Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 18

Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 18
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 MENNING Örnólfur Hall arkitekt Öll börn eiga alþjóðlega viðurkenndan rétt á því að þeim sé gert kleift að búa við viðunandi lífs- skilyrði sem hafa jákvæð áhrif á þroska þeirra. Með því að samþykkja alþjóð- lega mannréttindasamn- inga á borð við barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur lagagildi á Íslandi, hefur ríkið undir- gengist skyldur gagnvart öllum börnum hér á landi. Íslenska ríkið þarf því að finna leiðir til að öll börn geti lifað með reisn og hlýtur að hafa að markmiði að útrýma barnafátækt á Íslandi. Eitt fátækt barn á Íslandi er einu fátæku barni of mikið. Á Íslandi á að vera nóg fyrir alla. Við þurfum að breyta aðferðum okkar við að vinna bug á fátækt, því þær hafa ekki virkað sem skyldi. Aðferðirnar hafa einkennst af, og tekið mið af mælingum á skorti, en ekki mælingum á gæðum, eins og fjallað er um í skýrslunni Farsæld – Baráttan gegn fátækt á Íslandi sem Hjálpar- starf kirkjunnar og Rauði krossinn í Reykjavík gáfu út árið 2012. Þar er meðal annars mælt með að unnið verði með mat á virkni fólks í stað mats á skerðingu. Þetta sjónar- mið styðja Barnaheill – Save the Children á Íslandi og telja að ekki eigi að nálgast verkefnið út frá skorti, því með því styrkjum við þá hugmynd fólks að það sé fast í þeirri stöðu að búa við fátækt. Þannig einblínum við einnig um of á þá hugsun að eitthvað skorti. Ekki náttúrulögmál Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað og mun heppilegra væri að nálgast verkefnið út frá því hvernig sé mögulegt að auka lífsgæði þeirra sem búa við fátækt. Með því móti er mögulega hægt að opna augu fólks fyrir því að það getur haft áhrif á stöðu sína, mismikil en þó einhver. Fátækt er ekki náttúrulögmál. Með nægum stuðningi umhverfisins, félagslegum, menningarlegum og efnahagslegum, sem og vilja ein- staklingsins er hægt að brjótast út úr langvarandi fátækt. Það er auðvitað ekki eingöngu í verkahring og á ábyrgð ríkisins að útrýma slíkum vanda sem fátækt er, þó að ábyrgð þess sé rík. Við sem samfélag getum breytt miklu og ættum að líta á það jákvæðum augum að styðja með beinum og virkum hætti við þá sem þarfnast stuðnings. Börn sem búa við fátækt á Íslandi eiga mörg hver foreldra eða forsjáraðila sem þarfnast vin- áttu og hvatningar frá samfélaginu öllu til að öðlast þá trú að þeir geti breytt stöðu sinni, þannig að af hljótist betri líðan og aukin velferð. Til að mynda getur skólakerfið eða aðrar stofnanir samfélagsins nýst okkur sem vettvangur til að sýna stuðning í verki. Sameinumst um að búa börnum á Íslandi uppbyggjandi og vinsam- legt umhverfi með því að gefa kost á að vera þeim og fjölskyldum þeirra virkur stuðningur. Það kostar ekkert að gefa sér tíma í samtal, hvort sem er við barn eða hinn fullorðna, en getur breytt lífi barns til betri vegar. Latibær verður tuttugu ára á árinu og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Á þessum tveimur ára- tugum hefur Latibær farið frá því að vera hugmynd á blaði til þess að festa sig í sessi sem vörumerki heilsu og skemmtunar og hreyft börn um allan heim. Þó svo að í dag framleiði Latibær ekki aðeins sjón- varpsefni heldur leiksýn- ingar, bækur, tónlist og taki þátt í heilsuátaki með ríkisstjórnum um allan heim, þá byggir sá árangur á stoðum sjónvarpsþáttanna, íslensku hugviti sem var hrint í framkvæmd af íslensku kvikmyndagerðarfólki. Þættir sem hafa verið tilnefndir til og hlotið miklar viðurkenningar á alþjóðavettvangi, má þar nefna BAFTA-, EMMY- og Edduverðlaun og eru orðnir að þekktu vörumerki sem nær til 500 milljóna heimila í 170 löndum. Því miður á kvikmynda- og sjón- varpsgerð í landinu undir högg að sækja. Í núverandi fjárlagafrum- varpi er lagt til að skorið verði umtalsvert niður til kvik- myndagerðar og hefur það veruleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Frá því að Latibær var fyrst settur á fót 1994, hefur hann skap- að mörg hundruð störf á Íslandi og gegnt stóru hlut- verki við þróun og eflingu íslensks kvikmyndaiðnaðar, þ.m.t með rekstri kvik- myndavers í Garðabæ síðan 2004. Þeir einstaklingar sem starfað hafa hjá fyrirtækinu hafa fengið þjálfun og þekkingu á sviði sjónrænnar tölvuvinnslu, tæknitöku, hljóðs, búningagerðar, leikmyndar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölmargir stigu sín fyrstu skref í þessum iðnaði á Íslandi hjá Latabæ. Margir þeirra sinna enn innlendri framleiðslu af miklum móð og hafa skapað sér sess í fremstu röð meðal kvikmyndagerð- arfólks í heiminum. Þau fjölmörgu erlendu kvikmyndaverkefni sem hingað koma bera