægum tilgangi. Atli Harðarson segir hins vegar réttilega: „Það stendur sem- sagt til að skólar úrskurði um almenna mannkosti þeirra sem útskrifast með minni skammt af námi úr framhaldsskóla en sleppi slíkum palladómum um þá sem klára lengra nám. Þetta er svolítið eins og sagt sé við þá sem fara styttra eftir menntabrautinni að þeir geti fengið vottorð upp á að vera nokkurn veginn í húsum hæfir en alvöruskírteini séu fyrir þá sem geta lært eitthvað meira. Er líklegt að nemandi með snefil af sjálfsvirðingu kæri sig um slíka umsögn og verði stoltur af skírteini sínu?“ Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lýsti því yfir í gær að það stæði ekki til að gefa kjánalegar umsagnir af þessu tagi á prófskírteinum. Það er ágætt að hann grípur fram fyrir hendurn- ar á undirmönnum sínum. Hann mætti gera það oftar, því að þetta er ekki eina dæmið um endemis bullið sem vellur út af kontórum menntamálaráðuneytisins. Tillagan um umsagnarbréfið er raunar í ágætu samræmi við aðrar áherzlur menntamálaráðuneytisins varðandi framhalds- skólann, sem eru aðallega að allir eigi að fá framhaldsskólavist, fólki eigi að líða vel í skólanum og framhaldsskólarnir eigi að vera sem líkastir hver öðrum. Áhugi á gæðum námsins, árangri nemenda og að gerðar séu til þeirra raunverulegar kröfur virðist hins vegar stundum hverfandi í ráðuneyti menntamála. Menntamálaráðherra stoppar undirmennina: Skrúfað fyrir bull
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.