vitni um það. Hátíð í skugga niðurskurðar Án stuðnings iðnaðarráðuneytisins hefði Latibær aldrei verið fram- leiddur á Íslandi og sá ávinningur sem hlotist hefur af verkefninu í formi þekkingar, tekna og afleiddra starfa hefði ekki skilað sér til lands- ins. Í 20 ár hefur Latibær skapað yfir 100 ársverk að meðaltali í föst- um eða afleiddum störfum og á síð- ustu tveimur og hálfu ári hafa 4,5 milljarðar króna komið inn í íslenska hagkerfið vegna framleiðslu þátt- anna. Það er ein stærsta erlenda fjárfestingin á Íslandi á þessu tíma- bili. Þó að sýnt hafi verið fram á með ótvíræðum rannsóknarniðurstöðum að skapandi greinar skili margfalt meiru til baka en lagt er til af rík- inu, þá er enn þrengt að iðnaðinum sem gegnir stóru hlutverki í íslensku atvinnu- og menningarlífi og er virk- asti menningarmiðill okkar tíma. Í skugga niðurskurðarins heldur íslenska kvikmynda- og sjónvarps- akademían uppskeruhátíð sína, Edduna. Eins og það var mikilvægt fyrir okkur í Latabæ að fá stuðning iðnaðarráðuneytisins, nutum við einnig góðs af því að vera útnefnd til Edduverðlauna þegar við stigum okkar fyrstu skref. Við erum mjög stolt af því að hafa unnið heiðurs- verðlaun ÍKSA (Íslensku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunnar) á sínum tíma og gat Latibær nýtt sér þann byr sem verðlaunin veita. Í fyrra kom út þriðja þáttaröðin um lífið í Latabæ og hafa þættirnir nú þegar verið seldir til rúmlega 120 landa. Latibær er mest sýnda íslenska sjónvarpsefni allra tíma og því eðlilegt að við eftirlátum öðrum að nýta þann stökkpall sem Eddan getur verið og höfum því ákveðið að gefa ekki kost á okkur til forvals Eddunnar. Ég vil nota tækifærið og þakka öllu því fólki sem komið hefur að gerð þáttanna um Latabæ í gegnum tíðina, óska öllum þátttakendum Eddunnar velfarnaðar og velgengni á komandi hátíð og ég vil trúa því að allir þeir nýliðar sem sitja á þingi og í ráðherrastólum sjái þann ótví- ræða hag þess að styðja við atvinnu- greinina og endurskoði framlög sín til íslenskrar kvikmyndagerðar. ➜ Í 20 ár hefur Latibær skapað yfi r 100 ársverk að meðaltali... ➜ Það er löngu orðið tímabært að haldið verði alvörumálþing um Hörpu... ➜ Sameinumst um að búa börnum á Íslandi upp- byggjandi og vinsamlegt umhverfi . Eitt barn er einu barni of mikið – fátæk börn Stoltur að Latibær sé íslenskt hugvit MENNING Magnús Scheving stofnandi Latabæjar SAMFÉLAG Þóra Jónsdóttir lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum– Save the Children á Íslandi. Svar hefur borist frá Ástríði Magnúsdóttur verkefnastjóra vegna gagnrýnis- pistils míns á sérsniðna Hörpu- málþingið. Í fyrirspurn á vef A.Í. til aðstandenda mál- þingsins spurði ég hvort rétt væri að gagnrýnend- ur Hörpu (t.d. undirritaður o.fl. kollegar) mættu ekki bera fram fyrirspurnir á þinginu? Á.M. svarar þar að það sé rétt skilið hjá mér og að Hjálmar Sveinsson stjórni umræðum og þeir sem tali séu gestir hring- borðsins. Í Fréttablaðinu 16. janúar segir hún að þetta eigi að vera eins konar „Kryddsíldar“-þáttur með sjónvarpsuppstillingu þar sem stjórnandi spyr og áhorfendur fái að fylgjast með hljóðir út í sal. Það er löngu orðið tímabært að haldið verði alvörumálþing um Hörpu þar sem öll sjónarmið Hörpuskuldara fái að koma fram, m.a heildarkostnaðurinn frá A-Ö, líka þeir þættir sem er ósvarað. Tveggja tíma „kryddsíldar“- þáttur um Hörpumál er ekki nóg! Af „Hörpu- kryddsíld“ Þá myndi utan- ríkisráðherra tryggja að skoðanabræð- ur hans séu í nefndum og ráðum.“ Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Fram sóknarfl okks, lýsti því sem myndi gerast ef haldið yrði áfram ESB-viðræðum. UMMÆLI VIKUNNAR 11.1.2014 ➜ 17.1.2014 Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Tilboð: 1.090.000 kr. Nissan Primera Acenta VE638 Skráður október 2005, 1,8i bensín, sjálfsk. Ekinn 115.000 km. Ásett verð: 1.290.000 kr. Verð: 1.690.000 kr. Ford Ka Trend + IAZ15 Skráður maí 2013, bensín, beinskiptur Ekinn 29.000 km. Tilboð: 2.590.000 kr. Mazda3 Advance UZR99 Skráður mars 2013, 1,6Di dísil, beinsk. Ekinn 35.000 km. Ásett verð: 2.750.000 kr. Við tökum notaðabílinn þinn uppí á hagstæðu verði og þú getur fengið milligjöfina lánaða - möguleiki á engri útborgun. Fylgstu með á FACEBOOK Notaðir bílar - Brimborg NOTAÐIR BÍLAR M Komdu.Gerðu betri Tilboðsbílarnir fara beint á Facebook! Í ábyrgð Í ábyrgð bílakaup! Verð: 990.000 kr. Citroën C3 SX KK148 Skráður mars 2007, 1,6i bensín, sjálfsk. Ekinn 103.000 km. Í ábyrgð Hafðu samband strax! Tilboð: 4.190.000 kr. Ford Kuga Titanium S AWD TKV42 Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, sjálfsk. Ekinn 71.000 km. Ásett verð: 4.660.000 kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.